Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1986, Síða 6
28
FÖSTUDAGUR 28. NÖVEMBER 1986.
Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús
Stöðugir
ferðalangar
á Akureyri
Á fostudags- og laugardagskvöld
gefst leikhúsgestum á Akureyri í
fyrsta skipti í 13 ár tækifæri á að
sjá íslenska dansflokkinn flytja list
sína í Samkomuhúsinu. Dansflokk-
urinn heldur frá Reykjavík til
Akureyrar með úrvalsdagskrá, tvo
vinsæla balletta frá síðasta ári,
Fjarlægðir og Tvístígandi sinna-
skipti eftir Ed Wubbe og hinn heita
og ástríðufulla dans Duende eftir
Hlíf Svavarsdóttur, sem frumsýnd-
ur var í Þjóðleikhúsinu um síðustu
helgi ósamt tveimur öðrum.
í Duende túlka tvö pör, Guð-
munda Jóhannsdóttir, Katrín Hall,
Öm Guðmundsson og Patrick
Daday ást og ofbeldi, sem spænska
skáldið Lorca fjallaði um í ljóðum
sínum og leikritum, við tónlist eftir
George Crumb.
Ballettamir Fjarlægðir og Tví-
stígandi sinnaskipti eftir Ed
Wubbe em hlutar af danssýning-
unni Stöðugir ferðalangar sem flutt
var við miklar vinsældir í Þjóðleik-
húsinu síðastliðið vor og Kaup-
mannahöfn á alþjóðlegri leiklistar-
hátíð í októberlok. Sú sýning hlaut
einróma lof gagnrýnenda jafnt
heima sem erlendis. „Glæsilegur
og frumlegur dans“ sögðu danskir
gagnrýnendur, „listviðburður órs-
Úr Stöðugum ferðalöngum sem Norðlendingar fá að berja augum um helgina.
ins og stórsigur íslenska dans-
flokksins" sögðu íslenskir starfs-
bræður þeirra. Þetta em
gullfallegir dansar sem höfða til
allra og eiga vonandi eftir að gleðja
augu sem flestra Norðlendinga.
í Fjarlægðum dansa þær Birgitte
Heide, Guðrún Pálsdóttir, Helga
Bemhard og Ingibjörg Pálsdóttir
en í Tvístígandi sinnaskiptum þau
Helena Jóhannsdóttir, Katrin
Hall, Sigrún Guðmundsdóttir,
Patrick Daday, Norio Mamiya og
Öm Guðmundsson. Framkvæmda-
stjóri íslenska dansflokksins er
Örn Guðmundsson en listdans-
stjóri er Nanna Ólafsdóttir.
Dansflokkurinn setur að jafnaði
upp tvær sýningar í Þjóðleikhús-
inu á ári, en undanfarin ár hefur
honum í síauknum mæli verið boð-
ið að sýna erlendis. Dansflokkur-
inn hefur ekki farið út á land með
list sína síðan 1978 svo nú gefst
einstakt tækifæri fyrir landsbyggð-
arfólk að sjá danslist á heimaslóð-
um.
Kvikmyndahús - Kvikmyndahús
Stjörnubíó
Það gerðist í gær (About Last
Night) fjallar um Debbie og Danny
sem eiga heimili sitt í Chicago.
Kvnni takast með þeim og eftir
tveggja mánaða samband ákveða
þau að hefja sambúð. Þrátt fyrir
að ástin sé heit gengur sambúðin
að sjálfsögðu ekki árekstralaust
fyrir sig en eins og í öllum slíkum
myndum er endirinn góður að því
er virðist fyrir þessar aðalpersónur
okkar. Það sem gerðist í gær er
einkar vel gerð mynd sem er laus
við öll átök. Persónumar eru ekki
djúpar en áhorfandinn getur ekki
annað en fylgst með þeim af áhuga
meðan á sýningu stendur. Það eru
Rob Lowe og Demi Moore sem
leika aðalhlutverkin.
Bíóhöllin
Léttlyndar löggur (Running Sca-
red) fjallar um tvær löggur Ray og
Danny sem eru búnir að fó sig
fullsadda af löggustörfum í
Chicago og eru ákveðnir í að kaupa
bar á Florida og setjast þar að.
Þegar kærustu annars þeirra er
rænt breytast áform þeirra. Það eru
gamanleikaramir Gregory Hines
og Billy Crystal sem leika aðal-
hlutverkin í mynd þessari sem á
ættir sínar að rekja til Beverly
Hills Cop. Af öðrum myndum er
helst að nefna Aliens, háspennu-
mynd sem fær hárin til að rísa og
hina ágætu bresku sakamálamynd
Mona Lisa.
Tónabíó
Það er gamla kempan Broderick
Crawford sem leikur aðalhlutverk-
ið í Guðfaðir FBI. Leikur hann
hinn fræga yfirmann FBI. J. Edgar
Hoover sem stjómaði alríkislög-
reglunni, eins og um sinn einkaher
væri að ræða, þegar hann var við
völd. Aðrir leikarar em helstir
Michael Parks og Jose Ferrer.
Austurbæjarbíó
Stella í orlofi er nýjasta íslenska
kvikmyndin. Er þama á ferðinni
gamanmynd sem ó mikið skylt við
farsa. Hefur myndin fengið já-
kvæðar viðtökur, bæði gagnrýn-
enda og áhorfenda, enda mikið og
gott lið íslenskra leikara sem leik-
ur í myndinni. Ber þar fyrst að
nefna Eddu Björgvinsdóttur er
leikur titilhlutverkið, Stellu. Þá
má nefna Þórhall Sigurðsson
(Ladda), Eggert Þorleifsson, Sigurð
Sigurjónsson, Gísla Rúnar Jónsson
og Bessa Bjarnason. Af þessu má
sjá að Stella í orlofi er í góðum
höndum. Leikstjóri myndarinnar
er Þórhildur Þorleifsdóttir.
Laugarásbíó
Lagarefir
Á laugardaginn frumsýnir Laug-
arósbíó Lagarefi (Leagal Eagles)
þar sem Robert Redford og Debra
Winger leika aðalhlutverkin, lög-
fræðinga sem em andstæðingar í
réttarsalnum. Þriðja aðalhlutverk-
ið leikur Daryl Hannah. Leikur
hún stúlku sem heldur að ekki sé
allt eðlilegt við dauðdaga föður
hennar og hvarfs á listaverkum
eftir hann, sautján ámm fyrr. Fær
hún lögfræðing, sem Debra Winger
leikur, til að aðstoða sig við að ná
rétti sínum.
Lagarefum hefur yfirleitt verið
hrósað mikið erlendis og þykja
aðalleikaramir sýna góðan leik.
Sérstaklega þykir Debra Winger
standa sig vel. Leikstjóri Lagarefa
er Ivan Reitman sem á að baki
meðal annars Ghostbuster. Hann
hafði áður en hann leikstýrði
Lagarefum eingöngu leikstýrt
farsakenndum gamanmyndum.
Lagarefir eru aftur á móti langt frá
því að vera farsakennd þótt um
skemmtimynd sé að ræða.
Regnboginn
Regnboginn endursýnir þessa
dagana meistarverk Francis Ford
Coppola, The Godfather. Og mun
ætlunin að sýna strax á eftir The
Godfather II. Eins og flestir vita
fjalla myndimar um hin ýmsa með-
limi Corleoni mafíufjölskyldunnar.
Þá má geta mánudagsmyndarinnar
San Lorenzo nóttin sem er ítölsk
verðlaunamynd.
Bíóhúsið
Taktu það rólega (Take It Easy)
er enn ein unglingamyndin þar sem
aðalóherslan er lögð á dúndur-
popptónlist með þekktum stjörn-
um. Til að krydda tónlistina er svo
fjallað um unglinga, ástir þeirra
og áhugamól, og eins og í flestum
slíkum myndum er það ekkert sem
kemur ó óvart. Þekktasta nafnið í
leikararaliðinu er vafalaust leik-
konan og dansarinn Janet Jones
sem var eftirminnileg í A Chorus
Line.
Háskólabíó
Einhver allra sérkennilegasti og
jafnframt skemmtilegasti gaman-
leikari sem skotist hefur upp á
stjömuhimininn ó undanfömum
ámm er Rodney Dangerfield sem
svo sannarlega er engum líkur. í
Aftur í skóla (Back To School) leik-
ur hann eldri mann sem fer aftur
í gagnfræðaskóla og eins og vænta
má er aldrei skortur á fyndnum til-
vitnunum þar sem Dangerfield er.
Til aðstoðar hefur hann hina
ágætu leikkonu, Sally Kellerman.
-HK
Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina - Hvað er á seyði um helgina
Ymislegt
Kökubasar hjá KR-konum
KR-konur verða með sinn árlega
jólakökubasar í KR-húsinu við
Frostaskjól sunnudaginn 30. nóv-
ember kl. 14.00.
Eins og undanfarin ár verða þar á
boðstólum gómsætar kökur á góðu
verði. Tekið verður á móti kökum á
basarinn fró kl. 11.30 á sunnudaginn.
Með hinu nýja félagsheimili KR
hafa opnast möguleikar fyrir fjöl-
breytilegt félagsstarf, m.a. hafa
KR-konur ákveðið að hafa jólatrés-
skemmtun fyrir yngstu KR-ingana
í Frostaskjóli laugardaginn 3. janúar
1987 kl. 15.00.
Átthagafélag Strandamanna
heldur kökubasar að Suðurlands-
braut 30, 2. hæð, sunnudaginn 30.
nóvember nk. kl. 14.00.
Rauðir fletir í Roxzy
Laugardaginn 29. nóvember heldur
hljómsveitin Rauðir fletir tónleika
í Roxzy. Á tónleikunum mun hljóm-
sveitin meðal annars kynna efni af
væntanlegri hljómplötu sinni sem
bera mun heitið „Ljónaskógar".
Húsið verður opnað kl. 10 og að-
gangseyrir verður 350 kr.
Sýningar
Vefnaðarsýning í
Vín, Eyjafirði
Rósa Eggertsdóttir opnar sýningu
á handofiium ullarteppum og mott-
um laugardaginn 29. nóv. í Vín,
Eyjafirði. Rósa hefur tekið þátt í
þremur samsýningum á Akureyri á
vegum Nytjalistar. Sýningin stendur
til 7. des. og verður opin daglega kl.
12-23.30.
Sýning Ágústs Petersen í
Listasafni ASI
I Listasafni ASl, Grensásvegi 16,
efstu hæð, stendur yfir málverkasýn-
ing Ágústs Petersen. Á sýningunni
eru 64 verk, einkum landslags- og
mannamyndir, og er liðlega helming-
ur þeirra til sölu.
Ágúst tók fyrst þátt í samsýningu
árið 1951 en fyrstu einkasýningu sína
hélt hann 1958. Síðan hefur hann
haldið fjölda sýninga bæði á íslandi
og erlendis. Verk eftir Ágúst eru í
eigu margra listasafna. Hann hefur
hlotið listamannalaun óslitið síðan
1970 og einnig starfslaun listamanna.
Þess má geta að Listasafn ASÍ hef-
ur gefið út skyggnuflokk til kynning-
ar á list Ágústs Petersen og fæst
hann í safninu.
Opið daglega til 7. des., virka daga
kl. 16-20 og um helgar kl. 14-22.
Kaffiveitingar um helgar.
Ómar sýnir Gallerí Svart á
hvítu
Laugardaginn 29. nóvember verður
opnuð sýning á málverkum eftir
Ómar Stefánsson í Gallerí Svart á
hvítu. Ómar er fæddur árið 1960.
Hann stundaði nám við Myndlista-
og handíðaskóla íslands á árunum
1977-1981. Eftir það hélt hann til
Vestur-Berlinar til framhaldsnáms
við Hochschule der Kunste, þar sem
hann dvaldi í fjögur ór (1982-1986)
undir handleiðslu hins þekkta kenn-
ara, Klaus Fussmanns.
Sýningin í Gallerí Svart á hvítu er
§órða einkasýning Ómars. En auk
þeirra hefur hann tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum, bæði hér
heima og erlendis. Á einni slíkri,
árið 1983, var sett upp veggmynd eft-
ir hann og sex kunna listamenn og
hangir hún á járnbrautarstöðinni í
Basel í Sviss.
Kiippimyndir í
Gallerí Hallgerði
Laugardaginn 29. nóvember kl. 14
opnar Valgerður Erlendsdóttir sýn-
ingu á klippimyndum í Gallerí
Hallgerði, Bókhlöðustíg 2, Reykja-
vík.
Valgerður stundaði myndlist-
amám á árunum 1969-1974. Þetta er
fyrsta einkasýning Valgerðar en hún
hefur áður tekið þátt í 9 samsýning-
um.
Sýningin verður opin frá kl. 14-18
daglega til 14. desember.