Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. 21 Einkunnarorð dómnefndar i Sviþjóð um myndina voru: Einföld, kraftmik- il, öguð. En hér er átt við Hrafninn flýgur sem verður á sjónvarpsskjánum á laugardagskvöldið. Sjónvaipið laugardag kl. 21.50: Hrafninn flýgur Meistaraverk Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, verður sýnt alþjóð í sjónvarpinu á laugardagskvöld en á undan myndinni verður spjall við leikstjórann. Sem kunnugt er vakti „Hrafninn" alþjóðlega at- hygli þegar kvikmyndin var sýnd á aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Berlín 1984. Dómnefnd hátíðarinnar gaf henni í hvívetna lofsamlega dóma á borð við „Extraordinary filmmaking" sem var í ritdómi Variety. Var hún á aðaldagskrá kvikmyndahátíða allt frá Montreal til Tokyo. Hrafninn flýgur var gerð í samvinnu íslendinga og Svía og kom til álita við gullverðlaunaveitingu Sænsku akademíunnar árið 1985. Sænska kvikmyndaakademían veitti Hrafni Gunnlaugssyni „gullbjölluna" fyrir Hrafninn, sem er æðsta viðurkenning sem Svíar veita á sviði kvikmynda- leikstjórnar. Um þessar mundir er myndin komin á markað í Bandaríkjunum í nokk- uð breyttri mynd og nefnist „The Revenge of the barbarians". Sjónvarpið laugardag og sunnudag: Jamaíkakrám - ný bresk sjónvarpsmynd Jamaíkakráin eða Jamaica Inn er skáldsaga sem margir ættu að kannast við. Hún er eftir Daphne du Maurier og hefur komið út á íslensku. Ný bresk sjónvarpsmynd gerð eftir sögunni verður sýnd í sjónvarpinu á laugardag kl. 23.50 og sunnudag kl. 22.00. Ekki eru leikararnir af verri endanum en það eru þau Jane Seymour, Patrick McGoohan, Trevor Eve, John McEnerey, Billie Whitelaw og Pet- er Vaughan. Sagan gerist á öldinni sem leið. Ung stúlka fær athvarf hjá skyld- mennum sem búa á eyðilegum stað úti við hafið. Þar eru framin myrkraverk sem söguhetjan fær veður af og eftir það er líf hennar í hættu. Mary (Jane Seymour) og Francis Davey (John McEnerey) i hlutverk- um sinum i Jamikakránni. Stöð 2 laugardag kl. 19.00: Lucy Ball snýr aftur I sumar mun Stöð 2 sýna þætti Lucille Ball vikulega, í þáttum sem nefnast einfaldlega Lucy Ball Show. Hún er okkur að góðu kunn úr þáttum sem voru á dagskrá ríkissjónvarps- ins hér á sokkbandsárum þess. En þessi syrpa er ekki sú sama og við fengum að berja augum í þá daga, en þeir eru engu síðri því fröken Lucy er alltaf söm við sig. Hún mun sumsé skemmta íslendingum á sinn sérstæða hátt vikulega í sumar. landanum vikulega í sumar. Stöð 2 hvítasunnudag kl. 20.25: Meistari Urslitaþáttur Meistarans verður á dagskrá Stöðvar 2 á hvítasunnu- dag. Þeir þættir hafa verið um nokkurt skeið á Stöð 2 í umsjá Helga Péturssonar fréttamanns. Keppendur gáfu sig fram til keppn- innar og valdi hver þeirra sér sérsvið til að spreyta sig á auk al- mennra spurninga. Til úrslita keppa Ágústa Þorkels- dóttir bóndi, með sögu Samvinnu- hreyfingarinnar sem sérsvið, Illugi Jökulsson blaðamaður, með Róm- arstríðin sem sérsvið, Jóhannes Jónsson lögreglumaður, með ævi og störf Richards Wagner sem sér- svið, og Ragnheiður Erla Bjarna- dóttir líffræðingur sem tileinkað hefur sér landafræði íslands. Helgi Pétursson stjórnar úrslita- keppni Meistarans. Bylgjan laugardag kl. 8.00: Jón Gústafs lítur á það sem er framundan Jón Gústafsson hefur fært sig til og er nú á laugardagsmorgnum í stað Valdísar Gunnarsdóttur sem hefur séð um þann morgun hingað til. Jón er einnig með þætti á mánu- dögum þar sem mánudagspoppið er allsráðandi. Mætir hann þar með bros á vör eftir helgina. Hins vegar á laugardagsmorgnum leikur hann tónlist úr ýmsum áttum. lítur á það sem er framundan um helgina og tekur á móti gestum. RÚV, rás 2, laugardag kl. 14.00: Úrslit Poppgátuiuiar Urslitastund Poppgátunnar renn- ur upp á laugardaginn en þá munu þeir Halldór Ingi Andrésson og Kristján Gunnarsson leiða saman hesta sína. Jónatan Garðai-sson hefur haft veg og vanda af þáttunum. Hann hóf þessa þætti sína í fyrravetur og nutu þeir mikilla vinsælda. Poppgátan byggist á því að gefin eru dæmi úr popptónlist sem spurt er út frá. ýmist um meðlimi hljómsveitarinnar og eða atbm-ði sem tengjast lögunum. Er keppnin útsláttarkeppni í 12 þátt- um. Halldór Ingi. sem keppir til úrslita nú, vann keppnina í fvrra og gafst því tækifæri aftur í undanúrslitun- um til þess að revna að hreppa titilinn Poppgátumeistari '87, sem hann nýtti sér og komst áfram. Það skemmtilega við þessa tvo keppendur er að þeir eru báðir öllum hnútum kunnugir í tónlistarheimin- um því Halldór Ingi rekur Hljóm- plötubúðina en Kristján er hjá Skífunni. Vegleg verðlaun eru í boði frá rás 2 og Flugleiðum, ferð til Lon- don íyrir tvo. Charles During, Robert de Niro og Ed Flanders i Syndajátningar. Stöð 2 laugardag kl. 23.45: Syndajátningar Bandaríska kvikmyndin Syndajátningar (True Confessions) með Ro- bert De Niro i aðalhlutverki, þar sem hann leikur prest, verður á helgardagskrá Stöðvar 2. Robert Duvall leikur bróður prestsins, lögreglu- mann, en leiðir þeirra skerast þegar velgjörðarmaður sóknarprestsins er sakaður um morð á árunum í kringum 1940. Spurningin er um þagnareið prestsins og lagaskyldu lögreglumannsins. Myndin fékk mjög góða dóma sem vel gerð mynd, raunsæ og vel leik- in, enda úrvalsleikarar, svo ekki sé meira sagt. Auk Niros og Duvalls leika Charles During og Ed Flanchers. Frá úrslitum fegurðarsamkeppni íslands 1986. Á annan i hvítasunnu verður ný drottning valin i beinni útsendingu. Sjónvarpið annan í hvítasunnu kl. 23.40: Fegurðardrottn- ing íslands 1987 Bein útsending Annan í hvítasunnu verður fegurðardrottning íslands 1987 valin og mun Sjónvarpið sjá um að senda beint út frá úrslitakeppni og krýningu á Broadway. 10 stúlkur taka þátt í keppninni í ár. víða að af landinu. frá Norður- landi. ísafirði. Suðurnesjum. Hafnarfirði og síðast en ekki sist Reykjavík. Einnig verður „ungfrú Reykjavík" valin úr hópi Revkjavíkurstúlknanna. Tveir heimsfrægir menn verða við krýninguna. þeir Jonnv Logan. sem óþarft er að kynna nánar. og Gunnar Larsen. Og að sjálfsögðu mun hin nýgifta Hólmfríður Karlsdóttir mæta til leiks. RÚV, rás 2, annan í hvítasunnu kl. 22.20: „Að bægja kjam- orkuváimi frá dyrum' ‘ „Að bægja kjarnorkuvánni frá dyrum" nefnist þáttur sem er á dagskrá annan í hvítasunnu. Þátturinn er í umsjá Þorsteins Helgasonar og mun hann meðal annars ræða við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing um megin- muninn á kjarnorkuvopnum og öðrum vopnum, fælingu og um áhrif hugsanlegs tilraunabanns með kjarnorkuvopn. Einnig ræðir Þorsteinn við Erik Alfesen, forystumann í norsku friðar- samtökunum „Nej til atomváben", um hugsanlega yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, umfang þess, tilgang og fleira. Ennfremur flytur sr. Gunnar Kristjánsson pistil um kjarnorkuvopnaum- ræður í Bandaríkjunum, sem einkum snúast um fælingu og tæknilegar, pólitískar og siðfræðilegar takmarkanir hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.