Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Qupperneq 1
Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090 Gömlu dansarnir á föstudags- og laugar- dagskvöld. Hljómsveitin Drekar leikur fyrir dansi. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Ríó Tríó ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar skemmtir í Broadway í kvöld og annað kvöld. Evrópa v/Borgartún . Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Glæsibær við Álfheima, Reykjavík, sími 685660 Hliómsveitin Kýprus leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Ölver opið alla daga vikunnar. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík, sími 81585 Diskótek föstudags*. laugardags- og sunnudagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur fyir gömlu dönsunum á sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöJd. Tískusýning öll fimmtu- dagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leik- ur fyrir dansi um helgina. Dúett André Bachmann og Kristjáns Óskarssonar leik- ur á Mímisbar Kreml við Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Opið föstudags-. laugardags- og sunnu- dagskvöld. Leikhúskjallarinn v/Hverfisgötu, Reykjavík, sími 19636 Dansleikur á föstdags- og laugardags- kvöld. Sigtún v/Suðurlandsbraut, Reykjavík, sími 685733 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Roxzy við Skúlagötu Hljómsveitin MX 21 leikur ásamt Rauðum fletum í kvöld. Á laugardagskvöld leikur MX 21 ásamt sveitinni Koddum og á sunnudagskvöld koma Nick Cave og hljómsveitin Bad Seeds fram. Upp og niður, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312 Opið föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Marilyn Monroe tekur á móti gestum með glæsibrag. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333 Dans- og dægurlagasveitin Santos og Sonja leika fyrir dansi föstudags- og laug- ardagskvöld. AKUREYRI H-100 Diskótek á öllum hæðum hússins föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Sjallinn Fjörið í Sjallanum föstudags- og laugar- dagskvöld. Meðlimir Mezzoforte eru Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur Briem, Noel McCall, Jóhann Ásmundsson og Friðrik Karlsson. MEZZOFORTE (FEATURWG NOEL McCALLA) Mezzoforte með hljómleika Hljómsveitin Mezzoforte hefur nú lokið vinnslu 7. hljómplötu sinnar sem kallast No Limits. Þessi plata mun koma út á næstunni og ætlar hljómsveitin að fylgja út- gáfunni úr hlaði með hljómleika- ferð um Evrópu í október og nóvember. Mezzoforte byrjar hljómleika- reisu sína með hljómleikum í Broadway í kvöld, 24. október. Hljómsveitin verður aðeins með þessa einu tónleika hér á landi en heldur síðan til Sviss, Þýskalands, Danmerkur og Noregs. Alls mun Mezzoforte leika á 30 hljómleikum í þessari ferð. Meðlimir Mezzoforte eru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðs- leikari, Friðrik Karlsson gitarleik- ari. Gunnlaugur Briem trommu- leikari. Jóhann Ásmundsson bassaleikari og söngvarinn Noel McCall sem Islendingar þekkja mætavel núorðið. Hann söng ein- mitt lagið This Is The Night sem vinsælt var hér á landi fvrir réttu ári. Hljómleikarnir hefjast um kl. 22 í kvöld og er aðgangseyrir kr. 600. Fegurðar- samkeppni í Hveragerði Annað kvöld, laugardagskvöld 25. október, mun handknattleiks- deildin í Hveragerði standa fyrir dansleik í Hótel Örk i Hveragerði. Þar mun fara fram fegurðarsam- keppni. Forkeppni fyrir fegurðar- samkeppni íslands. Þar munu um það bil 20 stúlkur keppa. Af þeim verða síðan sex eða sjö valdar í keppni sem fram fer í mars. Sú sem sigrar i þeirri keppni verður krýnd fegurðardrottning Suðurlands og mun síðan taka þátt í fegurðarsam- keppni íslands sem fram fer tveim mánuðum síðar. í forkeppninni annað kvöld verða 5 dómarar á staðnum. Þrír af þeim eru fulltrúar fyrir fegurð- arsamkeppni íslands. Þríréttaður matur verður seldur og síðan mun Hljómsveit Magnús- ar Kjartanssonar leika fyrir dansi. Kveraiaafhvarfið styrkt með tónleikum í Háskólabíói Næstkomandi sunnudag. 26. okt- óber, klukkan 14.00 verða tónleik- ar. sem Bubbi Morthens stendur fvrir. í Háskólabíói. Allur ágóði af þeim rennuróskipturtil Kvennáat- hvarfs í Revkjavík. Eins og flestum mun í fersku minni hélt Bubbi slíka tónleika í veitingahúsinu Roxzý í sumar og söfnuðust þá á þriðja hundrað þúsund krónur. Nú bætist í hópinn fjöldi valin- kunnra listamanna sem leggja Bubba lið til styrktar góðu málefni og má þár nefna Egil Ólafsson. Bjartmar Guðlaugsson. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Pétur Kristjáns- son. Valgeir Guðjónsson. Ragnar Bjarnason og Kristínu A. Ólafs- dóttur. Sala aðgöngumiða mun meðal annars fara fram í fvrramál- ið kl. 10-13 í útvarpshúsinu. Efstaleiti. en þar mun fjölmenn sveit tónlistarmanna með Bubba í fararbroddi selja miða og árita miða og veggspjöld. Fjölmenn sveit tónlistarmanna með Bubba i fararbroddi mun selja miða á tónleikana i fyrramáiið i útvarpshúsinu. Efstaleiti. Þjóðakvöld - þriggja tíma skemmtidagskrá Næstkomandi sunnudagskvöld hefst röð þjóðakvölda í veitinga- húsinu Evrópu við Borgartún. Á þjóðakvöldum þessum verður lagt kapp á að kynna hinar ýmsu þjóðir í Evrópu. Kynnt verður tón- list. tískufatnaður. matur og vörur. Einnig verður almenn umfjöllun um land og þjóð og myndbandasýn- ing. Bingó verður spilað og verða vinningar veglegir. Ferðaskrifstof- um verður "gefinn kostur á að kynna ferðir til þeirra staða sem þær skipuleggja ferðir til næsta ár. Söngskólinn fær þarna tækifæri til að leyfa efnilegum nemendum að spreyta sig. í kvöld er það Þýskaland sem kynnt verður. Ferðaskrifstofan Urval kvnnir ferðir til Þýskalands og þá sérstaklega til Daun Eifel en bingóvinningurinn er einmitt gef- inn af ferðaskrifstofunni. ferð fvrir einn til til Daun Eifel. Géstum verður boðið upp á fordrykk kl. 20.00-20.30 en síðan tekur við nærri þriggja tima skemmtidagskrá sem endar með dansi klukkan 1 eftir miðnætti. Það er Hermann Ragnar Stefánsson sem sér um allan undir- búning þessara þjóðakvölda. Forsala aðgöngumiða er á sunnu- daginn kl. 15—18. Rokktónleikar í norðurkjallara MH í kvöld, föstudagskvöld, verða haldnir rokktónleikar í norður- kjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 með leik hljómsveitarinnar Fast Cars sem kemur úr Menntaskólan- um í Reykjavik. Rauðir fletir spila síðan kl. 22.30 og upp úr kl. 23 mun hljómsveitin Langi Zeli og Skug- garnir leika. Aðgangseyrir verður 200 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.