Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. JÚNÍ 1987. 17 Opnun unglingageðdeildar Miðvikudaginn 27. maí 1987 var opnuð geðdeild fyrir unglinga. Sú deild tengist bamageðdeild sem hef- ur verið starfrækt síðan 1971. Sami yfirlæknir er yfir báðum þessum deildum, Páll Ásgeirsson, og hefur hann verið yfirlæknir bamageð- deildar frá upphafi. Bamageðdeildin hefur frá upphafi verið kennd við Hringinn (Geðdeild Bamaspítala Hringsins), líknarsamtök kvenna, sem hafa unnið að velferðarmálum bamá í fjölmarga áratugi og lagt þeim lið og fé. Áður hafði Hríngur- inn stutt af alefli stofnun bamadeild- ar við Landspítalann. Við opnun unglingageðdeildar var boðið mörgum gestum, forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, forsætisráðherra, Steingrími Her- mannssyni, ráðherra heilbrigðis- mála, Ragnhildi Helgadóttur, Sverri Hermannssyni menntamálaráð- herra, landlækni, Ólafi Ólafssyni, aðstoðarlandlækni, Guðjóni Magn- ússyni og Amóri Pálssyni, umdæ- misstjóra Kiwanishreyfingarinnar á Islandi. Boðið var mörgu starfsfólki líknar- og heilbrigðismála af ýmsu tagi. Höfundur þessarar ritgerðar var meðal gesta. í forsvari gestgjafa vom Davíð Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ríkisspítala, Friðrik Sophusson, formaður stjómar Rík- isspítala, yfirlæknir deildarinnar, Páll Ásgeirsson, Borghildur Maack hjúkrunarforstjóri og prófessor Tómas Helgason, sérfræðingur í geð- lækningum. 80 ár frá því fyrsti geðspítalinn tók til starfa 27. maí er merkur dagur í sögu íslenskra geðlækninga því að þann dag fyrir 80 árum tók til starfa fyrsti geðspítali á íslandi, Kleppsspítalinn, sem seinna var nefndur Gamli Kjállaiinn Gunnsteinn Gunnarsson heilsugæslulæknir í Kópavogi meö sérfræðiviðurkenningu í barna- og unglingageðlækningum og geðlækningum fullorðinna Kleppur, og var fyrsti yfirlæknir þar Þórður Sveinsson. Það þótti því kjörið tækifæri að halda upp á 80 ára afmælið með einhverjum atburði og varð þessi fyrir valinu. Búið er að vinna að undirbúningi málsins undanfarið ár og hefur verkið geng- ið vel. Davíð Gunnarsson hóf athöfnina og bauð gesti velkomna. Því næst bað hann Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra að taka til máls og lauk hún máli sínu með því að lýsa unglingageðdeild opnaða. Næst tók til máls umdæmisstjóri Kiwanis- hreyfingarinnar á íslandi, Amór Pálsson. Hefur hreyfingin á undan- fömum 10 árum, á 2-3ja ára fresti, selt K-lykilinn til Qáröflunar líknar- mála og m.a. með fjárframlögum hvatt til stofnunar unglingageð- deildar. Sá þriðji, og á eftir Amóri, talaði prófessor Tómas Helgason. Hann talaði lengst. Hann lýsti þróun geð- lækninga á íslandi í 80 ár. Hann nefhdi fyrsta yfirlækninn, Þórð Sveinsson, og sagði sfðan frá fóður sínum, dr. Helga Tómassyni, og starfi hans. Fór hann síðan hratt yfir sögu, nefridi hvergi sitt nafn í þessari uppbyggingu og kom þar að lokum máli sínu að nú væri fyllt upp í það skarð sem lengi hefði verið, þ.e. að unglingar (u.þ.b. 12-18 ára) fengju nú loksins eigin geðdeild. Hann notaði tækifærið til að þakka öllu starfsfólki við geðheilbrigðis- störf og taldi að það ynni meira af hugsjón en af efhalegum ábata og var á honum að skilja að bæta þyrfti kjör þeirra sem vinna við þau mál. Páll Ásgeirsson, yfirlæknir ungl- ingageðdeildarinnar, talaði ekki. Húsnæði unglingadeildarinn- ar Húsnæði unglingageðdeildarinnar er að Dalbraut 12 í Reykjavík, í lág- reistu húsi, einnar hæðar, sam- byggðu bamageðdeildinni. Það var áður notað fyrir Upptökuheimili Reykjavíkur og var í eigu borgarinn- ar en með makaskiptum eignaðist ríkið og þar með Ríkisspítalamir húsnæðið. Ríkið lét af hendi jarðar- part ofan byggðar til Reykjavíkur. Deildarskipun er hönnuð af Garðari Halldórssyni, húsameistara ríkisins. Er deildin ætluð fyrir 6-8 sjúklinga á unglingsaldri með geðræna sjúk- dóma. Starfslið mun verða 17 manns. Deildin er aðallega tvær álmur í vinkil, önnur fyrir lækna, félagsráð- gjafa og sálfræðinga, hin, án skil- veggs, er legudeild sjúklinganna, u.þ.b. 30 metrar að lengd. Málað er í ljósum lit, nær hvitum, herbergi sjúklinga ýmist fyrir 2 eða 1. Sjúkl- ingarúm hafa hvíta ábreiðu, stóll er við hvert rúm af eldhússtólagerð. Setustofan er vel rúmgóð, stólar og sófar með rauðu áklæði, gluggatjöld öll hvít með fölbleiku munstri, gangalýsing björt, loft í gangi rautt og kemur lýsing ofan frá. Á sjúkl- ingagangi er vaktstofa hjúkrunar- fólká og herbergi fyrir deildarritara, eirniig eldhús, borðstofa, þvottaher- bergi og geymslur. í kjallara mun vera herbergi ætlað fyrir fondur, s.s leir. Ekki veit ég hvar húsameistari ríkisins hefur fengið sérfræðiráð- leggingar um skipulagningu geð- deildar fyrir unglinga. Við unglingageðdeildina mun einnig verða rekin göngudeild til meðferðar sjúklinga. Sagði prófessor Tómas að fyrsti sjúklingurinn mundi verða tekinn til meðferðar þ. 15. júní nk. Þess saknaði ég í áðumefndu er- indi prófessors Tómasar að ýmsir aðilar hafa unnið ötullega að með- ferð unglinga á undanförnum tveimur áratugum eða lengur og ég vil bæta þar nokkru við. Vil ég nefna þar til Félagsmálastofnun Reykja- víkur og fleiri félagsmálastofhanir, sálfræðideild skóla. Út frá þeim hafa þróast meðferðarstofnanir, svo sem Unglingaheimili ríkisins, meðferðar- heimili nokkur, neyðarathvarf fyrir unglinga, útideild og fleira. Þessar stofhanir hafa þurft að takast á við vandamál þessara unglinga og fjöl- skyldna þeirra og hafa unnið mjög gott starf við erfið skilyrði og oft fengið til meðferðar óleysanleg vandamál, sérstaklega þegar ungl- ingamir hafa haft geðsjúkdóma sem þurfa sérfræðimeðferð. Þar hefur skarðið í meðferðinni sem fyllt var 27. maí 1987 oft verið bagalegt. Þess- ir unglingar hafa þá verið ýmist of stórir fyrir bamageðdeildarvistun eða of litlir fyrir meðferð á stóm geðspítulunum og þá ekki fengið þá sérfræðilegu meðferð sem nauðsyn- leg hefði verið. Vandamálið hefur þó heitast brunnið á foreldrum þess- ara unglinga. Mér er kunnugt um að yfirlæknir geðdeildar bama, Páll Ásgeirsson, og sérfræðingar hans meðal lækna, sálfræðinga, félagsráðgjafa og ann- ars starfsfólks hafa séð þetta vandamál skýrt svo lengi sem sú deild hefur starfað, frá 1971, og reynt að vinna að því að skarðið væri fyllt. Hefur sá dráttur orðið vegna mót- stöðu þess sem mestu hefur ráðið. Svo kann að fara að síðar verði bent á fleiri þætti. Gunnsteinn Gunnarsson „Þessir unglingar hafa þá verið ýmist of stórir fyrir barnageðdeildarvistun eða of litlir fyrir meðferð á stóru geðspítulunum og þá ekki fengið þá sérfræðilegu meðferð sem nauðsynleg hefði verið.“ Einn kunningi minn hefur kallað Islendinga „delluþjóð", og það er að mínu mati ekki svo fráleitt. Varla er komið eitthvað nýtt á markaðinn, vel auglýst af peningagráðugum bis- nessmönnum, fyrr en allir verða að eiga það. Enginn 'er maður með mönnum nema hann kaupi sér hitt og þetta sem stöðutákn. Ungt fólk er sérlega næmt fyrir auglýsingaá- róðrinum og fróðlegt væri að vita í hvað peningar ungmenna fara helst. Það eru margir sem nota sumarfríið alls ekki til þess að slappa af og hvíla sig eftir erfiðan vetur í skóla, taka sér ekki einu sinni stutt frí, heldur byrja strax að þræla í ein- hverri sumarvinnu. Maður verður víst að eiga sitt eigið litasjónvarp í herberginu sínu, stereógræjur, kannski vídeó, að sjálfsögðu fatnað eftir nýjustu tísku og jafnvel bíl. Það er vísvitandi verið að gera unga fólk- ið strax frá upphafi að „góðum og þægum“ eyðslusömum neytendum. Hættuleg og umhverfisspill- andi Ein af nýjustu dellum þjóðarinnar eru fjórhjólin. Þau eru því miður ekki bara dýr heldur líka hættuleg og umhverfisspillandi tómstunda- iðkun. Það sem þegar hefur átt sér stað er eiginlega nægjanlegt til að banna innflutning og notkun slíkra tækja með öllu. Lög og reglur, sem Ijalla um þessi fjórhjól, eru bæði ófúllnægjandi og vitlaus. Þessi hjól eru hvorki leyfð á almennum vegum né innanbæjar. Það þýðir að þau eru einungis til þess að leika sér að í náttúrunni utan byggða! Eftirlit með „jeppakörlum", sem kunna ekki að stilla sig um að aka á viðkvæmum gróðri, er nógu erfitt og því þarf ekki endilega að bæta við sííkri vit- leysu sem fjórhjólin eru. Maður hlakkar ekki beinlínis til að ferðast með hóp útlendinga um landið, ferðafólk sem kemur hingað Fjórhjólafarganið „Maður hlakkar ekki beinlínis til að ferð- ast með hóp útlendinga um landið, ferða- fólk sem kemur hingað til að sjá óspillta náttúru íslands, þegar búið er að „skreyta“ marga af fallegustu stöðum landsins með ljótum hjólförum.“ KjaUaiinn Ursula Jiinemann leiðsögumaður til að sjá óspillta náttúru íslands, þegar búið er að „skreyta“ marga af fallegustu stöðum landsins með ljótum hjólförum. Þetta hefúr þegar gerst í Landmannalaugum og við Eldgjá svo dæmi séu nefnd. Ekki einu sinni með hámarks bjartsýni má búast við að um þúsund fjór- hjólakappar láti sér nægja að leika sér í sandgryfjum og gróðurlausu landi. Það er bara tímaspursmál hvenær búið verður að „ganga end- anlega frá“ síðustu grónu blettunum sem sauðkindin hefur fyrir tilviljun skilið eftir. Slæmt er einnig hve létt og kæru- leysislega er fjallað um fjórhjólin í fjölmiðlum. Nefnum tvö dæmi. „Mjúkfætlur“ I vetur sem leið var stutt sjón- varpsviðtal við Ómar Ragnarsson um fjórhjólin og náttúruspjöll. Þá lét hann eitt svona hjól aka lúshægt yfir höndina á sér til að sanna að það gætu ekki verið mikil náttúru- spjöll af slíkum „mjúkfætlum“. Hvemig getur fagmaður eins og hann látið hafa sig f slíka vitleysu? Hann myndi svo sannarlega ekki setja puttana undir ef fjórhjól æki bara á venjulegum hraða, tölum ekki um á lausum jarðvegi og upp brekku þar sem hjólin taka virkilega í. ■ Dæmi 2:1 „sviðsljósi" DV 14. maí var sýnd mynd af tveim stelpum á fjórhjóli og brosandi lögregluþjóni. Það var þá bara fyndið að þær vom að spæna upp svæðið í kringum Stýrimannaskólann, og „hlegið var dátt að öllu saman og engum stung- ið bak við lás og slá“, eins og segir í skýringartexta með myndinni. Hvaða gagn er að boðum og bönn- um ef ekki einu sinni verðir laganna sjá um að framfylgja þeim? „Bara að leika sér“ Um daginn kom litli strákurinn minn skelfingu lostinn inn og neit- aði að leika sér lengur úti. Hann sagðist vera hræddur við mótorhjól- in. Mörg dæmi era um það að fjórhjólagarpar hafa ónáðað böm að leik eða fótgangandi fólk. Málið er nefnilega að þetta dellufólk þrífst ekki nema það geti sýnt sig. Fjór- hjólin era illa merkt (engin eða örlítið númeraskilti) og maður gæti tæplega tekið einhverja ökufanta til bæna. Og eitt í lokin: Sá sem verður einu sinni vitni að því að bam deyr af völdum ökumanns sem var „bara að leika sér“ er á móti allri kæraleysis- legri notkun ökutækja, alveg sama hvort bílar, mótorhjól, vélsleðar eða fjórhjól eiga í hlut og jafnvel þótt fegurðardrottning Norðurlands sitji við stýri (DV 23. mai „Fegurð á fjór- hjóli"). Verður mannslífið ekki ennþá mest metið í menntuðu þjóð- félagi? Á ekki sem fyrst að taka ökutækin úr umferð sem era bara til að leika sér á? Ursula Junemann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.