Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Síða 6
28 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Alþýðuleikhúsið fmmsýnir söng- leik í Bæjarbíói Næstkomandi sunnudag, 26. okt- óber, kl. 15.00 frumsýnir Alþýðu- leikhúsið í Bæjarbíói, Hafnarfirði, söngleikinn Kötturinn sem fer sín- ar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Leikmvnd og búninga gerði Guðrún Erla Geirsdóttir. Lýsingu annast Lárus Björnsson. Tónlist og söngtextar eru eftir Ólaf Hauk Símonarson. Útsetningar annaðist Gunnar Þórðarson. Leikendur í verkinu eru Helgi Björnsson, Mar- ía Sigurðardóttir, Barði Guð- mundsson, Margrét Ólafsdóttir, Erla B. Skúladóttir, Gunnar Rafn Guðmundsson og Bjarni Ingvars- son. í söngleiknum Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir kvnnumst við villtum dýrum skógarins ásamt vil- limanninum áður og eftir að konan, sem ekki er villt, kemur til sögunn- ar. Tekið er við miðapöntunum all- an sólarhringinn í síma 50184. niynd:Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir heitir söngleikurinn og er eftir Ólaf Hauk Símonarson. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubíó Með dauðann á hælunum(8 Millions Ways to Die) er gamal- dags þriller sem býður upp á spennu í atburðarás og smáskammt af rómantík í kaupbæti. Jeff Bridges leikur einkaleynilögreglu- mann sem hefur hugann meira við flöskuna en vinnuna. Hann hefur hrökklast úr lögreglu Los Angeles vegna drykkju og tekur nú hvaða starfi sem er. Eru það yfirleitt störf sem aðrir ekki vilja sjá. Á vegi hans verður vændiskona ein sem biður hann um hjálp. Áður en hann veit af er hún myrt. Önnur vændis- kona, sem Rosanna Arquette leikur, verður til þess að hjálpa honum. Tónabíó Krossgötur (Crossroads) er kvik- mynd um blues og þá sem hann leika. Karatestrákurinn Ralph Macchio leikur ungan gítarsnilling sem er í klassísku námi en er hrifn- ari af blúsnum. Hann leitar uppi gamlan bluesmeistara sem er í fangelsi og hjálpar honum að strjúka. Saman fara þeir suður á bóginn með munnhörpuna og gít- arinn og lenda í ýmislegum ævin- týrum sem endar með geysimikilli gítarkeppni. Mynd fyrir alla blu- esáhugamenn. Regnboginn Þeir sem enn hafa ekki séð Hönnu og systurnar ættu að gera það sem fyrst. Woody sannar hér enn einu sinni að hann er einn allra fremsti kvikmyndagerðarmaður sem uppi er í dag. Myndin er gam- ansöm lýsing á fjölskyldu einni í New York. Og til að fullkomna verkið eru úrvals leikarar í öllum hlutverkum. Þá hefur Regnboginn hafið sýningar á nýrri danskri kvikmynd, í skjóli nætur (Midt om natten), sem stjómað er af reyndum dönskum leikstjóra sem íslending- ar ættu að kannast við, Erik Balling. Hefur þessi mynd fengið lofsamlega dóma í heimalandi sínu. Bíóhöllin Nýjasta kvikmynd John Car- pentér, Stórvandræði í Litlu Kína (Big Troubles In Little China), er gamansöm ævintýramynd þar sem Kurt Russel leikur Jack Burton sem er rogginn með sjálfan sig en verður svo lítið úr öllu sem hann gerir. Myndin gerist í Kinahverf- inu í San Francisco og fer hann þangað til að leita að unnustu vin- ar síns. Stórvandræði í Kína er fyrst og fremst skemmtimynd sem allir ættu að hafa gaman af. Stella í orlofi Stella í orlofi er nýjasta íslenska kvikmyndin. Er þarna á ferðinni gamanmynd sem á mikið skylt við farsa. Hefur myndin fengið já- kvæðar viðtökur bæði gagnrýn- enda og áhorfenda, enda mikið og gott lið íslenskra leikara sem leik- ur í myndinni. Ber þar fyrst að nefna Eddu Björgvinsdóttur er leikur titilhlutverkið Stellu. Þá má nefna Þórhall Sigurðsson (Ladda) og Eggert Þorleifsson sem báðir eiga auðvelt með að kitla hlátur- taugar áhorfenda og ekki síðri gamanleikarar eru Sigurður Sigur- jónsson, Gísli Rúnar Jónsson og Bessi Bjamason. Af þessu má sjá að Stella í orlofi er í góðum hönd- um. Leikstjóri myndarinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir. Á þessum krepputímum í íslenskri kvik- myndagerð er alltaf virðingarvert þegar áhugasamir kvikmyndagerð- armenn leggja út í ævintýri á borð við það að gera kvikmynd. Er von- andi að íslenskir bíógestir fjöl- menni á Stellu í orlofi sem er afþreying af bestu gerð. Kvikmyndahús Bíóhúsið Glæný gamanmynd, Á bakvakt (Off Beat), er sýnd í Bíóhúsinu þessa dagana. Aðalhlutverkið leik- ur Judge Reinholds sem vakti fyrst athygli í Beverly Hills Cop þar sem hann lék á móti Eddie Murphy. Hér leikur hann utanbæjarmann sem tekur að sér lögreglustörf um stundarsakir. Háskólabíó Rutger Hauer leikur aðalhlut- verkið í Hold og blóð (Flesh And Blood) sem er ævintýramynd um tvo karlmenn sem berjast um eina konu. Það er Jennifer Jason Leight sem fer með hlutverk konunnar. Leikstjóri er Hollendingurinn Paul Verhoven sem á sínum tíma kom Rutger Hauer á framfæri. Laugarásbíó I skugga Kilimanjaro er ný bandarísk spennumynd er gerist í Kenýa. Hópur bandarískra ljós- myndara verður fyrir barðinu á öpum sem í fyrstu virðast eingöngu fjandsamlegir en fara að ráðast á mennina þegar þeir hafa ekki nóg að borða. Það sem í fyrstu virðist minni háttar vandamál verður að meiri háttar baráttu milli apa og manna. _HK Hvaö er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina Sýningar Sædýrasafnið Opið alla daga kl. 10-17. Galleri Gangskör Sýning Sigrid Valtingojer á pastelmynd- um og teikningum og Kristínar ísleifs- dóttur á keramik hefur verið framlengd til sunnudagskvölds. Slunkaríki ísafirði Nú stendur yfir í Slunkaríki á Isafirði sýning Rögnu Hermannsdóttur. Á sýning- unni eru einkum tréristur og steinþrykks- myndir og eru þær allar unnar á síðustu tveimur árum. Sýningin stendur til 2. nóv- ember. Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17 Þar stendur yfir sýning Septem -hópsins. Gallerí Borg, Pósthússtræti. Á þriðjudaginn kemur lýkur upphengi þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Jóns Axels Björnssonar á málverkum. Magnús sýnir fimm málverk, .fjögur þeirra undir gleri, og öll unnin með blandaðri tækni. Auk þess sýnir hann allmörg mónaþrykk. Jón Áxel sýnir fimm olíumálverk, sem öll eru unnin á þessu ári. Galleríið er opið daglega frá kl. 10-18 og 14-18 um helgar. Gallerí Langbrók-Textíll Bókhlöðustíg 2 Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16. Gallerí Hallgerðar Guðrún Gunnarsdóttir sýnir vefnað og klippimyndir. Sýningin er opin kl. 14-18 alla daga og stendur til 2. nóvember. Kjarvalsstaðir Miklatúni Á morgun verða opnar þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum. Björgvin Sigurgeir Har- aldsson opnar sýningu á myndverkum sínum. Erla B. Axelsdóttir sýnir u.þ.b. 40 pastelmyndir. Erla vinnur í olíu, pastel og kol og eru öll verkin til sölu. í vestur- sal opnar Karólína Lárusdóttir sýningu á olíumálverkum, vatnslitamyndum og graf- ík. Verkin eru öll unnin á sl. ári. Sýning- arnar verða opnar daglega kl. 14-22 og standa þær til 9. nóvember. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Heike I. Hartmann sýnir 18 vatnslita- myndir. Sýningin stendur til 9. nóvember. Norræna húsið f sýningarsölum er sýning Edwards Munch - 40 olíumálverk eftir hinn heims- fræga norska listamann. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stendur til sunnu- dagsins 2. nóvember. I anddyri hússins er sýning á grafikverkum eftir norsku lista- konuna Önnu-Evu Bergman. Hún er fædd 1909. Hún nam við listaháskólann í Osló en hélt síðan til Parísar. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum víða um heim. Nýlistasafnið Vatnsstíg Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Níels Hafstein og ber hún yfirskriftina List og fagurfræði. Verkin á sýningunni eru byggð á dýptarskyni í tvívídd og þrí- vídd, nálægð og fjarlægð í tíma og hugsun. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 16-20 og um helgar frá kl. 14-20. Henni lýkur sunnudaginn 2. nóvember. Listasafn ASÍ, Grensásvegi Nú stendur yfir málverkasýning Péturs Halldórssonar í Listasafni ÁSÍ, Þetta er fyrsta einkasýning Péturs og eru á henni 25 myndir, aðallega olíu og akrýlmál- verk. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22. Sýningunni lýkur 26. október. Kaffiveitingar um helgar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinr, daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Listasafn íslands Þar stendur yfir yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar. Sýningin spannar all- an listferill Valtýs allt frá því að hann var við nám í Bandaríkjunum 1944 16 til verka frá þessu ári. Eru þar alls 127 verk, olíu- myndir, mósaík og gvassmyndir. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vönduð sýningarskrá og litprentað plakat. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 13.30-18 en kl. 13.30-22 um helgar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14- 16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.