Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. Fréttir Evrópubikarkeppni taflfélaga: Þrjú stig réðu úrslitum í Búkarest Sveit Taflfélags Reykjavíkur er úr leik í Evrópubikarkeppni taflfé- laga, þrátt fyrir að keppni sveitar- innar við rúmensku meistarana „Politechnika" í Búkarest um helg- ina hefði lokið með jafntefli. Eftir æsispemiandi viðureign hafði hvor sveit hlotið 6 vinninga en er svo- nefhd borðastig voru reiknuð kom í ljós að heimamenn höfðu þrem stig- um betur og því úrskurðaði skák- dómari þá sigurvegara. „Þetta var stórkostlegt ólán,“ sagði Jón G. Briem, formaður Taflfé- lags Reykjavíkur og liðsstjóri sveit- arinnar. „Við höfðum betur eftir fyrri keppnisdaginn, 3 'A v. gegn 2 /i, en seinni daginn sneru Rúmenar blaðinu óvænt við og náðu að jafha metin. Er dæmið var svo gert upp áttum við færri stig.“ Samkvæmt reglum keppninnar gefur sigur á 1. borði 6 stig, sigur á 2. borði 5 stig og svo koll af kolli. Teflt er á 6 borðum, tvöföld umferð. Sveit Taflfélags Reykjavíkur teflir við Politechnika Búkarest. Margeir Pétursson er lengst til vinstri, þá Guðmundur að tafli við Dumitrache og fjaerst tefla Stanciu og Karl Þorsteins. Falli vinningar jafnt ráða þessi stig úrslitum. í fyrri umferð vann Helgi Ólafsson Ghinda á 1. borði og Guðmundur Sigurjónsson vann Dumitrache á 5. borði. Jafntefli gerðu Jóhann Hjart- arson við Stoica (2. borð), Jón L. Ámason við Ghitescu (3. borð) og Karl Þorsteins við Stanciu (6. borð). Margeir tapaði hins vegar fyrir Marin á 4. borði. Taflfélagsmenn höfðu því einum vinningi betur fyrir seinni umferð og hagstæðari stigatölu að auki. En reynsla Rúmena í slíkri keppni kom þeim vel. Þeim tókst með yfimáttúr- legu harðfylgi að rétta sinn hlut. Bæði Helgi og Margeir urðu að lúta í lægra haldi, Jóhann og Jón gerðu aftur jafhtefli en Karli tókst einum að vinna. Á endanum varð Guð- mundur síðan að sættast á jafhtefli eftir grófar vinningstilraunir og rúmenskur sigur var í höfh. Hgrnm Eldshöfði 16: Engar feikningar til Eldshöfði 18: Teiknigum ábótavant. WiiIilÆÆlt jfcl-A.LÍv ' LJ Burðarþolsskýrslan: Vitaðum hvaða byggingar er að ræða Skipholt 50c: Skerþol súlna á 1. hæð of lítið. Nú hefur verið upplýst á hvaða byggingum burðarþolskönnunin var gerð. Áður hefur DV sagt frá þremur byggingum sem könnunin náði til; Foldaskóla og húsunum númer 22 og 24 við Suðurlandsbraut. Hinar bygg- ingamar sjö em Skipholt 50c, Elds- höfði 18, Réttarháls 2, Eldshöfði 16, Bfldshöfði 16, Bíldshöfði 18 og Elds- höfði 14. Hluti þessara húsa er enn í bygg- ingu, þó em þau fleiri sem komin em í full not. Athygli vekur að Vinnueftir- lit ríksins er í einu húsanna, Bílds- höfða 16. -sme Réttarháls 2: Eldshöfði 14: Þak yfir opnanlegu rými stenst ekki vindálag. Bildshöfði 16: Ekki byggt eftir þeim teikningum sem til eru. Bildshöfði 18: Lóðrétt álag á súlur i kjallara er yfir leyfilegum mörkum DV-myndir JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.