Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1986, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986. Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson K DV-LISTINN [ MYNDIR 1. (1) Indiana Jones 2. (2) Spies Like Us 3. (-) Jagged Edge 4. (4) The Man With One Red Shoe 5. (3) Fright Night 6. (5) Teen Woolf 7. (6) Runaway Train 8. (8) Subway 9. (7) House 10.(9) Secret Admirer Indiana Jones er bæði á toppi DV listans og þess breska. Myndin fór í toppsæti breska listans meira að segja í einu stökki. í þriðja sæti DV listans er komin Jagged Edge. Annars er myndalistinn nánast. óbreyttur frá því í síðustu viku. Frekari myndaútgáfa breytir ör- ugglega einhverju þar um í næstu viku. Á þáttalistanum fara átök um efstu sæti harðnandi. Eins og er hefur framhaldið af Return to Eden vinninginn. Þegar eru komnar út fjórar spólur af átta. I öðru sæti er No return, áströlsk saga af óför- um nokkurra ferðamanna. Hold the dream er þar með fallin niður í annað sætið. Ekki er þar með sagt að sá draumur sé búinn. Emma og fjölskylda gætu enn sótt á. -ÞJV ÞÆTTIR 1. (2) Return to Eden 2. (5) No Return 3. (1) Hold the Dream 4. (3) The Far Country 5. (4) Robbery Under Arms I BRETLAND I 1. (-) Indiana Jones 2. (1) Teen Wolf 3. (6) Spies Like Us 4. (2) Death Wish 3 5. (7) Frigth Nigth 6. (3) Year of the Dragon 7. (4) Delta force 8. (5) A Nigthmare on Eim Street 9. (8) Goonies 10.(10) Prizzi’s Honor Hlegið að Hitler 0 TO BE OR NOT TO BE Útgefandi: Brooks films/Steinar. Framieiðandi: Mel Brooks. Handrit: Thomas Meehan, Ronny Gra- ham. Leikstjóri: Alan Johnson. Aöalhlutverk: Mel Brooks, Anne Banc- roft. Öllum leyfð. Mel Brooks er alveg dæmalaust heillaður af Hitler heitnum. Eða öllu heldur, honum finnst afskap- lega gaman að gera gys að honum. Þó Brooks hafi verið nokkuð mis- tækur kvikmyndagerðamaður í gegnum tiðina, þá flokkast To be or not to be tvímælalaust í hóp hans bestu mynda, eins og The producers, Blazing Saddles og Si- lent Movie. Myndin gerist í Póllandi í þann mund sem síðari heimsstyrjöldin er að hefjast. Þjóðverjar ráðast inn i landið og allt er í hers höndum. Leikhús stórleikarans Frederick Bronski (Brooks) og konu hans Önnu (Anne Bancroft) í Varsjá er í upplausn. Þau eiga meðal annars í útistöðum við Gestapó sem hefur þau grunuð um að vinna i þúgu andspyrnuhreyfingarinnar. Úr þessu öllu verður hinn skemmtilegasti farsi sem aldrei fer úr böndunum. Það kann að stafa af því að Brooks samdi ekki handri- tið og lætur Alan Johnson um leikstjórnina. Myndin er uppfull af bráðfyndnum atriðum og ein- stökum persónum. Enginn er betri en Charles Durning í hlutverki Gestapóforingja. Hann fer á kost- um og hlaut að verðleikum útnefn- ingu til óskarsverðlauna. Hjónakornin Brooks og Bancroft sleppa einnig bráðvel frá sínu, í hlutverki Bronski hjónanna. Einn- ig er vert að geta George Gaynes sem leikur frábærlega einn með- lima leikflokksins. To be og not to be er bráðhress gamanmynd. Hún ætti að létta landanum lund í svartasta skamm- deginu. Mel Brooks i eftirlætishlutverki sínu. Læknir í klípu STILL OF THE NIGHT Útgefandi: Warner/Tefli. Framleiðandi: Arlene Donovan. Handrit og leikstjórn: Robert Benton. Aðalhlutverk: Roy Scheider, Meryl Streep. Bönnuð yngri en 16 ára. Sjúklingur geðlæknisins Sam Rice (Scheider) er drepinn. Eftir fjölmörg viðtöl veit læknirinn ýmislegt um hagi þess myrta. Þessar upplýsingar vilja margir komast yfir, þar á meðal morðinginn. Til að byrja með grunar lögreglan vinkonu hins myrta, stúlku að nafni Brooke Reynolds (Streep). Þegar læknirinn fer sjálfur að rannsaka málið verður hann margs vísari. Hann kynnist Brooke og er sannfærður um sekt hennar fram á síðustu stundu. Annað kemur á daginn. Still of the nigth er á heildina litið prýði- legasta spennumynd. Plottið er kannski helst til flókið en gengur þó upp í lokin. Leikstjórinn Robert Benton, sem jafnframt skrifar handritið, sér til þess. I aðalhlut- verkunum eru tveir stórleikarar. Scheider leikur geðlækninn Sam af yfirvegun. Hann er of rólegur ef eitthvað er. Slíkt er líka eðli geðlækna. Streep er eins og heimalning- ur í hlutverki Brooke Reynolds. Persónan er dularfull, óútreiknanleg og taugaveikluð. Svoleiðis persónur eru hennar sérgrein. ★★ HeljarmemúÖ éQmoamiMxtsmitvim -.*<**. 5 *mc<*íT Luwstrow c*cmt cT&wot «at* xsm«tiw í*x* i hmp*- wv. m»fMxami m,wimiG&mm REMO Útgefandi: RCA/Skifan. Leikstjóri: Guy Hamilton. Aðalhlutverk: Fred Ward, Wilford Brimley. Bönnuö yngri en 16 ára. Gamli Bond leikstjórinn, Guy Hamilton, á heimaslóðum. Hröð ,,aksjónmynd“ þar sem söguhetjan getur hvað sem er. Eins og Bond. Upphaflega hét heljarmennið Ed Makin og var lögreglumaður. Leynileg deild tók hann hins vegar herskildi, breytti útliti hans og nafni. Remo Williams skal hann heita. Kóreskur meistari í sjálfsvörn er svo fenginn til að kenna honum að berjast að hætti austurlenskra. Hér sýnir Hamilton og sannar að hann hefur engu gleymt á þessu sviði kvikmynda- gerðar. Remo er frambærilegasta spennu- mynd. Remo sjálfur er aftur á móti afleitlega leikinn af Fred Ward. Gamla brýnið, Wil- ford Brimley, er mun traustari í hlutverki yfirboðara hans. ★★ Leiðin langa NO RETURN Útgefandi: Crawford/Arnar videó. Framleiðandi: Brendon Lunney. Handrit: David Boutland. Leikstjóri: John Power. Aðalhlutverk: John Waters,* Steve Jakobs. Bönnuð yngri en 16 ára. 2 spólur Það er aldeilis ekki tekið út með sitjandi sældinni að ferðast um óbyggðir Ástralíu. Það fá tveir glæpamenn að reyna. Þeir stela ómetanlegri hálsfesti sem fyrir misskilning lendir í farangri ungrar hjúkrunarkonu. Hún er á leið í afskekkt þorp einhvers stað- ar í auðninni. Skiptir það engum togum að bófarnir taka sér far með sama bíl og stúlk- an. Síðan taka þeir bílinn herskildi með farþegum og farangri. Eftir það er andskot- inn laus. Þættirnir No return líða mest fyrir lang- dregið handrit. Ferðin örlagaríka um óbyggðirnar er alltof löng. Það er fyrst og fremst magnaður leikur John Waters í hlut- - verki annars skúrksins sem vert er að gefa gaum. Sá er ótrúlega kaldriíjaður og drepur fólk án þess að depla auga. Aðrir leikendur standa honum nokkuð að baki. Umhverfið, sem sagan gerist í, er mikil- fenglegt. Þó er skondið að sjá nýtískulegri flugvél bregða fyrir í óbyggðunum. Þættirn- jowk imn ftO«Y srm WATERS STORM JOWCS JAC08S WAfiöt XHrSWTHIW ciucxveu, nr œmott ujmx. tmcno b* jomn wsimn Brtm&idutuMeitmt i«e ar mmm mx&xxwi crawforp *»o ir ku nefnilega eiga að gerast á sjötta áratugnum. ★★ Hörkutól THE LAST HARD MEN Útgefandi: CBS/Steinar. Leikstjóri: Andrew V. McLagen. Aðalhlutverk: Charlton Heston.James Coburn. Bönnuð yngri en 16 ára. Tíu ára gamall vestri með tveim harðjöxl- um af gamla skólanum í aðalhlutverkum. Charlton Heston leikur lögreglustjóra á eft- irlaunum hvers dóttir er rænt. Þar er að. verki James Coburn í hlutverki glæpa- mannsins. Síðan hefst eltingaleikurinn. The Last hard men er dæmigerður vestri. Hvorki betri né verri en gengur og gerist um þéssa tegund mynda. Gömlu jaxlarnir kunna rullurnar upp á allar sínar tær og fingur. Þeir gætu þess vegna leikið hlut- verkin án handrits eða leikstjóra. Afþreying upp á gamla móðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.