Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986. 29 • Þaö verður róleg helgi hjá körfuboltamönnum um helgina. Aðeins einn leikur á dagskrá i úrvalsdeildinni, KR og Fram leika á sunnudagskvöld klukkan átta i Hagaskóla. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Róleg helgi hjá íþróttafólki - Einn leikur í úrvalsdeildinni Lítið verður um að vera á íþrótta- sviðinu hér innanlands um helgina. Ekkert verður leikið í 1. deildinni í handknattleik og aðeins einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Það er viðureign KR og Fram sem fer fram í íþróttahúsi Hagaskólans á sunnu- dagskvöld klukkan átta. Leikmenn Tindastóls frá Sauð- árkróki mæta suður um helgina og leika tvo leiki í 1. deildinni í körfu. Á morgun. laugardag. leika þeir gegn Grindavík í Grindavík og hefst leikurinn klukkan tvö. .4 sunnudag mæta ..stólarnir" frá Sauðárkróki ÍR-ingum en sá leikur fer fram í Seljaskóla og hefst klukkan tvö. Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna. ÍR mætir Keflavík í Selja- skóla á morgun klukkan 15.30. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Toyotan afhent á afmælishátíð ÍK íþróttafélag Kópavogs heldur há- tíðlegt 10 ára afniæli sitt. sem var fimmtudaginn 23. október. á morg- un. laugardaginn 25. október. Hátíðin fer frarn í íþróttahúsinu Digranesi og hefst klukkan fjögur. Á dagskrá eru verðlaunaafhend- ingar. ávörp og kaffiveitingar. og síðast en ekki síst verður afhentur vinningurinn í afmælishappdrætti 1K sem er glæsileg bifreið. Toyota Corolla Liftback. að verðmæti 485 þúsund krónur. Hún kom á miða nr. 251. Allir IK-ingar. sem og aðr- ir Kópavogsbúar og velunnarar félagsins. eru velkomnir og hvattir til að mæta. Hann segist vera guðdómlegur. Á sviðinu er hann kjaftfor og klúr. Þegar hann hefur fellt grímuna og náð af sér farðanum er hann ósköp venjulegur maður. Divine birtist í öllu sínu veldi í helgarblaðinu. Undanfarin fjögur ár hafa þeir spilað þungarokk í einrúmi enda áhangenda- hópurinn einstaklega þunnskipaður. Nú ganga þeir um með breskan plötusamn- ing í vasanum. Þetta er Gildran sem verðurá Rokkspildunni í helgarblaðinu. ★ Helgi Ágústsson var í eldlínunni meðan leiðtogafundurinn stóð. I helgarviðtalinu segir hann frá önn- um manns í utanríkisþjónustunni og leiðinni til frama. ★ Wilhelm V. Steindórsson, fyrrum hitaveitustjóri á Akureyri, svarar mótstöðumönnum sínum fullum hálsi í helgarblaðinu. Frjálst.óháö dagblað Á MORGUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.