Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986. Iþróttir „Einn erfið- asti lands- leikurinn“ - sagði Ragnar Margeirsson „ Við áttum alveg eins mikið í þessum leik og Frakkamir, þeir áttu ekki eitt einasta marktækifæri í fyrri hálfleikn- um,“ sagði Ragnar Margeirsson. „Þetta er tvímælalaust einn erfiðasti landsleikur sem ég hef tekið þátt í. Það er ólýsanlegur andi í þessum frá- bæra hóp og baráttan í þessum leik var gífurleg. Við urðum að vera sí- hugsandi í þessum leik. Það þýddi ekkert fyrir okkur að fara grimmt í Frakkana, þeir hefðu þá bara farið framhjá okkur. Þeir eru mjög tekn- ískir og hafa frábæru liði á að skipa,“ sagði Ragnar. -SK „Úrslitin eru sigur fýrir okkur“ - sagðí Hafsteinn Guðmundsson „Ég get nú ekki neitað þvi að mér fannst ðneitanlega vanta örlítið meiri baráttu í nokkra leikmenn íslenska liðsins í þessum leik en úrslitin eru engu að síður mjög góð fyrir okkur,“ sagði Hafeteinn Guðmundsson frá Keflavík en hann var fyrsti landsliðs- einvaldur fslands í knattspymu og var á meðal áhorfenda á leiknum í gær. „Franska liðið er í heimsklassa og eitt besta liðið í dag og því em þessi úrslit tvímælalaust sigur fyrir okkur þrátt fyrir að jafntefli hafi orðið úrslit leiksins," sagði Hafsteinn. -SK „Gaman að koma til Englands - sagði Sigurður Jónsson „Það verður óneitanlega gaman að koma aftur til Englands og geta sagt mönnum þar að við höfúm gert jafri- tefli við Evrópumeistarana. Við lifum lengi á þessum úrslitum," sagði Sig- urður Jónsson. „Það var frábær stemmning í liðinu í þessum leik og ég hef sjaldan eða aldrei verið í landsliði þar sem stemmningin hefúr verið jafngóð. Þetta var æðislega gaman. Ég get ekki neitað því að ég lék ekki í minni uppáhaldsstöðu á vellinum. En ég leik í þeirri stöðu með landsliðinu þar sem Held segir mér að leika. Ég myndi jafnvel fara í markið,“ sagði Sigurður. -SK Sex íslensk sk< ILeikmenn íslenska landsliðs- ins áttu sex skot að marki ^ Frakkanna í gær. Amór . Guðjohnsen skaut þrívegis, l einu sinni yfir markið og ■ tvisvar framhjá. Sævar Jóns- í! son skaut einu sinni framhjá, * Sigurður Jónsson einu sipni I yfir og eitt skot var varið frá ^Ásgeiri Sigurvinssyni. Frakk- amir áttu aftur á skot að íslenska n þeirra framhjá, þij skot þeirra varði urðsson. •Islendingar von um dæmdir rangst um, þrívegis í fyrr tvívegis í þeim síð aldrei rangstæðir. „Sigumnsson er frábær“ - sagði Frakkinn Bemard Genghini • Sigurður Jónsson hlakkar til að —g|a enskum frá úrslitunum. DV-mynd GS „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur en ég get ekki neit- að því að ég er vonsvikinn. Við vonuðumst til að sigra þó ekki væri nema 1-0. Jafntefli setur strik í reikn- inginn hjá okkur. Við erum í erfiðum riðli í Evrópukeppninni og þetta er slæmt. íslenska liðið er erfitt heim að sækja og við sköpuðum okkur varla marktækifæri. íslendingar áttu jafn- teflið fyllilega skilið,“ sagði Bemard Genghini, sem nú kom inn í franska liðið eftir nokkra fjarveru, eftir leik- inn. - Hver var bestur íslendinga? „Ég þekkti Ásgeir Sigurvinsson fyrir og vissi að hann er frábær leikmaður. En það em fleiri góðir í íslenska lið- inu. Framherjamir em fljótir og þeir em góðir skallamenn sem verður að hafa góðar gætur á,“ sagði Genghini. -SMJ •Genghlni er hrifinn af Ásgeiri Sigurvlnssyni. DV-mynd GS „Með siv hefðumvi - sagði Sigi Held „Þetta var að mörgu leyti mjög góður leik- ur og þá sérstaklega hjá íslenska liðinu. Ég tel að Frakkamir hafi einnig sýnt góðan leik og það er ekki hægt að skýra þennan árangur á þeim forsendum að Frakkamir hafi verið slakir. Með smáheppni hefðum við getað unnið þennan leik því við áttum fleiri færi en þeir,“ sagði Sigi Held landsliðs- þjálfari eftir leikinn í gær. „Ég vil ekki taka neinn sérstakan út úr íslenska liðinu, þeir léku allir vel. Þeir -iJgj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.