Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eóa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjörn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. Fálkaeggjum stolið Ján G. Haukssan, DV, Akureyri Fullvíst er talið að tveimur fálka- eggjum hafi verið stolið úr hreiðri á ,c- ^Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu fyrir hálfum mánuði. „Við höfum ekkert til að fara eftir en erum að rannsaka málið,“ sagði Þröstur Brynjólfsson, lögreglumaður á Húsavík, við DV í morgun. Þröstur sagði að svo virtist sem þessi tvö egg væru horfin, en í hreiðrinu hefðu verið fjögur egg. - Hvar á Tjömesi er hreiðrið? „Það er á Tjömesi en meira segi ég ekki.“ - Hefur sést til útlendinga á þessum slóðum? „Nei, svo er ekki, við höfum því enga vísbendingu." Að sögn Þrastar telur lögreglan næsta víst að eggjunum hafi verið stolið og það hafi líklega gerst fyrir hálfum mán- uði. „Þetta er eina fálkaeggjahvarfið —sýslunni, það hefur ekkert horfið í Mývatnssveit.“ Fálkaeggin tvö, sem horfin em, gætu selst á um 20.000 dollara er- lendis eða um 800.000 krónur. Fálkar seljast á háu verði, hvítur kvenfálki selst á 100.000 dollara og það gerir 4 milljónir króna. Beiðí bílnum úti í á Ján G. Haukssan, DV, Akureyii „Mér var orðið illa kalt en samt ekkert að drepast. Ég slapp vel og líður ágætlega núna,“ sagði Am- björg Jónsdóttir, 49 ára kona úr Reykjavík, sem lenti í Eyjafjarðará í gærkvöldi og sat um tíma í bílnum úti í ánni. „Ég veit ekki hversu lengi ég var en það var enginn bíll nálægt þegar ég ók út í ána en það kom þama maður fljótlega að.“ Ambjörg sagðist hafa lent í lausa- möl við brúna og ekið í gegnum handriðið og þaðan hefði bílinn henst út í ána. „Ég svissaði af bíln- um, losaði bílbeltið, skrúfaði niður rúðuna og hafði höfuðið út um jj^luggann á meðan ég beið.“ Am- björg sagði að lítið hefði þýtt að vera hrædd eða óróleg á meðan hún beið, „þá hefði þetta verið búið“. Lögreglumenn og.sjúkralið urðu að synda út að bílnum til að ná í Amþjörgu, það var ekki hægt að vaða. LOKI Líkist þetta ekki frekar maraþonhlaupi? grímur í kapphlaupi Formlega hefur verið hlé á stjóm- armyndunartilraunum sfðan Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, skilaði umboði sínu til forseta íslands á föstudagsmorgun- inn, En formexm Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins hafa jfö ekki setið auðum höndum og eru komnir í kapphlaup á bak við tjöldin. Þeir reyna báðir að skapa sér aðstöðu til þess að forsetí feli þeim næstu tii- raun. Líklegast hefúr verið að Jón Bald- vin Hannibalsson fengi tækifæri báðir að reyna stjómarmyndun á bak við tjöldin næst Hann er með þriggja flokka stjóm á pijónunum. Þar yrði Al- þýðuflokkurinn væntanlega í for- ystu og þá með Sjálfetæðisflokki og annaðhvort Alþýðubandalagi eða Kvennalista og er síðarnefhdi flokk- urinn öllu líklegri í púkkið þótt slitnað hafi upp úr með þessum flokkum í tilraun Þorsteins Pálsson- ar. Á sama tíma og Jón Baldvin hóf óformlegar viðræður um þessa möguleika tók Steingrímur Her- mannsson sig til og hefúr um helgina kannað grundvöll fyrir fjögurra flokka stjóm. Sú stjóm yrði undir forystu Framsóknarflokksins og með Boigaraflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Þessi kostur naut nokkurs fylgis í eins konar skoðana- köirnun innan þingflokks framsókn- amianna í síðustu viku, Miklu ofar lenti þó framhald núverandi stjóm- arsamstarfe með annaðhvort Borg- araflokki eða Alþýðuflokki. Samkvæmt heimildum DV er tals- verður áhugi fyrir hendi á tilraun Steingríms í öllum þeim flokkum sem hann er með á teikniborðinu. Sömu heimildir segja að Jón Baldvin telji sig einnig eiga verulega mögu- leika í sinni viðleitni. Þetta kapp- hlaup mun standa að minnsta kosti þar til forystumenn flokkanna ganga á fimd forseta íslands í dag og því getur það farið á hvom veginn sem er hvor þeirra, Jón Baldvin eða Steingrímur, fær stjómarmynduna- rumboðið. -HERB Harður árekstur og slys Tvennt var flutt á slysadeild er mjög harður árekstur varð á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar um áttaleytið í morgun. Þar skullu saman bílar af Volvogerð og Ford Fiesta. DV-mynd S Motzfeldt enn formaður landstjómar Ljóst er nú að Jonathan Motzfeldt verður áfram formaður grænlensku landstjómarinnar og hefúr hann því staðið af sér þá atlögu sem gerð var að forystu hans í lok síðustu viku. Motzfeldt hefur undanfarið sætt tölu- verðri gagnrýni frá vinstri væng flokks sins, Siumut-flokknum, einkum vegna þess að fyrir kosningar þær, sem fram fóm á Grænlandi síðastliðinn þriðjudag, hafði Motzfeldt uppi hug- myndir um að taka upp samstarf við Atassut flokkinn sem er stærsti borg- araflokkur Grænlands. Vinstri menn í Siumut-flokknum stefndu að því fyrir helgina að svipta Motzfeldt embætti formanns flokksins og þar af leiðandi formennskunni í landstjórninni. Var ætlun þeirra að Lars Emil Johannsen tæki við af Motzfeldt. Johannsen hefur verið virk- ur í grænlenskum stjómmálum, hefur átt sæti á grænlenska landsþinginu og gegndi embætti sjávarútvegsráð- herra, en sagði því lausu og gerðist skólastjóri. Á fúndum Siumut-flokksins um helg- ina urðu svo niðurstöður þær að Motzfeldt gegnir áfram formennsku í landstjóminni. Hann mun hins vegar ekki ganga til samstarfe við Atassut- flokkinn. -HV Veðrið á morgun: Hæg norðan- og norðaust- anátt á landinu Á þriðjudaginn verður hæg norðan- og norðaustanátt á landinu. Á Norður- og Austurlandi verður dálítil súld eða rigning og 5-8 stiga hiti. Á Suður- og Vestur- landi verður víðast léttskýjað, á stöku stað síðdegisskúrir og 10-15 stiga hiti. ' Forsetinn fundar stíft j 4 \ 4 4 \ í 4 4 14 Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, mun eiga mjög annríkt í dag. Forsetinn hefúr boðað á sinn fund fúlltrúa allra flokka til viðræðna um stöðuna í stjómarmyndunarviðræð- unum og möguleika á hinum ýmsu stjómarmynstrum. Hver stjómmálaleiðtogi fær hálfa klukkustund til að skýra forsetanum frá viðhorfúm sínum. Fyrsti fundurinn verður kl. 13.30 og mætir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfetæðisflokks- ins þá. Síðan koma með hálftíma millibili Steingrímur Hermannsson, Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Albert Guðmundsson, fúlltrúi Kvennalista og síðast Stefán Valgeirsson. -ES 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.