Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Qupperneq 8
30 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 4 ♦ Mynd-f bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson \v j Þar kom að því að kúrekanaglar vestursins veltu Undrasteininum úr efsta sæti myndalistans. Undrið er nú i öðru sæti og Salvador situr sem fyrr í þvi þriðja. Eye witness færir sig upp um fjögur sæti, úr níu í fimm. Eina nýja myndin á listanum er stór- mynd Hugh Hudson, Revolution. Hún fer beint í tíunda sætið. Fleiri nýliðar bíða átekta í næstu sætum þar fyrir ofan. Á þáttalistanum er röð tveggja efstu raða óbreytt. Sjö sjálf- stæðir lögregluþættir, Police in action, skjótast beint í þriðja sætið. Heiti þeirra segir allt um innihaldið. Að þessu sinni er breska vinsældar- listanum brugðið upp. Allar mynd- irnar á honum ættu að koma kunnuglega fyrir sjónir landans. Eins og er sitja Grallararnir í efsta sætinu og aðrar fígúrur, Gremlins, færast upp um fjögur sæti. Spielberg þekkir engin landamæri. -ÞJV Hlátur og grátur Myndhöggvarinn Ken (Dreyfuss) lamast upp að hálsi. Hann kýs að deyja fremur en að liggja ævilangt á sjúkrahúsi. DV listinn Myndir 1. (2) Silverado 2. (1) Cocoon 3. (3) Salvador 4. (4) Goonies 5. (9) Eye Witness 6. (6) Lady Hawke 7. (7) The Sure Thing 8. (8) Weird Science 9. (5) Sweet Dreams 10. (-) Revolution Þættir 1. (1) lf Tomorrow Comes 2. (2) The Twilight Zone 3. (4) Blood and Orchids 4. (-) Police in Action 5. (3) Umsátrið 6. (5) Feigðarsýn 7. (8) Kane and Able 8. (6) Moonligthing 9. (10) Jack Holborn 10. (7) Alice in Wonderland Bretland 1. (1) Goonies 2. (2) Mad Max 3 3. (5) A Nigthmare on Elm Street 4. (4) Cocoon 5. (3) Police Academy 2 6. (8) Witness 7. (11) Gremlins 8. (13) Best Defence 9. (6) Weird Science 10. (9) Fletch WHOSE LIFE IS IT ANYWAY? Framleiðandl: Lawrence Bachmann. Handrlt: Brian Clark, Reginald Rose. Leikstjóri: John Badham. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss. Öllum leyfð. „Er þetta ekki mitt líf?“ Sannar- lega samviskuspurning. Gestir Leikfélagsins stóðu einmitt frammi fyrir henni þegar þetta leikrit Brian Clark var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum árum. Nú er þessi kvik- mynd, sem gerð var eftir leikritinu 1981, komin út á myndbandi. 1 aðalhlutverkinu er Richard Dreyfuss sem sást síðast í myndinni Down and out in Beverly hills. Ken Harrison leikur Dreyfuss, miðaldra myndhöggvara sem lendir í bíl- slysi. Hann lamast upp að hálsi og álítur að þar með sé lífi sínu lokið. Hann ákveður að deyja og hefur baráttu sína fyrir að fá vilja sínum framgengt. En það gengur ekki andskotalaust þar sem læknarnir eru ekkert á því að leyfa sjúklingn- um að ráðskast þannig með líf sitt. Whose life is it anyway er í senn brosleg og átakanleg mynd. Gálga- húmorinn er allsráðandi og sjálfur er Ken þar fremstur í flokki. En á bak við grímuna er maður sem ger- samlega er búinn að gefast upp. Ken getur ekki framar sinnt ævi- starfi sínu og sér fram á að liggja á sjúkrahúsi til æviloka. En kerfið leyfir honum ekki að deyja. Lækn- ar sverja jú að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga manns- lífum. Hér er því erfitt um vik. Myndin er ekki síst aðdáunar- verð fyrir frábæran leik. Dreyfuss leikur aðalpersónuna, Ken, af miklu öryggi og er túlkun hans á vonleysi sjúklingsins beinlínis ógnvekjandi. Ken fær vilja sínum framgengt í lokin en víst er að ekki eru allir sáttir við þau endalok. Við spumingunni stóru, um yfirr- áðarétt hvers og eins yfir lífi sínu, er nefnilega ekki til neitt einhlítt svar. ---------— ★★★ Glímt við elli kellingu ON GOLDEN POND Framleiöandi: Bruce Gilbert Handrit: Ernest Thompson Leikstjórn: Mark Rydell Aóalhlutverk: Katharine Hepburn, Henry Fonda Öllum leyfð On golden pond var gerð 1981 þegar myndir um mannlegar til- finningar voru í hvað mestri útrýmingarhættu í Hollywood. Handritshöfundurinn Ernest Thompson glímir hér við ellikell- ingu og fær í lið með sér tvær aldraðar, en skærar Hollywood- stjörnur. Henry Fonda leikur Norman Thayer, áttræðan karl sem getur ekki sætt sig við þá hrömun sem fylgir ellinni. Hepburn leikur konu hans, Ethel, sem tekur öllu sem að höndum ber með jafnaðar- geði, jafnvel óþolandi geðillsku eiginmanns síns. Hjónkornin hreiðra um sig sumarlangt í sumar- bústað sínum við Gulltjörn. Við sögu kemur jafnframt dóttir þeirra hjóna og ungur piltur, Billy að nafni. Úr þessu öllu sýður Thompson saman sögu um gamlan geðillan karl sem nær að sætta sig við hlut- skipti sitt með aðstoð ungs drengs. Leikstjórinn Mark Rydell nær að halda vel utan um þetta viðkvæma viðfangsefni. Af þeim sökum ber On golden pond tilfinningar áhorf- andans aldrei ofurliði. Hún er einfaldlega falleg mynd, stórkost- lega leikin, og boðskapur hennar er algildur hvar og hvenær sem er. ★★* Tapað - fundið LOST IN AMERICA Framleiöandi: Marty Katz. Handrit: Albert Brooks, Monica Johnson. Leikstjórn: Albert Brooks. Aðalhlutverk: Albert Brooks, Julie Ha- gerty. Öllum leyfö. Á miðjum aldri ákveður David Howard að hefja leit að sjálfum sér. Hann og frúin selja allar eigur sinar og kaupa sér húsbíl. Síðan leggja þau upp í sögulega ferð um Bandaríkin. Eftir brösótta leit að lífshamingjunni snúa þau hjón aft- ur til New York og ákveða að hamingjuna geti alveg eins verið að finna við túngarðinn heima. Hér er við stjómvölinn Albert Bro- oks, sem er kunnur gamanleikari í Bandaríkjunum. Brooks er greini- lega hæfileikaríkur á sínu sviði en færist í þessu tilviki heldur mikið í fang. Hann hefði til dæmis átt að láta öðrum eftir leikstjórnina. Aft- ur á móti verður ekki frá honum tekið að handrit hans og Monicu Johnson skartar ýmsum bráð- fyndnum atriðum og Brooks á sjálfur ágæta spretti í hlutverki Davids hins ólánsama. Sömu sögu má segja um Julie Hagerty sem lék svo eftirminnilega örvingluðu flug- freyjuna í Airplane myndunum. Hún notar hér svipaða takta en hættir því miður nokkuð til að of- leika. í heild er Lost in America ágætis gamanmynd. Undir niðri er deilt á velferðarþjóðfélagið í vestri, þar sem mörgum gengur afskaplega illa að fóta sig. WVRNER HOME VÐEO ALBERI JULI6 BROOKS HAGERTY A dovm lo eaifh comedy Btt«111«IXlUfNtHmiAHtf, V'rilWAMHWiA" AjKWfiDOOttS JUtt-HMKMV 5 NMM te<T1«.*JuírV»'Y ÍWC TMm*H Mtw;r>yAmtaR?AWKW15TfW WWnntY/UFSFlfDOOKSA h/n:m.f* ioi»wc*r Pmuní.i»it^MAWv xat? f wtu-4(ki t»r f*itn gwx'r', +i Misheppnuð bylting REVOLUTION Framleiöandi:lrwin Winkler Handrit: Robert Dillon. Leikstjóri: Hugh Hudson. Aðalhlutverk: Al Pacino, Donald Sut- herland, Nastassja Kinski. Bönnuö yngri en 16 ára. Eftir að hafa horft á Revolution kemur manni helst í hug „stór- myntf“ Ciminos, Heavens gate. Þessi mynd Hugh Hudson sver sig ákaflega í ætt við það flopp. í Revolution er samt allt til alls. Frægir leikarar, stórkostleg leiktj- öld og tilkomumiklar bardagasen- ur. Þrátt fyrir það líður myndin áfram átakalaust, eins og sónn í síma. Barátta skinnsölumannsins Tom Dobb (Pacino) fyrir frelsi sínu og sonar síns, snertir áhorfandann ekki vitund. Því síður nær hin al- menna barátta fyrir frelsi banda- rísku þjóðarinnar að vekja einhver viðbrögð. Manni stendur nákvæm- lega á sama. Ástæðurnar fyrir kæruleysi áhorf- andans eru margvíslegar. Sú veigamesta er vafalaust að reynt er að segja sögu eins manns fremur en að lýsa byltingunni nákvæm- lega. Þessi einstaka saga er ákaf- lega laus í reipunum og nánast ótrúleg á köflum. 1 ofanálag mis- tekst Pacino gjörsamlega að glæða aðalpersónuna einhverju lífi. Þeg- ar svo er komið er ljóst að þessi byltingartilraun hefur mistekist hrapallega. Bandaríkin öðluðust að vísu sjálfstæði en hér stendur ekki steinn yfir steini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.