Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1986, Síða 8
30 FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986. K Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson í dag er birtur dálítið breyttur DV listi. Framvegis verða ýmsar stórar leigur úti á landsbyggðinni hafðar með í vinsældavalinu. Ekk- ert nema gott um það að segja. Frigth nigth hreppir efsta sætið þessa vikuna. Maðurinn í rauða skónum fylgir fast á eftir. Hryll- ingsmyndin House fer beint í sjöunda sætið. I tíunda sætið fer spennumyndin Jackals. Framvegis verður einungis birtur listi yfir fimm vinsælustu þættina. Á þeim lista er Far countrv í efsta sæti sem fvrr. Gamanmyndin Down and out í Beverlv Hills tekur stórt stökk á bandaríska listanum. úr 29 í annað sæti. Ný mvnd fer í tíunda sætið. Þar í Goldie Hawn á ferð í sinni nvjustu mvnd. Wild cats. -ÞJV DV-LISTINN MYNDIR 1. (4) Frigth Nigth 2. (3) The Man With One Red Shoe 3. (1) Teen Woolf 4. (5) Runaway Train 5. (3) Black Moon Rising 6. (8) Defence of the Realm 7. (-) House 8. (7) Subway 9. (6) Quicksilver 10.(-) Jackals ÞÆTTIR 1. (1) The Far Country 2. (3) The Twiligth Zone 3-4 3. (4) Pétur mikli 4. (2) If Tomorrow Comes 5. (7) Robbery Under Arms BANDARIKIN 1. (1) Out of Africa 2. (29) Down and out in Beverly Hills 3. (2) Gung Ho 4. (3) Murphy’s Romance 5. (6) Young Sherlock Holmes 6. (20) Crossroads 7. (8) Back to the Future 8. (5) Iron Eagle 9. (7) The Jewel of the Nile 10.(-) Wild Cats irkYi Haldiö að heiman RACING WITH THE MOON Útgefandi: Háskólabió. Framleiðendur: Alain Bernheim, John Kohn. Handrit: Steven Kloves. Leikstjóri: Richard Benjamin. Aðalhlutverk: Sean Penn, Nicholas Cage, Elisabeth McGovern. Öllum leyfð. Síðari heimsstyrjöldin er í al- gleymingi. Penn og Cage leika tvo pilta sem hafa skráð sig í ameríska herinn. Það gengur ýmislegt á síð- ustu vikurnar áður en þeir mæta í æfingabúðirnar. Annar verður ást- fanginn, hinn barnar stúlku. Vandamálin sem því fylgja eru mýmörg. Sá ástfangni lendir upp á kant við kærustuna og hinn á ekki fyrir fóstureyðingu. Allir hnútar leysast þó áður en félagarnir stökkva upp í lestina sem flytur þá í herbúðirnar. Þeir veifa til ástvin- anna í kveðjuskyni. Racing with the moon er gerð 1984 um það leyti sem þeir Penn og Cage voru að skapa sér nafn í kvikmyndaheiminum. Báðir fara vel með hlutverk sín í mvndinni. Cage er þessi grófi piltur sem hann hefur oftar túlkað í mvndum eins og Once up on a time in America og Birdy. Penn er aftur á móti mun fágaðri leikari og tekst oft bráðvel upp í þessari mynd. Hann er eins og flestir vita orðinn eitt af stóru nöfnunum í Hollywood. Það á hann ekki síst að þakka frammistöðu sinni í Racing with the moon og auðvitað Fálkanum og snjómann- inum. Elisabeth McGovern kemur einnig nokkuð við sögu í mynd- inni. Hún leikur unnustu Penn og sýnir mikla yfirvegun í því hlut- verki. Racing with the moon er í alla staði vönduð mynd. Leikstjórinn, Richard Benjamin, stjórnar öllu af röggsemi og missir aldrei tökin á annars klisjukenndum efniviði. Að auki er frammistaða leikaranna með miklum ágætum. Þægilegri afþreyingu er vart hægt að hugsa sér. Ast er... Penn og McGovern í þungum þönkum. ★★ rj Sá gairtli MURPHY'S LAW Útgefendur: Cannon/Tefli. Leikstjóri: J. Lee Thopmson. Aöalhlutverk: Charles Bronson, Kathaleen Wil- hotte. Bönnuð börnum. ISLENSKUR TEXTI Glæný mynd með Charles Bronson. Gam- alt efni. Hann leikur lögreglumanninn Murphv sem ranglega er sakaður um morð á fyrrverandi eiginkonu sinni og settur í steininn. Ekki þarf að orðlengja það frekar en Murphy strýkur úr prísundinni með stúlku eina í eftirdragi. Hann byrjar að leita að þeim seka með lögregluna og nokkra mafíósa á hælunum. Murphys law er eins dæmigerð Bronson nivnd og frekast má vera. Stúlkan skiptir litlu máli til eða frá þó Kathaleen Wilhotte steli algerlega senunni frá þeim gamla í hlutverki hennar. Barátta Bronson gegn ofureflinu er söm við sig. Hann vinnur allt- af. Hitt er annað mál að myndin er fagmann- lega gerð enda leikstjórinn J. Lee Thompson enginn aukvisi í gerð hasarmynda. Mörg atriðin eru snotur ef hægt er að nota það orð um blóðuga bardaga. Murphy’s law er að því leyti miðlungs afþreying fyrir unn- endur spennumynda. En mikið er sá gamli orðinn þreytulegur. Engir aukvisar ABSOLUTE BEGINNERS Útgefendur: Goldcrest/Háskólabíó. Leikstjóri: Julian Temple. Aðalhlutverk: Eddie O’connel, Patsy Kensit. Öllum leyfö. Ein metnaðarfyllsta mynd Breta í langan tíma. Absolute beginners er bvggð á sögu Colin Macinnes sem segir frá lífi táninga í London á síðari hluta fimmta áratugarins. Ój/rúttnir sölumenn vaða uppi og selja tán- ingum hvers konar tískuvörur. Allt iðar af lífi og fjöri. Sagan er sögð í tali og tónum. Ekki síst er keppst við að hafa allar sviðsetningar sem glæsilegastar. Önnur eins leiktjöld hafa ekki sést í kvikmynd síðan Hollvwood söng- leikirnir voru upp á sitt besta. O’connel og Kensit standa sig ágætlega í hlutverkum aðalpersónanna. Vert er einnig að geta höf- uðpaurs hljómsveitarinnar Kings, Ray Davis, sem bregður fyrir í litlu en áhrifa- miklu hlutverki. Tónlistin í myndinni er í höndum valin- kunnra tónhstarmanna sem kunna sitt fag. Reyndar má segja það um flest sem mynd- inni viðkemur. Absolute fyrir augu og eyru. Slíkt á tímum. beginners er fremur er veisla fáséð nú Landa- mæraerjur JACKALS Útgefendur: Skouras pict./Skallavideó. Leikstjóri: Gary Grillo. Aðalhlutverk: Wilford Brimley, Jack Lucarelli. Bönnuð börnum. Fjandinn er laus við landamæri Mexico. Löggan Jake Wheeler kúgar mexíkanska inn- flytjendur. Tveir aðrir lögreglumenn reyna að rétta þeim kúguðu hjálparhönd. Eltinga- leikir, skotbardagar, fleiri eltingaleikir. Wheeler liggur í valnum og annar hinna líka. Þokkalega gerð spennumynd af ódýrari gerðinni. Helstu veikleikar: Slappt handrit og heldur hæfileikalitlir leikarar. Skotbarda- gamir standa þó allténd fyrir sínu. Tónlist íþróttir Hryllingsmynd Fullorðinsmynd 0 Gamanmynd Vísinda- skáldsaga Hasarmynd Fjölskyldumynd O O Barnamynd Astarsaga Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.