Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Side 3
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986. 21 Það eru nemendur á fjórða ári Leiklistarskóla íslands, ásamt tveim gestaieikurum og einum nemanda á fyrsta ári, sem leika i leikritinu Leikslok í Smyrnu. Leiks- lokí Smyrnu Nemendaleikhús Leiklistar- skóla íslands hefur nú sitt tíunda starfsár með frumsýn- ingu á Leikslok í Smyrnu í leikgerð Horsts Laube, eftir samnefndu leikriti Goldonis. Þýðinguna gerði Árni Berg- mann. leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, leikmynd og búninga gerði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, lýsingu annast Ólafur Örii Thoroddsen og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, tónlist er eftir Hilmar Örn Hilmarsson. Nemendur á fjórða ári eru: Halldór Björnsson. Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir, en auk þeirra leika með tveir gesta- leikarar, þau Jón Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld. Einn nem- andi á fyrsta ári leikur með, en aðrir nemendur 1. árs sjá um tæknivinnu og aðstoð á sýning- um. Frumsýningin var í Lindarbæ í gærkvöldi, önnur sýning verð- ur á morgun, laugardag, og þriðja sýning verður á sunnu- daginn. Allar sýningar hefjast klukkan 20.30. Hægt er að panta miða í síma 21971 allan sólarhringinn. Mæðgur ræða stöðu sína í Hlaðvarpanum, í kaffisal á annarri hæð, er nú verið að sýna leikritið Veruleika eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Leik- stjóri er Helga Bachmann en leikmynd gerði Kjuregej Alex- andra Argunova. Leikendur eru Guðný Helgadóttir ög Ragnheiður Tryggvadóttir. Leikritið, sem gerist í nútí- manum, fjallar um mæðgur sem ræða saman eina dagstund. Þær ræða stöðu sína og gildi kvennabaráttu og hvað sú bar- átta hefur í raun gert fyrir þær. Næstu sýningar verða á laug- ardaginn og sunnudaginn og hefjast þær báðar klukkan 16.00. Örlygur sýnir verk sín Á morgun, laugardag, opnar Örl- ygur Sigurðsson sýningu á verkum sinum í Ásmundarsal í húsi Arki- tektafélagsins, Freyjugötu 41. Sýningin hefst kl. 15.00 og mun hún standa til sunnudagsins 9. nóv- ember. H UR %tn.HeirtutA s•'/PíR UVtiU £H?$iSKíi Kynóði huldumaðurinn úr Dulheimum svifur yfir hvilu eyfirsku heimasætunnar. VIKAN-VIKAN ER BLAÐIÐ ER BLAÐIÐ FEKK MINN HLUTA AF SKOMMUNUM segir Bogi Ágústsson, fréttamaður ríkissjónvarpsins í Kaupmannahöfn.í Vikuviðtalinu. GLÆSILEG VETRARTISKA Myndlistarkonan Asta Ólafsdóttir og verkin hennar í nýjustu Vikunni. Bókakynning Vikunnar: Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson. í tilefni af 75 ára afmæli Háskóla íslands: Stúdentapólitíkin skoðuð. Rætt við nokkra einstaklinga sem hafa haft afskipti af málefnum stúdenta við Háskóla íslands. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: „Við vorum hógværari en stúdentar eru í dag.' Össur Skarphéðinsson ritstjóri: „Ég var gasalega róttækur þá." Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs: „Snýst um það sama og fyrir tuttugu árum." Valgerður Anna Jóhannsdóttir blaðmaður: ".. .að berja hausnum við steininn..." Linda Rós Michaelsdóttir kennari: „Fáar konur virkar." Efni Vikunnar er geysilega fjölbreytt — kannaðu málið því VIKAN er blaðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.