Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1987, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1987.
63
Þetta
Pípuhattar
Vefðu teiknipappír umhverfis höfuð þitt. Límdu brúnirnar niður með límbandi.
Settu hólkinn ofan á annað pappírsblað og teiknaðu umhverfis hringinn. Teiknaðu
síðan annan hring öllu stærri, utan um hinn hringinn. Klipptu út.
Biddu einhvern fullorðinn um að hjálpa þér að klippa innri hringinn. Klippið litlar
raufir inni í hringinn og brjótið brúnirnar upp. Þá er hægt að festa hatt-barðið við
toppinn. Límdu brúnirnar niður með límpappír.
Búðu til fleiri hatta handa vinum þínum og síðan getið þið sýnt skemmtiatriði og list-
dansf
HITT!
□ Þ
D □ u
o
o
0^\
Hvað er búið að fela margar buddur í búðinni?
Sendið lausn til: BARNA-DV, Þverholti
11, 105 Reykjavík.
Finndu 5 atriði sem ekki eru eins á báðum
myndunum.
Síðan máttu lita myndirnar vel!
Sendið lausn til: BARNA-DV, Þverholti
11,105 Reykjavík.
Hér eru smáupplýsingar um Morten Harket
í A-ha:
Nafn: Morten Harket.
Foreldrar: Pabbi hans er læknir en
mamma hans kennari.
Hæð: 182 cm.
Fæddur: 14. september 1959.
Fæðingastaður: Kongsberg í Noregi.
Ahugamál: Músík og trúmál.
Tómstundagaman: Blómarækt.
Markmið: Að finna hina einu sönnu ást.
María, 15 ára í Hafnarfirði.
Og María sendi okkur líka þessa sögu:
Litli kanínustrákurinn og
hérinn
Einn morgun var glaða-sólskin.
Litli kanínustrákurinn og hérinn sátu
þögulir og hlustuðu á fuglana og býflugurn-
ar sem svifu um í loftinu. Þá datt héranum
dálítið í hug og hann sagði við kanínustrák-
inn: 1
„Heyrðu, eigum við að koma í feluleik?"
„Já, já, svaraði kanínustrákurinn."
„Ég skal vera hann,“ sagði hérinn.
Þeir byrjuðu.
Hérinn taldi 1-2-3-4-5-6-7-8-9
og 10.
Svo fór hann að leita. Hann leitaði og
leitaði. Klukkan var orðin 11 um kvöldið
og hérinn ekki enn búinn að finna kanínu-
strákinn.
Hérinn kallaði og kallaði, en ekkert svar.
Þá fór hann heim til sín og bað alla vini
og kunningja um að hjálpa sér að leita í
skóginum. Það var leitað lengi, lengi en þá
heyrði hérinn eitthvert snökt við hlið sér.
Hann kemur þá auga á göng og kallar á
leitarfólkið. Allir koma til hans og fara inn
í göngin.
Þar finna þau kanínustrákinn, fastan með
fótinn í holu og allan útgrátinn.
Þau flytja hann varlega heim og gefa hon-
um heitt kakó að drekka og smurt brauð 1
að borða. Kanínustrákurinn jafnaði sig
fljótt en sagðist aldrei fara aftur inn í þessi
óhappa-göng. Svo sofnaði hann vært.
María Steindórsdóttir,
Hellisgötu 15, 220 Hafnarfirði.