Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986.
21
Svifflugur munu svífa yfir Sandskeiöi á sunnudaginn ef veður ieyfir.
Flugdagur
á Sandskeiði
Svifflugfélag Islands átti fimmtíu
ára afinæli síðastliðinn sunnudag
en fresta varð öllum hátíðarhöld-
um vegna veðurs. Vonast er eftir
flugveðri á sunnudaginn og verður
þá afmælið haldið hátíðlegt á
Sandskeiði.
Sýnt verður listflug á svifflugum
og vélflugum auk þess sem gestir
fá tækifæri til að bregða sér í loftið
á vélum félagsins. Dagskráin hefst
klukkan tvö og mun standa til hálf-
sjö um kvöldið. Allar svifflugur
félagsins verða til sýnis á Sand-
skeiði ásamt nokkrum svifflugum
sem félagsmenn eiga. Einnig verða
á dagskrá myndbandasýningar og
fýrirlestrar um hvað svifflug er og
um upphaf svifflugs á íslandi.
í einu flugskýli félagsins verður
sögusýning þar sem sýndar verða
ljósmyndir frá starfi félagsins, hluti
af fyrstu renniflugunni sem notuð
var á íslandi, ein gömul sviffluga
og samantekt á þróun Islandsmeta
í svifflugi.
Allir eru velkomnir upp á Sand-
skeið á sunnudaginn og er enginn
aðgangseyrir að sýningunni. Boðið
er upp á kaffi og veitingar á staðn-
um og áhugasömum gestum gefst
kostur á að fljúga með sviffiugum
félagsins fram eftir kvöldi ef vel
viðrar.
Myndlist á
Seltjamamesi
I Listveri, Austurströnd 6 á
Seltjarnarnesi, verður í dag
klukkan fjögur opnuð myndlist-
arsýning í tilefni vinabæjarmóts.
Það er Myndlistarklúbbur Sel-
tjarnarness sem stendur fyrir
sýningunni en i honum eru tíu
Seltirningar. Þeir eiga allir
myndir á sýningunni sem stendur
til 31. ágúst. Sýningin er opin
milli klukkan fjögur og átta á
virkum dögum en frá tvö til átta
um helgar.
Hátíðartón-
leikar á
ísafirði
Það eiga fleiri bæir afmæli en
Reykjavík á mánudaginn, en 8.
ágúst 1786 var sex bæjum veitt
kaupstaðarréttindi. Enginn
þeirra hefur þó haldið þeim
sleitulaust síðan nema Reykja-
vík. ísafjörður var einn þessara
bæja og í tilefni afmælisins verð-
ur efnt til hátíðartónleika í
Alþýðuhúsinu á morgun, laugar-
dag, klukkan fimm síðdegis.
Kristinn Sigmundsson óperu-
söngvari og Jónas Ingimundar-
son pianóleikari munu flytja hinn
áhrifamikla lagaflokk Schuberts,
Vetrarferðina. Þeir Kristinn og
Jónas eru háðir landsþekktir
listamenn og ísfirðingum af góðu
kunnir.
Kristinn Sigmundsson syngur á
ísafiröi um helgina i tilefni af af-
mæli bæjarins.
A NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ