Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Síða 3
FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Rás 2 sunnudag kl. 15.00: Tónlistar- kross- gáta nr. 65 Sunnudaginn 16. nóv. kl. 15.00 verður Jón Gröndal með 65. tón- listarkrossgátuna á rás 2. Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins, rásar 2, Efstaleiti 1,108 Reykjavík, merkt Tónlistarkrossgáta. Rás 2 laugardag kl. 10.00: Líkið í rauða bílnum er heiti bókar sem Ólafur Haukur Símonarsson er að gefa út þessa dagana. Af þvi tilefni ræðir Ásta R. Jóhannesdóttir við hann í morgunþætti sínum á Rás 2. Fleiri gestir koma í heimsókn, þar á meðal Lára V. Júlíusdóttir, formaður Kvenréttindafélagsins. Ásta mun spjalla við hana um konur og prófkjör. Einnig mun Sigmar B. Hauksson mæta með nýja matreiðslubók undir hendinni og tala eilítið um verk sitt. Auk þess verður rætt um vatns- rúm, sem marga þyrstir í að vita sitthvað um, og margt fleira verður í Morgunþættinum. Sjónvarpið sunnudag kl. 20.05: Bein útsending frá íslensku óperunni Á sunnudagskvöld strax á eftir fréttum hefst í sjónvarpinu bein útsending frá íslensku óperunni í Gamla bíói á óperu Verdis, II Trovatore. Persónur og einsöngvarar eru Luna greifi: Kristinn Sigmundsson, Leonora: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Azucena: Hrönn Hafliða- dóttir, Manrico: Garðar Cortes, Ferrando: Viðar Gunnarsson, Inez: Elísabet Waage, Ruiz: Hákon Oddgeirsson. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar leika og syngja. Hljómsveitar- stjóri: Anthony Hose. Leikmynd og búningar: Una Collins og Hulda Kristín Magnúsdóttir og leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Rás 2: Fréttir sjö siimum á dag Fréttir eru nú sagðar sjö sinnum á dag frá mánudegi til föstudags. Þriggja mínútna frétt- ir koma frá fréttastofu útvarps klukkan 9,10, 11,15, 16 og 17 og auk þeirra er hádegisfréttum útvarpað á báðum rásunum klukkan 12.20. Á laugardögum er einn fréttatimi, kl. 12, auk frétta á ensku kl. 18. Þær eru í um það bil tíu mínútur og eru í umsjón Hope Millington. Fréttir á ensku eru nýmæli á rás 2 og er ætlunin að þær verði á þessum tíma í vetur. A hljómleikunum koma fram frægustu tónlistarmenn heims o.fl. Sjónvarpið sunnudag kl. 16.15 Martin Luther King heiðraður Hljómleikar til heiðurs Martin Luther King er nýr, bandarískur sjónvarpsþáttur þar sem hljómlistarmenn og aðrir heiðra minningu blökkumannaleiðtogans í tali og tónlist á fæðing- ardegi hans. Kynnir er Stevie Wonder en auk hans koma fram Harry Belafonte, Bill Crosby, Joan Baez, Bob Dylan, Neil Diamond, A1 Jarreau, Lionel Richie, Whitney Houston, Diana Ross, Quincy Jones, Peter, Paul og Mary, Pointersystur, Elizabeth Taylor og margir fleiri. Þýðandi er Kristmann Eiðsson. Ríkisútvarpið, rás 1, kl. 16.20: Vígslan Bylgjan laugardag kl. 18.30: í fréttum var þetta ekki helst í þætti þessum munu þau Edda Björgvinsdóttir og Randver Þorláksson gera góðlátlegt grín að atburðum líðandi stundar. Efumst við ekki um að hvalamálið verði tekið á beinið og krufið til mergjar á annan hátt heldur en gengur og gerist í heimi annars konar fagmanna. Er ekki gott að fá hina hliðina á málunum? Gróf handtök (Rough Cut) verður sýnd á Stöð 2 hálftíma fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Myndin er bandarísk og íjallar um vel klæddan þjóf sem hyggur á dem- antarán með hjálp fagurrar konu. Þetta gengur ekki átakalaust því leynilögreglu- maðurinn kemst á snoðir um ráða- brugg þeirra. Aðalhlutverk leika Burt Reyn- olds, Lesley- Anne Down og David Niven. Stöð 2 laugardag kl. 23.30: Bandarísk gamanmynd Vel valinn dúett fer meö aðalhlutverk í seinni mynd Stöðvar 2 á laugar- dagskvöld. Sjónvarpið laugardag kl. 21.30: Rebekka Alfreds Hitchcocks Annað kvöld verður bíómynd kvöldsins bandaríska óskarsverðlaunamyndin Rebekka. Myndin er gerð eftir sögu Daphne du Maurier og fjallar um breskan óðalseiganda sem geng- ur að eiga unga og óreynda konu sem hann kynnist í leyfi. Unga húsmóðirin kemst að raun um það að hún á skæðan keppinaut sem er Rebekka, fyrri kona óðalseigandans. Margt er á huldu um afdrif hennar en upp koma svik um síðir. Aðalhlutverk er í höndum Laurence Oliver. Joan Fontaine, George Sanders og Judith Anderson. Leikstjóri er enginn annar en Alfred Hitchcock. Þýðandi er Sonja Diego. Myndin fjallar um breskan óðalseiganda sem gengur að eiga unga og óreynda konu. heitir 7. þáttur framhaldsleikritsins um Júlíus sterka sem verður á dagskrá rásar 1 á morgun kl. 16.20. Dagarnir í Litla-Dal voru hver öðrum lík- ir. Þar yar ekki mikið um gestakomur og ekki hafði Sigrún Jónasdóttir ennþá heiðr- að staðinn með fegurð sinni. En dag nokkurn var komið að því er Jónas bóndi og vinnumaður hans, Júlíus Bogason, voru að girðingaviðgerðum og Jónas hafði trúað vinnumanni sinum fyrir þvi að ýmsum hefði á sínum tíma þótt htið jafnræði með honum, fátækum vinnumanni, og Þóru, heimasæ- tunni í Lundi. Og svo hafði Sigrún Jónas- dóttir allt í einu birst með skilaboð um að þeir væru boðnir til veislu yfir á Lundi. Undan slíku boði var ekki hægt að víkjast þó Júlíusi Bogasyni væri það lítið tilhlökk- unarefni eftir það sem á undan var gengið í hans málum. Allt hafði þetta þó farið vel og Sigrún og hann voru aftur vinir. Leikendur í 7. þætti eru: Borgar Garðars- son, Þorsteinn 0. Stepliensen, Inga Þórðar- dóttir, Gísli Halldórsson, Róbert Arnfinns- son, Jón Júlíusson, Árni Trygvason, Bessi Bjarnason, Sigurður Skúlason, Margrét Edda Björgvinsdóttir bregður á leik i fréttum sem ekki eru helstar. Guðmundsdóttir, Jónína Jónasdóttir og Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Klemenz Jóns- son. Klemenz Jónsson leikstýrir framhaldsleik- ritinu um Júlíus sterka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.