Alþýðublaðið - 30.06.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1921, Blaðsíða 2
I £enin um byltinguna. í enska tímaritinn Review of Reviews (maí 1921) stendur: „Le- nin er ólfkur öllum öðrum stjórn- málamönnum i þvi, að hann seg- ir sannleikann afdráttarlaust." Mik- ið lof er þetta, en ætla mætti að hann ætti það skilið, þegar það er borið fram af mönnum, sem eru honum ella andstæðir í skoð- unum. Eftir þvf sem tímarnir Ifða sannfærast menn — bæði átaang- endur og andstæðingar — betur og betur á þvf hvílfkur afburða- maður, hvflfkt risamenni þessi for vfgismaður bolsivismans er. Fáir hafa vogað sér að bera honum eigingirni á brýn. Ferðamenn er komið hafa til Rússlands segja að andstæðingar bolsivismans þar láti margt iilyrðið fjúka um ýmsa af forsprökkum verkalýðsins, þó ekki um Lenin. Hann er réttlátur og hreinn f þeirra augum. Fyrir nokkru sfðan hélt Lenin merkilega ræðu á fundi flutninga- verkamanna, sem haldinn var f Moskva. Er sú ræða svo merki- leg, að hún ætti að komast til sem allra flestra. Fór hann þar nokkrum orðum um byltinguna f Rússlandi og framtíðarhorfur henn- ar og fer hér á eftir hið helzta úr ræðunni: „Þegar eg gekk hér inn f sal- inn*, sagði Lenin, „tók eg eftir spjaldi, sem á var letrað: „Alræði verkamanna og bænda skal aldrei taka endal* Mér datt f hug: í þessu kemur einmitt fram hættu- legur misskilningur á því, sem er aðalatriðið f mínum augum. Eigi alræði verkamanna og bænda aldrei að taka enda, þá verður lika hugsjón jafnaðarmannanna áldrei að veruleika, þvf jafnaðar- stefnan á að gera enda á alla stéttaskiftingul Ráðstjórnalýðveldið heftr nú þegar staðið hálft fjórða ár og ennþá er hægt að reka sig á ann- an eins misskiining eins og þenna. Því betur er hann þó ekki eins útbreiddur eins og hann var fyrsta byltingarárið. Núna má oft heyra talað um það hér að erfiðleikarnir séu á enda, iokahrfðin standi yfir. Eg er nú hræddur um að þeir séu ærið margir, sem ekki er það ínllkORiIega ljóst móti hverjum úr- Á L?Þ Ý Ð 0 B L A ÐIÐ slitabaráttan er háð. Við skulum þvf líta ofurlítið nánar á það. í þeirri baráttu, sem framtfð ráðstjórnalýðveidisius er undir komin, sækjast á þcjú öfi. Eg skal fyrst drepa á það, sem okkur er næst. Það er verkalýð- urinn. Þessi stétt hefir tekið sér airæði í hendur á erfiðum tfmum og hún hefir vel haldið á valdinu þrátt fyrir alla þá erfiðleika og allar þær hörmungar, hungur og hverskonar harðrétti, er hún hefir orðið fyrir. Hvað er það, sem hefir gefið henni þróttinn til þess að standa á móti ofurefli því, er að hefir sótt úr öllum áttum? Er það ekki fyrst og fremst meðvit- undin ura það, að hernaður ann- ara landa gegn okkur væri verka- lýðnum f þessum sömu löndum móti skapi? Jú, það, sem einmitt hefir stappað í okkur stálinu, er meðvitundin um samúð verkalýðs ins úti um heiminn. Annað aflið, sem eg drap á, er smáborgararnir og bændalýðurinn. Þeir standa á milli okkar og auð mannanna, og eru jafnaðarlega einkennilega hiutlausir meðan auð- mennirnir og verkalýðurinn eru að eigast við. Þeir eru yfirleitt ekki aldír upp til samtaka og þá heldur ekki til stórræða. Þeir vilja vera sem mest út af fyrir sig. Þessu er ekki hægt að breyta nema með margra ára samvinnu og helzt sameign. Og nú vjnnur þetta afl á móti okkur. Af hverju? Einmitt af þvf að verkalýðurinn hefir með byltingunni iosað bænd- ur undan ofurvaldí gamla jarð- eignaaðalsins. Byltingin hefir bætt kjör bændanna. Stórbændurnir eru horfnir, en eins fátækir bændur eins og áður voru hér finnast ekki heldur. Það er kominn smáborg- arabragur á bændurna, og nú eru þeir hinir einu, sem geta orðið byitingunni og skipulagi hennar hættulegir. Við þekkjum pólitíska sögu bændanna. Þeir eru aldrei ráðaudi stétt. Ef þeir ekki eru undir for- ræði verkalýðsins, þá ráða auð- mennirnir — borgaraflokkarnir fyrir þeim. Bændurnir fylgdu okkur að máium f byitingunni og þó hikandi. Síðan auðmannastjórn- inni var steypt hafa þeir verið meira og minna erfiðir. Og þeim er í ýmsu vorkunn, Byrðar bylt- ingarinnar hafa komið þuagt nið- ur á þeim, vegna þess að fram- leiðslan í bæjunum stöðvaðist. Akuryrkjan hefir orðið að halda verkalýðnum f borgunum uppi og þessi þunga kvöð hefir valdið ó- ánægju meðal bæsdanna, eins og að ýmsu leyti er skiljanlegt. Á þriðja aflinu getum við ekki þreifað hér f Rússiandi. Það eru auðmennirnir. Þeir hafa flúið til útlanda og berjast nú þaðan méð styrk erlends auðvalds méti bylt- ingunni. Þeir eru hættir að von- ast eftir þvf að ráðstjórnalýðveld- ið verði sigrað af útlendum her. Nú treysta þeir fyrst og fremst á smáborgarahugsunarháttinn hjá bændalýðnum, Nú sjáið þið á móti hverjum við heyjum — eg vil ekki segja seinasta, en einn af okkar seinustu bardögum. Það er smáborgarhugs- unarhátturinn, sem er að myndast hjá bændunum. Við verðum að koma f veg fyrir að hann magn- ist. Byrðin hefir verið of þung á bændunum, þeir vantreysta verka- mannastjórninni. Og það sem hér er að gera, er tyrst og fremst að bæta ástæður bændalýðsins, létta af honum byrðum byltingarinnar. Framtfð byltingariunar veltur á þvf hvort okkur tekst það. Takist þetta, verður það hinni byrjandi heimsbyltingu ótrúlega mikill styrkur. Fyrir þessu erum við nú að heyja þenna úrslita- bardaga, sem meðal okkar er al- ment kailaður lokahrfðin. Ef við vinnum sigur f honum, getur ekkert stöðvað sigurför verkamannabyltingarinnar. Töpum við aftur á móti og fái hvítu her- skararnir yfirtökin, hiýtur það að seinka byitingunni um marga ára- tugi.“ Ka iagian tg vegln. 21. þlng Stórstúku íslands hófst í gær með guðsþjónustu í dómkirkjunni, fiutti séra Halldór Kolbeins þar snjalla ræðu. AIIs eru mættir 60 fulltrúar á þinginu, viðsvegar að af laudinu, og mun þetta annað fjölmennasta stór- stúkuþing, sem haldið hefir verið. Félögum hefir fjöigað um 50 °/o á árinu. Þinginu bárust alimörg heillaóskaskeyti. Séra Björn Þor-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.