Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Síða 31
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986.
31
i>v Sandkom
Páll ætlaði aö sjá um gerö „The
Golden Circle" en ekkert varö af þvi.
Gullni
hringurinn
Túristarútan Þingvellir -
Gullfoss - Geysir er oft kölluð
„gullni hringurinn." Ekki vit-
um við nein deili á þeim sem
var svo hugmyndaríkur að
finna upp þessa nafngift en
hann ætti vitaskuld að verð-
launa á einhvem hátt.
Á hinn bóginn vita menn
um mílulanga videomynd sem
gerð var um hringinn. Upphaf
þeirrar sögu er það að búnað-
arsamband héraðsins ákvað
að gera heimildarmynd um
sveitina og þá sem þar búa.
Páll Magnússon, fréttastjóri
Stöðvar 2, átti upphaflega að
hafa umsjón með myndgerð-
inni. En hann gekk úrskaft-
inu og ákváðu bændur þá að
sjá um þetta sjálfir.
Var nú lagt af stað með upp-
tökuvélina og bændur og
búalið myndað á traktomum,
með hrífuna, í smalamennsku,
við mjaltir og öll önnur hugs-
anleg sveitastörf. Var myndað
bæði á jörðu niðri og úr lofti.
Þegar nóg þótti að gert stóðu
myndgerðarmennirnir uppi
með yfirgengilegt magn af efni
sem enginn hefði enst til að
horfaáíeinni lotu.
Á endanum varð það svo úr
að efni úr heimildasafninu var
notað til að búa til 20 mínútna
langa mynd. Henni er einkum
ætlað að kynna sveitina á er-
lendri grundu og því mun hún
einkum seld í minjagripabúð-
um hér. Og myndin ber nafn,
sem myndi sóma sér á hvaða
krimmafilmu sem væri: „The
Golden Circle."
Það var ekkert númer skrlfaö ð sim-
ann.
Þaðvar lóðið
Það kunna fleiri að bjarga
sér út úr vandræðum en hann
Ómar Ragnarsson. Nýlega
fréttum við af konu einni sem
hugðist drýgja tekjumar með
því að passa böm á kvöldin.
Hún auglýsti og var þegar
pöntuð í hús kvöldið eftir.
Þegar þangað kom bað
húsráðandi hana að senda fyr-
ir sig símskeyti meðan hún
sæti yfir. Konan gerði eins og
fyrir hana var lagt. En þegar
stúlkan á stöðinni spurði á
hvaða númer ætti að skrifa
skeytið uppgötvaði bamapían
að það var ekkert símanúmer
skrifað á símann svo sem víð-
ast tíðkast.
Nú var úr vöndu að ráða því
ekki vildi hún svíkja vinnu-
veitenduma.
Og allt í einu datt henni ráð
í hug. Hún bað símastúlkuna
að bíða andartak meðan hún
skytist til að athuga hvort
ekki væri nafn á dyrabjöll-
unni. Eftir smástund kom hún
aftur í símann og sagði sigri
hrósandi:
„Nú hefég nafnið, skrifaðu
skeytið bara hjá Friedland.“
Blái fuglinn
Það telst líklega sjaldgæft
að tiltekinn smáhlutur gangi
eins og rauður þráður í gegn-
um tilveru einhvers. Þetta á
þó við um hana Hönnu Elías-
dóttur svo sem fr am kemur í
viðtali við hana í nýjustu
Viku.
Hanna sá lengi um fjöl-
breyttan þátt í Vikunni. Sá
þáttur hét einfaldlega „Blái
fuglinn." Og hvers vegna?
„Ég var lengi að velta því
fyrir mér, hvað ég ætti að
skíra þáttinn minn í Vik-
unni,“ segir Hanna í viðtal-
inu. „Svo vill til að ég á lítinn
glerfugl, sem er blár á litinn.
Mér finnst hann mjög smekk-
legur og hann er mér kær.
Einhveiju sinni var ég að
virða fuglinn fyrir mér og þá
skaut þessari hugmynd niður
í kollinn á mér.“
Síðar kom svo í ljós að afi
eiginmanns Hönnu, Ingvar
Guðjónsson, síldarkóngur á
Siglufirði, seldi síld á erlendan
markað undir nafninu „Blái
fuglinn." Og nú hefur Hanna
opnað verslun, sem heitir auð-
vitað „Blái fuglinn."
Hanna Eliasdóttir.
Ólafur Stephensen.
Betur boðið
Auglýsingahópurinn Gott
fólk er, eins og margir vita,
innan vébanda Auglýsinga-
stofu Ólafs Stephensen. í
vikunni gaf að líta í Moggan-
um sannfærandi auglýsingu
unna af þessum ágæta hópi
þar sem tíundað var ágæti
spariskírteina ríkissjóðs. Var
tilkynnt að nú væru ný skír-
teini á leiðinni og að þau væru
„öruggasta fjárfesting, sem
völ er á“, eins og sagði í aug-
lýsingunni.
En aftar í blaðinu var önnur
auglýsing, ekki minna sann-
færandi, frá Fjárfestingarfé-
laginu. Þar stóð: „Við bjóðum
eigendum spariskírteina
hærri vexti, en ríkissjóður
býður með „skiptibréfum" sín-
um.“ Og merkilegt nokk! Þessi
auglýsing var gerð af Auglýs-
ingastofu Ólafs Stephensen.
Þetta kallar maður að
kunna að notfæra sér slags-
málin um sparifé fávíss
almúgans.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttlr.
Ogmundur til
Danmerkur
Ögmundur Jónasson, fréttamaður
ríkissjónvarpsins, mun um næstu
mánaðamót taka við starfi Boga
Ágústssonar i Danmörku. Bogi hefur
dvalið þar ytra í tvö ár sem fréttamað-
ur sjónvarpsiris.
Ögmundur sagði í samtali við DV
að þessi staða væri orðin fastur póstur
hjá sjónvarpinu og alltaf hefði verið
gert ráð fyrir að fréttamenn skiptust
á um að gegna þessu starfi.
„Þetta leggst vel í mig. Það er gott
að breyta til og komast í nýtt um-
hverfi, kynnast nýjum hugmyndum,“
sagði Ögmundur sem þegar er byijað-
ur að undirbúa búferlaflutningana.
Bogi Ágústsson mun taka við sínu
fyrra starfi á fréttastofu sjónvarpsins.
Ögmundur Jónasson fréttamaður ætl-
ar framvegis aö upplýsa sjónvarpsá-
horfendur um hvað er helst að gerast
hjá frændþjóðum okkar.
-APH
T'ircstonc
Torfæruhjólbarðar
sem skila
þérá leiðarenda
Þessir hjólbarðar hafa veriö marg-
prófaðir við erfiðustu aðstæður og
útkoman er stórkostleg. Þeir eru
þræisterkir og gripmiklir i torfæru-
akstri en samt þýðir og hljóðlátir á
malbiki.
Fáanlegir á mjög hagstæðu
verdi.
Stærðir:
215/75 R 15
235/75 R 15
30x9.50 R 15
31x10.50 R 15
32x11.50 R 15
33x12.50 R 15
255/85 R 16
m
ii (l
JOFUR
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 426I
SÍLDARNÓT
Góð síldarnót til sölu. Upplýsingar í síma
97-2320 á kvöldin.
Stórglæsilegur Ford Sierra XR 4i, hvít-
ur, árg. 1984. Ekinn 44 þús km.
Upplýsingar hjá Bílasölunni Braut, Skeifunni 11, sími
681502.
Alternatorar og startarar
fyrir japanskar bifreiðar.
HAGSTÆTT VERÐ.
Heildsala — Þyriil sf.,
smásala. Tangarhöfða 7
2. hæð
sími 685690
Innritun og upplýsingar í síma 83295
alla vírka daga frá kl. 13-22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS Armúiasz.
*