Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Blaðsíða 4
22 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986. Hans sýnir í Ásmundarsal Hans Christiansen opnar sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal að Freyjugötu 41. Hann sýnir þar 30 vatnslita- og pastelmyndir og málar hann að mestu úr náttúrunni, auk ýmissa annarra viðfangsefna. Þessi sýning er 11. einkasýning hans, en hann hefur sýnt bæði hér í Reyja- vík sem og úti á landi. Hans sótti menntun sína í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, þá aðallega af námskeiðum, einnig til Kaupmannahafnar í Akademi for Fri og Merkantil. Sýningin verður opin daglega frá 14--20. Argentínsk messaíLang- holtskirkju Annað verkefni Kórs Langholts- kirkju á þessu starfsári er argent- ínska messan, „Misa Criolla“, eftir Ariel Ramíerz, auk nokkurra ne- grasálma. Kórinn flutti þessa messu síðast í desember 1977 í Foss- vogskirkju og síðan vorið 1978 á stórtónleikum Landssambands blandaðra kóra í Laugardalshöll. Muna margir eflaust eftir hlutum úr henni sem þá var sjónvarpað. Misa Criolla var saminn 1963. Hún er skemmtilegt sambland suð- uramerískrar þjóðlagatónlistar og hefðbundinnar kirkjutónlistar eins og hún gerist í Argentínu. Hljóð- færaskipan hlýtur að teljast harla óvenjuleg í messu sem byggir á hinu hefðbundna messuformi því að þar er notast við fjölda ásláttar- hljóðfæra auk gítars, bassa og sembals. Einsöngvarar eru þeir Sverrir Guðjónsson og Rúnar Matthíasson. Tónleikarnir verða á morgun, laugardag, í Langholtskirkju og hefjast kl. 14.00. Forsala aðgöngu- miða er í ístóni, Freyjugötu 1, og í Langholtskirkju. Aðstandendur ráðstefnu Arki- tektafélagsins með stærsta mannvirki íslands í baksýn. Miðborgir, maimlíf og maimvirki í tilefni 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar ákvað Arkitektafélag íslands að efna til ráðstefnu um Reyjavík framtíðarinnar. Þessi ráðstefna er öllum opin og án þát- tökugjalds. Hún hefur hlotið yfir- skriftina „Miðborgir, mannlíf og mannvirki." Markmið ráðstefn- unnar er að ræða framtíð Reykja- víkur í ljósi þekkingar og hugmynda um þróun borga al- mennt með sérstakri áherslu á miðborgir. Ráðstefnutíminn skiptist í tvo meginhluta, annars vegar verður varpað ljósi á þróun borga í sögu- legu samhengi og hins vegar hvernig Reykjavík tengist þeirri mynd og fjallað um stefnur í arki- tektúr hér á landi. Einnig verður litið til nágrannþjóðanna og minnst á aðrar leiðir í stjórnun skipulags. Að lokum verður stutt kynning á Kvosarskipulaginu ásamt örstuttri umfjöllum arkitekta og annarra áhugamanna um athyglisverðar stefnur, nýjungar eða hreinlega draumaborgina einu! Upp með teppið, S Nú fer hver að verða síðastur að sjá afmælissýninguna eldhressu Upp með teppið en þetta leikrit er samið og sett á svið í tilefni 90 ára afmælis Leikfélags Reykja í verkinu er mikið sungið og margar skemmtilegar uppákomur kitla hláturtaugí um atriðum úr nokkrum fyrstu sýningum Leikfélags Reykjavíkur og meðal persóna e Leikstjóri er höfundurinn Guðrún Ásmundsdóttir, leikmyndateiknari er GERL. Leikendur eru: Aðalsteinn Bergdal, Bríet Héðinsdóttir, Gísli Halldórsson, Guðbjc mundur Pálsson, Hanna María Pálsdóttir, Helgi Björnsson, Jakob Þór Einars Ámadóttir, Soffía Jakobsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Síðustu sýningar em í kvöld, föstudaginn 5. desember, og síðasta sýningin er r inn i verkið er fléttað ýmsum kómiskum atriðum. Töfratréð í Mosfellssveit Á morgun frumsýnir Leikfélag Mosfells- sveitar bamaleikritið Töfratréð eftir Lév Ustinof í Hlégarði kl. 20.30. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir, jjýðingu gerði Úlf- ur Hjörvar, Edda Ámdóttir hannaði búninga og lýsingu annast Árni Magn- ússon. Leikritið er rússneskt ævintýri og tek- ur um það bil eina og hálfa klukkustund í flutningi. Salur Hlégarðs er nýttur til hins ýtrasta og má segja að sviðið sé allur salurinn. Sex ungmenni, þar af flest úr Gagn- fræðaskólanum, leika helstu hlutverkin auk nokkurra gamalreyndra leikara. Tónlistarflutning annast Grétar Snær Ungmenni úr gagnfræðaskólanum í f Hjartarson og Brynja Magnúsdóttir. Önnur og þriðja sýningin verða Messur Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11.00. Munið skólabíl. Guðsþjónusta kl. 14.00. María Guðmundsdóttir og Sverrir Guðmundsson syngja einsöng. Kaffl i kirkjunni. Hádegisverðarfundur presta verður mánudaginn 1. des. i safn- aðarheimili Bústaðakirkju. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Graf- arvogshverfi laugardaginn 29. nóv. kl. 11 árdegis. Sunnudagur 30. nóv.: Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30 árdegis. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimilinu kl. 14.00. Organleikari Jón Mýrdal. Væntanlegra fermingarbama og for- eldra þeirra er sérstaklega vænst við guðsþjónustuna. Kaffisala kvenfé- lags Árbæjarsóknar og skyndihapp- drætti til styrktar kirkjubygging- unni í hátíðarsal Árbæjarskóla eftir messu kl. 15. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Aðventukvöld kl. 20.30. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ræðu. Solveig Björling syngur einsöng. Kaffiveitingar_ í safnaðar- heimili Áskirkju. Sr. Ámi Bergur 'Sigurbjömsson. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 14.00. Organisti Daníel Jónasson. Aðventusamkoma kl. 20.30. Kirkju- kórinn syngur jóla- og aðventulög. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur éinsöng og Helgi Elíasson bankaúti- bússtjóri flytur hugleiðingu. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14.00. Veislukaffi kvenfélagsins eftir messu. Aðventusamkoma kl. 20.30. Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup flytur ræðu. Ávarp flytur Jónas Gunnarsson. Guðni Þ. Guðmundsson organisti stjórnar kirkjukór og hljómsveit. Einsöngvarar: Ingibjörg Marteinsdóttir, Einar Örn Einars- son, Eiríkur Hreinn Helgason og Reynir Guðsteinsson. Kertin tendr- uð. Æskulýðsfélagsfundur þriðju- dagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagssíðdegi. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Altaris- ganga. Aðventusamkoma í Kópavogskirkju kl. 20.30. Jón Bald- vin Hannibalsson verður ræðumaður kvöldsins. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Dómkirkjan Laugardagur 29. nóv.: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur 30. nóv.: Messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Sr. Hjalti Guðmundsson. Aðventukvöld KKD kl. 20.30. Fjöl- breytt efnisskrá. Allir velkomnir. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn- ar. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja Laugardagur: Bamasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14. Sunnudag- ur: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Organ- leikari Guðný Margrét Magnúsdótt- ir. Aðventusamkoma kl. 20.30. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudag 1. des. kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartar- son. Fríkirkjan í Reykjavík Fermingarböm komi í kirkjuna laugardag 29. nóv. kl. 14.00. Sunnu- dagur: Bamasamkoma kl. 11. Guðspjallið í myndum. Bamasálmar og smábarnasöngvar. Afinælisböm boðin sérstaklega velkomin. Fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjömsson. Grensáskirkja Bamasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Aðventusamkoma kl. 20.30. Sr. Miyako Þórðarson flytur hugvekju. Hvassaleitiskórinn syngur undir stjóm Þóm V. Guðmundsdóttur. Sönghópur undir stjóm Þorvalds Halldórssonar. Árni Arinbjarnarson leikur orgelverk og Pálína Árnadótt- ir einleik á fiðlu. Kirkjukórinn syngur og Jóhanna Muller syngur einsöng. Helgistund. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskir kj a Laugardagur 29. nóv.: Samvera fermingarbama kl. 10.00. Sunnu- dagur 30. nóv.: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjöms- son. Þriðjudagur 2. des.: Fyrirbæ- naguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 3. des.: Náttsöngur kl. 21.00. Aðventutónlist og bænagjörð. Landspítalinn Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. Háteigskirkja Messa kl. 10. Bamaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14.00. Sr. Tómas Sveinsson. Að- ventutónleikar kl. 21.00. Dr. Orthulf Prunner leikur verk eftir J.S. Bach á orgel kirkjunnar. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Kársnesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11.00 árdegis. Messa í Kópavogskirkju kl. 11.00 árdegis. Kökubasar á vegum þjónustudeildar safnaðarins í Borgum kl. 15.00. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups Aðventuhátíð. Laugardagur 29. nóv. kl. 14.00. Tónleikar Kórs Lang- holtskirkju. Fluttir verða negra- sálmar, meðal annars úr „Child of our time“ eftir M. Tippet. Einnig Argentínska messan „Misa Criolla" eftir Ariel Ramírez. Einsöngvarar: Sverrir Guðjónsson og Rúnar Matt- híasson. Auk þeirra koma fram 6 einsöngvarar úr röðum kórfélag- anna. Sunnudagur: Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur-sögur- myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14.00. Prédikun: Séra Stefán Snævarr, fyrrverandi prófastur. Einsöngur: Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Altarisþjónusta: Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti: Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Aðventutónleikar kl. 17.00. Lúðra- sveitin Svanur. Stjómandi: Kjartan Óskarsson. Aðventukvöldvaka kl. 20.30. Ávarp formanns sóknarnefnd- ar: Ingimar Einarsson. Ræða: Ragnhildur Helgadóttir ráðherra. Kór Langholtskirkju, stjómandi Jón Stefánsson. Lúsíuleikur félaga úr óskastund bamanna. Stjómandi Þórhallur Heimisson. Félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum flytja aðventulög. Kaffiveitingar kvenfé- lagsins. Safnaðarstjóm. Laugarneskirkj a Laugardagur 29. nóv.: Biblíulestur kl. 11. Dr. theol Sigurður Öm Stein- grímsson ræðir um sköpunarsögu og sköpunartrú í Gamla testamentinu. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Messukaffi. Mánudagur 1. des.: Jólafundur Kvenfélags Lau- gamessóknar kl. 20.00. Æskulýðs- starf kl. 18.00. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Beðið fyrir sjúkum. Orgelleikur £rá kl. 17.50. Altarisganga. Sóknarprestur. Neskirkja Laugardagur: Samverustund aldr- aðra kl. 15-17. Stefán í Stefánsblóm- um sýnir blómaskreytingar og Magnús Magnússon syngur einsöng. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Ljósamessa kl. 14.00 sem fermingarböm annast. Aðventustund kl.'17.00. Baldur Jóns- son, form. sóknarnefndar, flytur ávarp. Blokkflautusveit leikur og kór Melaskóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv. ráðherra, flytur hugleiðingu. Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir syngur við undirleik Jóns Stefánssonar. Gerða Björk Sandholt og Helga Björk Árnadóttir leika á klarinett. Kór Neskirkju syngur undir stjóm Reynis Jónassonar. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudagur: Æskulýðsstarf kl. 19.30 í umsjá Aðal- steins Thorarensen. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldr- aða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Fimmtu- dagur: Aðalsafnaðarfundur kl. 18.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndin. Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljasókn Bamaguðsþjónusta í Seljaskólanum kl. 10.30. Barnaguðsþjónusta í Öldu- selsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Altaris- ganga. Dúa Einarsdóttir syngur einsöng. Þriðjudagur 2. des.: Fund- ur í æskulýðsfélaginu Sela kl. 20.00 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. Seltj arnar neskirkj a Kirkjudagur. 1. sunnudagur á jólaföstu. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á aðventukransinum. Eirný og Solveig Lára tala við böm- in og stjóma söng. Guðsþjónusta kl. 14.00 með sérstakri þátttöku ferm- ingarbama. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Erna Kolbeins, form. Kvenfélagsins Seltjöm, af- hendir söfnuðinum fermingarkyrtla að gjöf. Aðventukvöldvaka kl. 20.30. Aðalræðumaður verður dr. Sigur- björn Einarsson biskup. Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir leika á flautu og gítar. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel- og kórstjórn Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs- son. Ljósamessa í Neskirkju Eins og venjan hefur verið á síðast- liðnum árum er mikið um að vera á fyrsta sunnudegi í aðventu. Fermingarbörnin væntanlegu ann- ast Ijósamessu með ritningarlestri við kertaljós kl. 2, flytja ávarp og lesin verður saga á milli þess sem sungnir verða gamalkunnir sálmar sem ætlast er til að allir kirkjugestir taki undir. Klukkan 5 síðdegis hefst svo að- ventustundin. Baldur Jónsson, form. sóknarnefndar flytur ávarp. Sveit ungmenna leikur á blokkflautur, kór Melaskóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur. Vilhjálmur Hjálm-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.