Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Síða 4
50
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1987.
BRAUTARHOLTI33 - SÍMI695660.
MMC Tredia, árg. 1983, beinsk.,
4d., rauöur, ekinn 58.000. Verð
330.000. Vökvastýri.
MMC Galant GLX, árg. 1985, 5 gíra,
4d., hvítur, ekinn 36.000. Verð
470.000.
MMC Colt GLX, árg. 1987, 5 gíra, Honda Civic sp, árg. 1984, 5 gíra,
4d., hvítur, ekinn 11.000. Verð 3d., blásans., ekinn 52.000. Verð
430.000. Vökvastýri. 400.000.
Vantar VW Jetta GL, sjálfsk., árg. 1985, gegn
staðgreiðslu.
GOH ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á
STAÐNUM, TÖLVUVÆDD ÞJÓNUSTA.
OPIÐ: Mánud.-föstud. kl. 9.00-18.30.
Laugard. kl. 10.00-17.00.
VW Golt GTI, árg. 1984, 5 gira, 2d.,
svartur, topplúga, ekinn 46.000. Verð
550.000.
Nissan Bluebird SIX, árg. 1987, 5
gíra, 5d., d-grásans., ekinn 6.000.
Verð 640.000. Sem nýr.
MMC Pajero SW bensín, árg. 1984,
beinsk., 5d., grár, ekinn 55.000. Verð
780.000. Góður bill.
Subaru hatchback, árg. 1983,
beinsk., 3d., grænsans., ekinn
60.000. Verð 340.000.
Oldsmobile Cutlass Ci, árg. 1985,
sjálfsk., 4d., hvítur, ekinn 42.000.
Verð 870.000. Toppeintak.
Citroen BX 16 TRS, árg. 1984,
beinsk., 5d., v-rauður, ekinn 50.000.
Verð 450.000, skipti á dýrari.
MMC Galant EXE 2000, árg. 1987, 5
gíra, 4d., hvítur, ekinn 3.000. Af-
mælisútgáfa.
Mercedes Benz 230E, árg. 1982,
sjálfsk., 4d., grænsans., topplúga,
ekinn 90.000. Verð 750.000.
VW transport, árg. 1983, beinsk.,
4d., blár, ekinn 51.000. Verð 550.000.
Húsbill.
Range Rover, árg. 1984, sjálfsk.,
5d., grásans., ekinn 45.000. Verð
1.100.000. Álfelgur.
Honda Civic, árg. 1983, beinsk., 3d.,
hvitur, ekinn 48.000. Verð 280.000.
Audi 100 CD, árg. 1985, sjálfsk., 4d.,
grásans., ekinn 23.000. Verð
1.000.000. Spes bíll.
Bílaj
DV
Flug og bíll...
Æ fleiri nýta sér þann ferðamáta
að kaupa flug og bíl í einum pakka
og leggja síðan upp í akstur um Evr-
ópu, ýmist langar ferðir eða stuttar.
Margs er að gæta í akstri um Evr-
ópulönd en slíkur akstur er alls ekki
erfiður þegar á hólminn er komið því
flestir uppgötva að umferðarmenn-
ing er í flestum löndum Evrópu á
mun hærra stigi en hér hjá okkur
og virðing fyrir umferðarreglum
meiri.
Þrátt fyrir allt tal um samræmingu
á milli landa, sérstaklega innan
EBE, þá hefur ekki tekist að sam-
ræma umferðarreglur og lög hinna
einstöku landa, þannig að ökumenn
þurfa að gera sér grein fyrir mismun
í þeim efnum á milli landa.
Hér á eftir fer stuttur listi yfir hin
einstöku lönd og þau atriði sem öku-
menn þurfa að hafa í huga. Gengið
er út frá föstum punktum sem hafa
ber í huga eins og öryggisbeltanotk-
un, að í hverjum bíl sé öryggisþrí-
hyrningur til nota við árekstur, slys
eða ef bíllinn bilar.
Vestur-Þýskaland
Öryggisbeltanotkun er skylda og
er sekt við því að nota þau ekki. Ef
öryggisbelti eru einnig í aftursæti er
skylda að nota þau. Börn yngri en
12 ára mega ekki sitja í framsæti.
Holland
Öryggisbeltanotkun er skylda.
Börn mega aðeins sitja í framsæti í
þar til gerðum barnastólum. Áfengis-
mörk í Hollandi fyrir bílstjóra eru
0,5 prómill. I akstri á aðalgötum er
ekki skylda að víkja fyrir sporvögn-
SSSiSSS
iívSis'íSvSS
V .-.NN "
.
ipii
Hraðbrautaakstur kann að virðast erfiður við fyrstu sýn en ef grundvallar-
reglur góðs og öruggs aksturs eru hafðar í fyrirrúmi er hann leikur einn
Belgía
I Belgíu ríkja svipaðar reglur og á
Norðurlöndunum. Öryggsþríhyrn-
ingur er þar skylda, líkt og í V-
Þýskalandi, ökumenn bifhjóla eru
skyldugir að nota hlífðarhjálma.
Áfengismörk eru 0,8 prómill.
Lúxemborg
Mjög svipaðar reglur hér hjá okk-
ur. Öryggisbeltanotkun lögskipuð.
Frakkland
í Frakklandi gilda sérstök hraða-
takmörk, þ.e. 80 og 110 km á klst.
ef rigning er, eða þegar rúðuþurrkur
eru í notkun á bílnum (í stað 90 og
130 km). Þar í landi mega börn yngri
en 10 ára ekki sitja i framsæti bíla.
Spánn
Það er talið ráðlegt fyrir ökumenn,
sem hyggjast aka á Spáni, að hafa
alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis.
Börn yngri en 15 ára mega ekki sitja
í framsæti bíla nema í þar til gerðum
stólum.
Portúgal
Ökumenn, sem aðeins hafa haft
ökuskírteini í eitt ár, mega ekki aka
hraðar en 90 km á klst. Sérstök
merki, 90 km, skal kaupa við landa-
mærin og líma aftan á bílinn.
Sviss
í akstri í fjalllendi Sviss á bíll, sem
kemur upp brekku, skýlausan rétt.
Vörubílar með aftanívagn eiga rétt-
inn fyrir fólksbílum og langferðabíl-
ar eiga réttinn fyrir vörubílum. Það
er skylda að kveikja ökuljósin í
akstri um jarðgöng.
Austurríki
1 Austurríki er hins vegar enginn
sérstakur réttur fyrir bíla sem koma
upp brekku. Ef blikkljós loga á neyð-
arsímunum, sem eru við vegkantana
á hraðbrautunum, þá hefur orðið slys
á veginum framundan og skylda að
hægja ferðina.
Ítalía
Við framúrakstur á ítölskum veg-
um er skylda að nota stefnuljósin
rétt. Öryggisbelti eru ekki lögbundin
og engin föst takmörk hvað varðar
áfengisprósentu ökumanna en þó ít-
rekað að ekki má aka undir áhrifum
áfengis.
Júgóslavía
Þar gilda svipaðar reglur og hjá
okkur. Áfengismörk eru 0,5 prómill.