Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Utlönd ísrael - Egyptaland: Deilan um Taba leyst Nú virðist ekkert standa í vegi fyrir fundi þeirra Hosnis Mubarak, forseta Egyptalands, og Shimon Peres, forsæt- isráðherra Egyptalands, þar sem komist var að samkomulagi í gær um lausn Taba-deilunnEir svonefadu. Samið var um að deilan færi í gerð- ardóm og skuldbundu sig báðir aðilar til að hlíta úrsktuði hans. Mubarak hafði sagt fund óhugsandi meðan deilt væri um Taba-svæðið sem ísraelar náðu á sitt vald í sex daga stríðinu 1967. Taba-svæðið er á strönd Sinaiskaga og er það um einn ferkíló- metri að stærð. Bardagi í Líbanon Þrír hermenn frá Nepal særðust í suðurhluta Lfoanon í morgun þegar liðssveitir Sameinuðu þjóðanna lentu í skothríð milli líbanskra skæruliða og uppreisnarhers sem nýtur stuðn- ings Israels. Skæruliðamar réðust á útvarðar- stöð sem uppreisnarherinn hafði á valdi smu. Israelar svöruðu í sömu mynt og gerðu skotárás á nokkur þorp í grenndinni. Nokkrir uppreisnar- hermannanna særðust í viðureigninni. Noregur minnkar útflutning á olíu Tilkynnt var í Noregi í gær að út- koma í veg fyrir að olíuverð lækkaði flutningur á olíu mundi minnka um á heimsmarkaðnum vegna mikilla tíu prósent í nóvember og desember. birgða en OPEC-löndin komust að Var sú ákvörðun tekin til þess að samkomulagiumtakmarkaniríágúst. Bandaríkin: Gæslufyrirtækjum fjölgar vegna aukinna afbrota Mikil aukning afbrota í Bandaríkj- tækja sem bjóða öryggisgæsluþjón- unum undanfarin ár hefúr valdið ustu. Einkum eru það fyrirtæki sem gífurlegri þenslu í viðskiptum fyrir- bjóða einstaklingum öryggisþjónustu sem vaxið hefar fiskur um hrygg en þau sýna í dag þriðju mestu þenslu af öllum þjónustufyrirtækjum í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þessi, sem oft eru nefad leigulöggur, þjóna iðulega heilum hverfum. Til skamms tíma var starf- semi þeirra að mestu takmörkuð við eftirlitsferðir að kvöldi og nóttu. Mik- il aukning á afarotum að degi til hefur þó valdið því að nú er eftirliti víða haldið uppi allan sólarhringinn. Lögregluyfirvöld hafa af því nokkrar áhyggjur að þessi aukna eftirspum á sviði gæslu verði til þess að vinnu- brögðum við gæslu verði ábótavant þar sem fyrirtækin geti freistast til þess að hlaða of miklu á hvem varð- mann. Istanbúl: Fómarlömb sprengjutilræðis borin til grafar Viðamiklar öryggisráðstafanir vom viðhafðar í Istanbúl í gær er fóm- arlömb sprengjutilræðisins í bæna- húsinu þar í síðustu viku vom borin til grafar. Leiðtogar gyðinga víða að tóku þátt í athöfainni ásamt tyrkneskum emh ættismönnum og sendiherrum. Hin fáu óskemmdu sæti bænahúss- ins vom tekin frá fyrir ættingja hinna látnu en fyrir utan bænahúsið höfðu um 1.000 manns komið saman til að minnast fómarlambanna. VI KANer * VEISLUGESTIR HJÁ BORGARSTJÓRA Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, er væntanleg til Noregs í dag og mim hún eiga við- ræður við Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs. Er þetta í fyrsta skipti í meira en 25 ár sem forsætisráðherra Bretlands fer í heimsókn til Noregs. Gert er ráð fyrir að viðræðumar snúist aðallega um mengað regn og ágreining um verð á olíu en Thatc- her hefur verið mótfallin því að fara að tilmælum OPEC-landanna um að minnka útflutning á olíu vegna of- framleiðslu í heiminum. Efst á baugi verður þó líklega loft- Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra Noregs leggi hart að Thatcher að gera víðtækar ráðstafanir til meng- unarvama. mengun en miklar umhverfis- skemmdir verða vegna mengunar frá breskum verksmiðjmn sem berst til Skandinavíu með rigningu og snjó- komu. Forsætisráðherra Noregs vill að Bretland komi með í hóp þeirra landa Evrópu sem hafa sett sér það takmark að minnka loftmengun um 30 prósent á tíu árum. Breskir embættismenn segja að stjóm Thatchers sé að ræða um að verja miklu fjármagni til mengunar- vama með því að koma fyrir loftsíum á verksmiðjureykháfa. BLAÐIÐ SKIPTAR SKOÐANIR UM FJÖLDAUPPSAGNIR SEM VOPNIKJARABARÁTTUNNI í VIKUNNI * „Ég er dyggur stuðningsmaður rétt- lætismála," segir fréttamaðurinn Ólína Þorvarðardóttir. * „Ég skrifa af innri þörf," segir Elísabet Jökulsdóttir í stuttu spjalli í VIKUNNI. Smásagan DREPIÐ i DRÓMAeftir Elísa- betu birt í VIKUNNI. HANDAVINNA - KROSSGÁTUR - STREITUPRÓF - SLÖKUNARÆF- INGAR - OG MARGT FLEIRA í ÞESSARI VIKU Thatcher í heimsókn til Noregs í dag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.