Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 5
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 27 tæknisýningarinnar og veröur væntanlega Arkitektanemar sýna í Ásmundarsal „Við viljum gefa fólki tækifæri til að sjá hvað við höfum verið að fást við. Margir vita ekki almenni- lega hvað arkitektúr er,“ sagði Lilja Grétarsdóttir, ein af ellefu arkitektanemum sem standa fyrir sýningu í Ásmundarsal við Freyju- götu. „Á sýningunni sést einnig vel hversu mismunandi þetta nám get- ur verið í hinum ýmsu löndum, til dæmis er misjafnlega mikið lagt upp úr tæknilegu hliðinni," sagði Lilja. Þau, sem standa að sýning- unni, eru auk Lilju: Bjarni Kjart- ansson, Sigríður Maach, Sigrún Reynisdóttir, Auður Hrönn Guð- mundsdóttir, Páll Hjaltason, Sigurbjöm Kjartansson, Þóra Helgadóttir, Sigríður Magnúsdótt- ir, Þórður Steingrímsson og Frið- rik Friðriksson. Þau eru við nám í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum og eru öll komin nokkuð áleiðis í námi. Verkefnin, sem sýnd eru í Ás- mundarsal, eru flest teikningar af húsum og byggingum en einnig eru nokkur smærri hönnunarverkefni eins og til dæmis ilmvatnsglas og gjafaaskja undir íslenskt brenni- vín. Hópurinn hefur einnig unnið að uppsetningu á nokkurs konar smiðju í Grófinni gegnt versluninni Geysi. Þar hafa þau hannað um- hverfi, sem gerir ráð fyrir sölubúð- um, veitingasölu, útsýnispalli og sviði fyrir alls kyns uppákomur. Þarna verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í dag og næstu daga. Píanótóiúeikar á Suður- og Austurlandi Nú um helgina munu píanóleik- ararnir Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir halda í tónleikaferð um Suður- og Austur- land. Fyrstu tónleikamir verða á sunnudaginn í Hvoli á Hvolsvelli og hefjast þeir klukkan tvö. Sama dag klukkan hálfsex verða tónleik- ar í Selfosskirkju en frá Selfossi verður haldið austur til Hafnar í Hornafirði þar sem Martin og Anna munu leika í Hafnarkirkju á þriðjudagskvöldið klukkan níu. Síðustu tónleikarnir verða síðan í Valaskjálf á Egilsstöðum á mið- vikudagkvöldið og hefjast þeir einnig klukkan níu. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Franz Schubert og Franz Liszt. Þau munu leika saman fjór- hent á píanó úrval verka eftir Franz Schubert sem þau fluttu á tónleikaröð í Norræna húsinu síð- astliðinn vetur. Martin Berkovsky leikur síðan einleik verk eftir Franz Liszt til minningar um Liszt árið 1986. sýning avikur sveitu, foss og virkjunargöng. Sýndar verða kvikmyndir, ljósmyndir og málverk. Landslagsmyndir verða sýndar af níu tölvustýrðum litskyggnuvélum í tengslum við landslíkanið stóra. Auk þess verður þekkingargetraun í gangi og von fjölda vinninga. Veitingar verða á staðnum og ókeypis barnagæsla fyrir yngstu kynslóðina. Sýningin verður opin almenningi til mánaðamóta. Reykjavfloir- myndir á Mokka Nú um helgina verður opnuð sjm- ing á vatnslitamyndum eftir Sól- veigu Eggerz Pétursdóttur í Mokkakaffi við Skólavörðustíg. Myndimar em svokallaðar Reykja- víkurstemnmingar og em þær málaðar í tilefrii af 200 ára afinæli borgarinnar. Revkjavíkurm.vndir Sólveigar hafa í sumar verið til sýnis í veitingahús- inu Gullna hananum og vöktu þær þar mikla eftirtekt. Mjmdimar hafa ekki verið til sölu fyrr en nú. Eggertsson. Þeir munu að vanda taka nokkur hressileg stuðlög frá frumbernsku- árum rokksins. Frístundahópurinn Vikuleg laugardagsganga frístundahóps- ins „Hana nú“ í Kópavogi verður á morgun, 16. ágúst. Rölt er um bæinn í klukkutíma og eru allir aldurshópar vel- komnir. Nýlagað molakaffi er á boðstól- um. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfmg. Húsbyggjandinn Út er komið nýjasta tölublað Húsbyggjan- dans. Eimm ár eru liðin frá því að blaðið kom fyrst úr og er blaðið mun veglegra en fyrr af því tilefni. Meðal efnis í þessu blaði er heimsókn til Hilmars Jónssonar og Elínar Káradóttur, útgefenda Gest- gjafans, einnig heimsókn til Onnu Alfreðs- dóttur og Finns Björgvinssonar arkitekts. I blaðinu er einnig fjöldi byggingalausna, meðal annars frágangur timburþaks og steypts útveggjar, grein um einangrun húsa og fleira. Þjónustulisti Húsbyggjand- ans „Hvað fæst hvar?“ hefur frá upphafi verið hluti blaðsins. Áskriftarsími blaðsins er 687085. V1ÐSKIPTA-& TÖLVUBLAÐIÐI Viðskipta- og tölvublaðið Fjórða tölublað 1986 af Viðskipta- og tölvublaöinu er komið út. Meðal efnis í þessu blaði er forsíðugrein undir yfir- skriftinni „Töfrataskan opnuð" en þar er að finna samtals fjörutíu og eina hugmynd sem hlaðið varpar fram og allar gætu orð- ið upphafið að nýjum fyrirtækjum. Þá er í hlaðinu stór og viðamikil grein um kröf- ur fiugfarþega, úttekt á íslensku happ- drættunum og margt fleira tengt tölvum, tækni og viðskiptum. Blaðið er 108 blað- síður að stærð og að mestu litprentað. Útgefandi er Fjölnir hf. Aldraðir í Langholtssókn Bifreiðastjórar Bæjarleiða og fjölskyldur þeirra bjóða öldruðum velunnurum Lang- holtskirkju út fyrir borgarmörkin mið- vikudaginn 20. ágúst næstkomandi. llaldið verður kl. 13 austur vfir fjall að skólasetrinu Skógum undir Eyjafjöllum. Leiðsögumaður fararinnar er Jón Árnason skólastjóri en byggðasafnið verður skoðað undir leiðsögn Þórðar fræðaþular Tómas- sonar. Félagar úr Kven- og Bræðrafélagi safnaðarins aðstoða eftir föngum og bjóða til kaffidrykkju í Skógum. Átthagasamtök Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna efna til hópferðar að Veiðivötnum laugardaginn 30. ágúst. Um er að ræða dagsferð og verð- ur Guttormur Sigbjamarson fararstjóri. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við Hrein Kristinsson í síma 84134 sem fyrst. Handboltaskóli Hauka Hinn árlegi handboltaskóli hefst 18. ágúst. Skólinn er opinn öllum börnum á aldrinum 6 14 ára (f. 1972 1980). Kennslan fer fram í Haukahúsinu við Flatahraun og er þátt- tökugjald kr. 350 fyrir hvern nemanda en lækkar í 200 fyrir næsta íjölsk.vldumeðlim. 1 skólanum verða börnum kenndar regl- urnar, farið í undirstöðuatriði og síðan spilaður handbolti. Þau börn sem áhuga hafa á að vera með í skólanum mæti sem hér segir mánudag- inn 18. ágúst: 6 8 ára strákar og stelpur .... kl. 10.00 9 11 ára strákar .............. kl. 11.00 9 11 ára stelpur .............. kl. 13.00 12 14 ára strákar ............. kl. 14.00 12 14 ára stelpur ............. kl. 15.00 Skólinn verður síðan daglega. klst. í senn. fram að laugardeginutn 23. ágúst. Þá lýkur honum með handknattleiksmóti og út- nefningu efnilegustu leikmanna hvers árgangs. Nánari uppfýsingar fást í síma 52625 (Sindri) sunnud. 17. ágúst. Ath. Þátttökugjald greiðist við innritun. UÓÐ Ljóðabók Út er komið ljóðasafn eftir Steinunni Þ. Guðmundsdóttur og nefnist það Ljóð. Steinunn fæddist aldamótaárið og lést í desember í fyrra. Eftir hana hafa komið úr þrjár skáldsögur og heita þær Dögg í spori, I svölum skugga og Niður fijótsins. Steinunn lét eftir sig nokkuð af skáldskap sem ekki hefur birst á prenti. Öll ljóð hennar, birt sem óbirt, eru í hinu nýja ljóðasafni. Ljóð Steinunnar fjalla meðal annars um náttúruna og trúarlegar hliðar lífsins og eru mörg þeirra ort með hefð- bundnum hætti. Ljóðabókin er 94 bls. að 8tærð og er hún gefm út á vegum aðstand- enda skáldkonunnar. Umsjón með út- gáfunni hafði Ámi Sigurjónsson bókmenntafræðingur. Bókin er prentuð í Odda hf. og bundin hjá Bókfelli hf. Nýtt hefti ökuþórs Nýtt hefti Ökuþórs, málgagns FÍB, 2.-3. * tbl. 1986 er komið út. Meðal efnis má geta greina um bifreiðaferðalög erlendis. Ann- ars vegar með bílaferjunni Norröna eftir Sigurjón Valdimarsson og hins vegar þar sem vinsæli ferðamátinn flug og bíll er valinn og þar er greinarhöfundur Hilmar Viktorsson. Auk félagslegs efnis, má sér- staklega benda á athyglisverða grein um aurhlífar eftir Svein Torfa Sveinsson verk- fræðing. Kafli úr greinaflokki Andra Árnasonar hrl.. lögfræðilegs ráðgjafa FÍB. um réttarstöðu bifreiðaeigenda birtist ennfremur í þessu hefti. Blaðið er sent frítt til allra félagsmanna og er ekki selt í lausasölu. Auglýst eftir vitni Á miðvikudagsmorguninn 13. ágúst kl. 7.45 var ekið í veg fjTÍr bíl við gatnamót Höfðabakka og Stekkjarbakka með þeim afleiðingum að hann lenti á staur. Maður er kom þarna að og mun hafa orðið vitni að atburði þessum er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 35200. Tapað - Fundið Lyktar fundust í kirkju 1 nýju kirkjunni í Hólahverfl fundust lv- klar síðastliðinn miðvikudag. Eigandi getur vitjað þeirra hjá dagbók DV. Týnd læða Dökkbrún læða með rauða ól tapaðist frá Áslandi 10. Mosfellssveit. 26. júlí. Þeir sem orðið hafa varir við hana vinsamlegast hafí samband í síma 667325. «“ Ferðalög Útivist kynnir gömlu þjóðleið- ina yfir Hellisheiði til Reykja- víkur Útivist mun um helgina kynna gömlu þjóðleiðina sem lá frá Suður- landi vfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Hér er um að ræða elstu-þjóðleið á íslandj og talið að hún geti verið allt að 1100 ára gömul. Þjóðleiðin verður kvnnt með gönguferðum sem félagið skipuleggur bæði á laugardag og sunnudag. Kl. 9 á laugardags- morguninn verður ekið austur að Revkjakoti í Ölfusi.og verður gengin v þaðan varðaða leiðina yfir Hellis- heiði að Kolviðarhóli og áfram að Lækjarbotnum. Kl. 13 er hægt að komast í ferðina frá Kolviðarhóli. Á sunnudaginn hefst ferðin kl. 10. 30 og verður þá ekið í Lækjarbotna og gengið þaðan til Reykjavíkur. Kl. 13 er hægt að hefja ferðina og sam- einast hópnum við Elliðaárnar neðan Ártúns en um bæinn lá göngu- leiðin frá Elliðaánum vfir Bústaða- holtið um Öskuhlíð. Skólavörðuholt og Arnarhól í Grófina. í Öskjuhlíð sjást einu leifar af hinni fornu þjóð- leið innan borgarmarkanna. Brottför í ferðirnar er frá BSÍ, bensínsölu, og einnig verður farið frá Grófartorgi 10 mínútum fyrir auglýstan tíma. Aðrar Útivistarferðir um helgina eru helgarferðir í Þórsmörk og á Fimm- vörðuháls. Sjáumst. Útisvist, ferðafélag. Sýningar Stofnurt Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum. fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Sjóminjasafn íslar >, Vesturgötu 8, Hafnarfl Opið þriðjudaga til sum 'aga kl. 14-18. Sædýrasafniö Opið alla daga kl. 10-17. Hér-lnn, Laugavegi 72. Filip Franksson sýnir þar teikningar. Opið frá kl. 8.30-22. Sýningin stendur út ágúst- mánuð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.