Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1986, Page 34
34
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1986.
Dægradvöl
Með nóg af ílátum, nesti og góðu skapi héldu allir sem vettlingi gátu valdið Mannskapurinn dreifði sér um svæðið og hóf hver að tína í sína dollu.
af stað.
Ber eru mannsins megin
Allir kannast við þá tilfinningu
sem grípur fólk á haustin og fær það
til að skríða fram og aftur um móa
og mela í leit að berjum. Enn aðrir
t setjast út í garð og tína rifsber af
samnefndum runnum. Berjatínslan á
sér engin aldurstakmörk, ungir sem
aldnir keppast við að tína í fötur,
kassa og alls kyns ílát og auðvitað
læðist eitt og eitt ber niður í maga.
Mismikið er tínt eftir því hvað gera
skal við berin, sumir eru einungis
að ná sér í eftirmat það kvöldið og
eru ber með rjóma þá borin fram,
þreyttum tínurum til mikillar
ánægju. Aðrir tína meira og láta sér
ekki nægja ber með rjóma eða skyri
heldur frysta þau og geyma eða nota
í sultu. Hvenær menn hófu fyrst að
tína ber er lítð um vitað. Líklegast
hefur það verið ekki löngu eftir að
land byggðist. Er líklegt að forfeður
okkar og mæður hafi fljótt uppgötv-
*■ að hvílíkur herramannsmatur berin
voru, auk þess sem þau voru alveg
ókeypis. Á seinni öldum þótti þetta
hin kjambesta fæða og hátíð í bæ á
haustin þegar ber voru í stað skósóla
um skeið.
Berjum er eins og öðrum veraldar
gæðum misskipt milli fólks og lands-
hluta. Sums staðar á landinu er
mikið um ber, svo mikið að hlíðamar
eru þaktar bláum breiðum. Fólk er
síðan misfundvíst á berjastaði, sumir
em alltaf að leita að góðum stað til
að tína á en einhverjir eiga sínar
lautir sem þeir fara i ár eftir ár og
koma heim með drekkhlaðna kassa
eins og hinir fengsælustu aflaskip-
stjórar. Til að kynnast berjatínslunni
af eigin raun brá DV sér í berjamó
á dögunum.
Ber út um allt
Berjasvæði hérlendis em fjölmörg
en að þessu sinni var stefnt á „mið-
in“ á Vestjörðum, nánar tiltekið við
Taglið i nágrenni Bíldudals. Tvær
reyndar beijadrottningar, Kolbrún
Dröfn og Ragnheiður Kristín, höfðu
fengist til að kenna kúnstina við að
tina ber. Þær stöllur hafa undanfarin
ár haldið til beija saman og ekki
verið síður fengsælar á berjamiðun-
um en eiginmennimir á fiskimiðun-
um. Vom þær greinilega öllum
hnútum kunnugar við undirbúning
og skipulagningu. Nóg af ílátum
þurfti að vera til staðar ef rúma átti
öll berin, nesti þurfti að útbúa og
auðvitað að hita kaffi. Þegar allt var
tilbúið, nóg bensin á bílnum og góða
skapið með í ferðinni var haldið af
stað.
Eftir nokkurra mínútna keyrslu
var stansað og bílnum lagt. Kerin,
nestið, að ógleymdu góða skapinu,
var tekið út og gengið af stað niður
hlíðina. Lítið sást til beija í fyrstu
og efasemdir heyrðust frá bömum
og blaðamanni um að hér væri vart
„stingandi ber“ að finna. Þeim efa-
semdum var vísað á bug og af hreinni
eðlisgáfu gengu þær stöllur í ótal
króka. í um það bil 100 metra fjar-
lægð frá veginum, inni í kjarri, mátti
sjá ber út um allt.
Mannskapnum var nú dreift um
svæðið og hver með sína dollu hóf
tínslu. „Við Vestfirðingar viljum
helst bara aðalbláber og hér er nóg
af þeim, láttu hin því bara eiga sig,“
sagði Kolbrún Dröfn í móðurlegum
tón enda fóstra að mennt.
Kaffið var kærkomin hressing
Tíminn flaug áfram, þama skreið
maður á hnjánum og tíndi ber í gríð
og erg. Kaffitími var kominn á auga-
bragði og þágu menn þessa kær-
komnu hressingu og hvíld frá
tínslunni. Eftir að nokkrum brauð-
sneiðum hafði verið sporðrennt var
haldið áfram við tínsluna og til
marks um kappið í þeim vinkonunum
má nefna að þegar nestisboxin höfðu
verð tæmd lýsti Ragnheiður Kristín
því yfir að þau skyldu fyllt líka.
Áfram var tínt en skyndilega
heyrðist hljóð úr homi, ein kmkka
hafði oltið og berin úr henni. Ekki
var þó um annað að gera en að tína
þau upp í aftur en óneitanlega var
þetta leiðinlegt óhapp. Yngsti þátt-
takandinn í ferðinni hafði verið
óvenju þögull um skeið og var því
farið að athuga hvemig honum mið-
aði. Sat hann alsæll i lautinni sinni
við hliðina á dollunni og athugaði
bragðgæði beijanna. Heldur var lítið
í dollunni en bláminn í kringum
munnvikin sýndi að sennilega væri
meira í maga hans.
Allt tekur enda
Eins og allt tekur enda hlutu ker-
öldin að fyllast. Þegar allt hafði verið
fyllt, nestisbox, plastpokar og
kökubox, var haldið heim á leið. Nóg
var þó eftir af beijum og þótti þeim
Kolbrúnu og Ragnheiði súrt í brotið
að þurfa að skilja þau eftir. Ákváðu
þær að halda aftur til berja innan
nokkurra daga.
Heima var slegið upp veislu og í
eftirmat vom nýtínd ber með sykri
og rjóma. Við vaskinn biðu svo
staukamir fullir af berjum sem áttu
að fara í sultu og frysti.
Allir í berjamó
Að fara í berjamó er ekki einungis
ábatasamt heldur einnig hin besta
skemmtan, auk þess sem allir hafa
gott af útivemnni. Fleiri ættu að
taka það upp hjá sér að fara með fjöl-
skylduna í berjamó í sunnudagsbíl-
túmum því margar hendur vinna
létt verk. Einn eftirmiðdagur úti í
náttúmnni hjá fjölskyldunni við
beijatínslu er ánægjulegur á meðan
á tínslunni stendur svo og allan vet-
urinn þegar afraksturinn er dreginn
fram og hans neytt.
Auðvitað em berjalöndin misjöfn
og menn þurfa að leggja á sig við
að leita góðar lautir uppi en þegar
þær em fundnar er hægt að tína þar
ár eftir ár. Eins og Kolbrún sagði:
„Ef farið er út úr þílnum og gengið
í smástund og rýnt í lyngið þá finna
allir ber sem leggja sig fram. Sérstak-
lega vilja þau leynast í kjarri." Með
þessum ráðleggingum em allir hvatt-
ir til að skella sér í berjamó því það
fer hver að verða síðastur að grípa
berin á meðan þau gefast. Innan
skamms mun Vetur konungur fjar-
lægja þau með frosti sínu.
JFJ