Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Leikrit Hryllingsmynd Fullorðinsmui Tónlist íþróttir 0 Gamanmynd Barnamynd Fullorðinsmynd Astarsaga Vísinda- skáldsaga Hasarmynd Fjöiskyldumynd ® 0 Annað irickV.z Allen í systrahópi HANNAH AND HER SISTERS Útgefandi: Skífan. Leikstjóri og handritshöfundur: Woody Allen. Aðalhlutverk: Mia Farrow, Bar- bara Hershey, Dianne Wiest, Woody Allen, Michael Caine, Max Von Sydow og Sam Waterston. Bandarísk, 1986. Öllum leyfð. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta að Woody Allen er einn merkilegasti kvikmyndagerð- armaður Bandaríkjanna og oft á tíðum virðist hann vera sá eini sem þorir að fara eigin leiðir. í upphafi ferils síns í kvikmyndunum 'kom hann fram í hlutverki trúðsins og er ekki hægt að segja annað en að hann hafi átt óirúlega auðvelt með að kitla hláturtaugar áhorfenda með sérkennilegum uppátækjum. Þar var hann í raun að framléngja feril sinn sem „stand up come- dian“ en sem slíkur hafði hann er kjölfesta þeirra sem umgangast unnið á sviði og í sjónvarpi. Mynd- ir eins og Bananas, Take the Money and Run og Tólf stólar voru frábærlega fyndnar á köflum. Allen bar þó gæfu til að þroskast og af- rakstur þess hefur birst í fallegum, persónulegum, hlýjum og umfram allt mjög mannlegum mynduin. Hann hefur næmt auga fyrir því smágerða og er einkar laginn við að stilla upp myndavélinni með það í huga. Myndina um Hönnu og systur hennar er óhætt að flokka með Annie Hall og Manhattan. Zeleg, Broadway Danny Rose og Kaíró- rósin eru frekar útúrdúrar þó viðkunnanlegar séu. I Hönnu og systrunum segir Allen frá vanda- málum eiginmanns Hönnu sem girnist mjög mágkonu sína. Hanna hana og þó hún virðist vera veik þá stendur hún upp úr í þeirri óvissu og ringulreið sem umlykur þetta samfélag bandarísks milli- stéttarfólks. Allir eru að leita að einhvers konar hamingju en eng- inn er tilbúinn til að taka áhættu eða fórna neinu til að öðlast hana. Þó þetta verði að teljast alvarleg- asta mynd Allens til þessa þá blundar glettnin og kímnin ávallt undir niðri og þá aðallega í kring- um hina ímyndunarveiku týpu sem Allen leikur sjálfur. Þótt það séu skemmtileg innskot, er myndast vegna hans, þá hefði verið eðlileg- ast að sleppa þeirri persónu alger- lega. -SMJ Mia Farrow, Barbara Hershey og Dianne Wiest í Hannah and Her Sisters. Hrollurinn mikli Að vera glataður BETTER OFF DEAD Útgefandi: Steinar/CBS. Leikstjóri og handritshöfundur: Savage Holland. Framleiðandi: Michael Jatfe og Andrew Meyer. Aðalhlutverk: John Cusack, David Odgen Stiers, Diane Franklin og Kim Darby. Bandarisk, 1985. 93 mín. Öllum leyfð. Það eru mörg vandkvæðin sem herja á unglinga nútímans og það fær Lane Mayer að kynnast. Allt er honum andsnúið. Kær- astan yfirgefur hann fyrir meiri gæja. Skólinn er erfiður og foreldranir glataðir. Sjálfsmorð er því eina lausnin, eða hvað...? Bandarískar unglingamyndir hafa löngum átt upp á pallborðið hjá videoglápurum enda oft gripið til þeirra sem þægilegrar og inni- haldslausrar afþreyingar. Better oflf Dead er svo sannarlega ekkert tímamótaverk á þessum vettvangi en fyrir sakir furðulegs húmors, sem birtist á köflum í myndinni, má öðru hverju glotta við tönn yfir henni. Auðvitað eru klisjurnar á fullu hér; feiti strákurinn, leiðinlegi gæinn, draumadísinn, skynsama stelpan, furðufuglinn og sá sem allt snýst um - strákurinn sem er ekki eins vonlaus og hann (og allir) telur. Þessu er hrært saman og úr yrði venjulegur kokk- teill ef ekki kæmi til furðuhúmor eins og áður sagði. -SMJ THE BIG CHILL Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Framleiðandi: Mich- ael Shamberg. Myndataka: John Bailey. Handrit: Lawrence Kasdan og Barbara Benedek. Aðalhlut- verk: Glenn Close, Jeff Goldblum, William Hurt, Kevin Kline, Mary Kay Place, Meg Tilly, Jobeth Williams og Tom Berenger. Bandarisk, 1983, 101 min. Bönnuð yngri en 12 ára. Dauðinn tengir fólk saman; um það þarf varla að efast eftir að horft hefur verið á þessa mynd. Hópur fólks, sem er farið að nálgast miðjan aldur, kemur saman við út- för eins félags síns úr í háskóla. Hópurinn var mjög nátengdur á sínum tíma og marg- ir í honum líta á skólaárin sem bestu ár ævinnar. Söknuður yfir missi félagans er mikill en flestir virðast þó sakna jafnvel enn frekar sakleysis og áhyggjuleysis skólaár- anna. Hópurinn dvelst saman yfir eina helgi og reynir að endurlifa fyrri stemningu. Flest er þó breytt nema hin óendanlega þörf fyrir félagsskap hópsins þar sem hægt er að finna öryggi og vináttu. Margt er ákaflega vel gert í þessari mynd. Hæðinn ádeiluhúmorinn er ósköp viðkunn- anlegur enda passar Kasdan sig á því að fara aldrei út fyrir mörk velsæmisins. Hóp- urinn er af ’68 kynslóðinni sem átti svo marga drauma um ást, frið og jafnrétti. Margir í hópnum eru komnir nokkuð langt frá draumunum og þeir einu sem virðast ekki hafa sætt sig við það eru orðnir utan- veltu í þjóðfélaginu - nokkurs konar risa- eðlur síns tíma. Með öðrum orðum er ekki hægt að hafna verðmætamati og gildum þjóðfélagsins án þess að verða sjúskaður eiturlyfjasali (Nick) eða éinfaldlega fremja sjálfsmorð. Allir verða að taka þátt í leikn- um og gera það besta úr honum, eins og til dæmis Harold hefur gert sér ljósa grein fyr- ir - skóladraumarnir voru bara bamaskap- ur. Samtöl eru yfirleitt skemmtileg og fyndin, án þess þó að vera verulega gagnrýnin á hvað bandarískt þjóðfélag hefur gert úr þessum einstaklingum. Blaðamaðurinn ger- ir sér grein fyrir að hann er ekki að fást við neitt uppbyggilegt efni, leikarinn veit að það er innihaldslaus afþreying sem hann framleiðir og lögfræðingurinn telur að skjólstæðingar hans væm best geymdir bak við lás og slá. -SMJ BKTTER OFF DEAJ) ísi.iinskiuí nxiT* k> M, >■■-/ , JOHN n ♦ JHVJO OfMSTN' HXUSXSi * IMANK flUMKUN ^ ♦« JUM IHMBY. T4Mht: MVIT HI IMNi; \t<i»L I MtlALN »k ANDHtW Mm U. V«K «AM <M**i; WACi smi IHMIANO, MYHDBÖHD Mynd- bönd Umsjón: Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður Már Jónsson Þá hefur Ráðagóði róbótinn tekið efsta sætið eftir aðeins tvær vikur á lista. Þessi „hugljúfa“ mynd Johns Badham hefur greinilega fallið myndbandasjúklingum vel í geð, enda hefur hún flesta burði til þess að vera hin prýðilegasta af- þreying. Fjórar nýjar myndir eru inni á lista og er forvitnilegt að sjá mynd- ina Sleuth inni á lista en þetta er fræg mynd síðan 1972 með afburða- leikurunum Laurence Olivier og Michael Caine í aðalhlutverkun- um. Á þáttalistanum eru litlar breyt- ingar en þar trónir I’ll Take Manhattan í efsta sæti aðra vikuna í röð. -SMJ DV-LISTINN MYNDIR 1. (2) Short Circuit 2. ( 7) Better off Dead 3. ( 4) Howard 4. ( 1)Wanted Dead or Alive 5. ( -) Firewalker 6. ( -) The Clan of the Cave Bear 7. ( 3) Extremitis 8. ( -) Armed and Dangero- us 9. ( -) Sleuth 10. ( 6) A Bread Apart I ÞÆTTIR 1. (1) l’ll Take Manhattan 2. ( 3) Anna I Grænuhlíð 3. ( 4) Strong Medicine 4. ( -) My Brother Tom 5. ( 5) Pirates _______BANPARIKIN________ 1. (2) Ferris Bullers Day off 2. ( 3) Stand by Me 3. ( 1) Top Gun 4. ( 4) The Fly 5. ( 5) Legal Eagles 6. ( 8) Blue Velvet 7. ( 9) Soul Man 8. ( 6) Aliens 9. ( 7) Ruthless People 10. (10) A Room with a View

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.