Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1987, Page 3
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1987.
21
Lucilie Fray ásamt börnunum sínum 10 sem hún þarf að hverfa frá yfir móðunu miklu vegna krabba.
Stöö 2 sunnudag kl. 21.15:
Hver vill elska börnin mín?
Hver vill elska börnin mín? (Who
will love my children?) er mjög
óvenjuleg, dramatísk sannsöguleg
mynd sem spannar síðasta ár í lifi
sannkallaðrar hetju, Lucille Fray.
Hún býr ásamt eiginmanni sínum
og tíu börnum á litlu landi í Iowa
er upp kemst að hún þjáist af
krabbameini og á stutt eftir. Maður
hennar er drykkjumaður sem.alltaf
er að missá vinnuna og hún getur
ekki treyst honum fyrir börnunum,
þrátt fyrir að hann sé mjög góður
maður. Hún ákveður að undirbúa
börn sín og koma þeim í hendur
góðra fósturforeldra sem hún legg-
ur allt sitt í að leita uppi fyrir
dauða sinn.
Myndin er einkar vel gerð og
höfðar til innstu tilfinninga í fólki.
Eir.s gott er að vera sem best við
öllu búinn og hafa tiltæk hand-
klæði í sjónvarpsholinu.
I aðalhlutverkum eru Ann
Mhrgret sem leikur Lucille Fray
og hefur hún fengið mjög góða
dóma fyrir leik sinn í myndinni,
Fredric Forrest sem leikur eigin-
mann hennar, Cathryn Damon,
Donald Moffat, Lonny Chapman
og Patrica Smith. Leikstjóri er
Jchn Erman en sagar. er skrifuð
af Michael Bortman.
RÚV, rás 2, kl. 18.00:
Grillað á landsmóti
Það verður mikið grillað á lands-
móti UMFÍ á Húsavík um helgina
og í tilefni af því og ýmsu öðru
verður þátturinn Við grillið á rás
2 sendur beint út frá tjaldstæðinu
á Húsavík.
Efni þáttarins að sinni er nokkuð
frábrugðið hefðbundnum grillþátt-
um af því að á laugardaginn verður
brugðið á leik með landsmótsgest-
um á tjaldstæði, í gleðskap, glaumi,
gríni, glensi og gamni af ýmsu tagi.
Ekki er svo ólíklegt að gefin verði
upp uppskrift af því hvernig á að
grilla eina pylsu eða svo og aldrei
er að vita nema einn og einn lands-
mótsgestur verði „grillaður' í
skemmtilegum spurningaleik.
Fylgist því með „grillveislu laugar-
dagsins" á milli sex og sjö.
Grillkokkar þáttarins verða
Bryndís Jónsdóttir, Sigurður
Blöndal, Arnar Björnsson og Pálmi
Mattíasson.
RÚV, rás 1, sunnudag kl. 22.20:
Vesturslóð
Um þessar mundir sjá Trausti
Jónsson, Hallgrímur Magnússon
og Margrét Jónsdóttir um þátta-
syrpu á rás 1 sem þau nefna
Vesturslóð. Þar kynna þau tónlist
sem allajafna heyrist ekki á öldum
ljósvakans, nefnilega bandaríska
tónlist frá fyrri tíð. í síðasta þætti
kynntu þau söngva frá 19. öld um
trúarleg efni, einkum um dauðann
og lífið fyrir handan.
Nokkra slíka fá útvarpshlustend-
ur að heyra í þættinum á sunnu-
dagskvöldið en meginefni þáttarins
verður söngvar um þjóðfélagsleg
efni frá síðari hluta nítjándu aldar.
Er óhætt að mæla með því að menn
leggi við hlustir því bæði er að lög-
in eru laglega samin og einnig
flutningurinn eins og best verður
á kosið. Einnig er fróðlegt að kynn-
ast þeim viðhorfum sem birtast í
textunum um stéttarsamtök í ört
vaxandi borgarsamfélagi.
íslensk stúlka, Halldís Ólafsdóttir, keppti fyrir hönd Noregs i Vestur-
Þýskalandi.
Sjónvarpið sunnudag kl. 16.00:
Evrópukeppni
ungra dansara
Í vor var Vestur-Þýskaland mið-
depill ungra dansara en þar var
efnt til mikillar keppni dansara
undir tvítugsaldri. í þeirri keppni
tók þátt ung íslensk stúlka. sem
búsett er í Noregi. og var fulltrúi
Noregs í þessari Evrópukeppni.
Stúlkan heitir Halldís Ólafsdóttir
og stóð hún sig með stakri prýði.
Keppnin fór fram í annað sinn
og er fyrirhugað í framtíðinni að
efna til hennar annað hvert ár.
Stjarnan sunnudag Jkl. 11.00:
Viðtal við ræðismann Ítalíu á íslandi
Jón Axel fær á sunnudag góðan
gest í heimsókn. Ragnar Borg. ræð-
ismann Ítalíu á íslandi. Hann hefur
haft mikil afskipti af hvers kyns
félagsmálum og er áhugamaður um
Ítalíu. bæði land og þjóð.
Þeir félagar munu ræða um starf
ræðismannsins. í hverju það felst.
innflutningsverslaun á Islandi í
dag og stöðu hennar. innanlands-
framleiðslu. þátttöku Ragnars í
félagsmálum og síðast en ekki síst
Ítalíu.
Athyglisvert viðtal á sunnudag
kl. 11.00 enda hefúr Ragnar frá
mörgu fróðlegu og skemmtilegu að
segja.
Hverjir eru framtíðarmöguleikar
þessa fólks?
Stöð 2 laugardag kl. 20.00:
íbúar jarðarinnar
5 milljarðar
Á þessu ári mun fólksfjöldi verða
hvorki meira né minna en fimm
milljarðar. Laugardagurinn 11. júli
hefur verið valinn af Sameinuðu
þjóðunum til þess að fagna þessum
viðburði. í þætti, sem verður á Stöð
tvö, hugleiða nokkrir sérfræðingar
framtíð fólks á jörðinni, svo sem
framtíðarmöguleika og manníjölda
á næstu árum og áratugum.
Bylgjan laugardag og sunnudag kl. 8.00:
Sjónvarpið laugardag kl. 21.15:
Maður vikunnar
nýr innlendur þáttur
Nýr þáttur hefur göngu sína á
laugardagskvöld í umsjá Sigrúnar
Stefánsdóttur sem nýlega hefur
lokið doktorsgráðu í fjölmiðlafræð-
um i Bandarikjunum. 1 þessari
þáttaröð mun sjónvarpið kynna
vikulega einhvern þann mann sem
skarað hefur fram úr á einhvern
hátt eða látið gott af sér leiða í
vikunni.
Hér er um hálfgert lottó að ræða
þar sem þetta er ákveðið á síðustu
stundu og vebður ekkert sagt frá
fyrr en þátturinn verður á skjá
sjónvarpsins.
Þátturinn er ekki bundinn við
að einn einstaklingur hljóti titilinn
heldur geta einnig félagasamtök
og fleiri hreppt hnossið. Yfirbragð
þáttanna verður jákvætt og ekki
endilega frægt fólk valið maður
vikunnar.
Sigrún Stefánsdóttir hefur umsjón
með vali manns vikunnar.
Hvað myndir þú vilja heyra einn á þessari eyju?
Jón Gústafsson verður að vakna
snemma alla helgina, hvort sem
honum likar betur eða verr. því
hann verður sem fvrr með þátt á
Bylgjunni kl. 8.00 á laugardags-
morguninn en á sunnudag tekur
hann við af Herði Arnarssvni, með-
an hann spókar sig i sólinni. og
leikur Papeyjarpopp.
Laugardagsmorgunninn fer að
mestu i tónlist úr ýmsum áttum og
litið verður á það sem er framund-
an, auk þess munu gestir setjast inn
í stúdíóið. Sunnudagsmorgunninn
verður þægilegur að vanda en
klukkan 11.00 fær Jón góðan gest
sem velur uppáhaldspoppið sitt,
svokallað Papeyjarpopp sem bygg-
ir á þeirri hugmynd hvaða tónlist
viðkomandi gestur veldi sér ef
hann væri einn á eyðieyju.
Næstu ellefu laugardaga tekur
Edda Þórarinsdóttir tali fólk sem
staðið hefur framariega á sviði
menningar- og listalifs.
RÚV, rás 1, kl. 15.00:
Bríet Héð-
insdóttir
nóngestur
Annar þátturinn í tólf þátta syrpu
Eddu Þórarinsdóttur, sem hún
nefnir Nóngesti, er á dagskrá ríkis-
útvarpsins á laugardag. Hún tekur
þar tali fólk sem staðið hefur fram-
arlega á sviði menningar- og lista-
lífs í landinu. í þættinum á
laugardaginn kemur ræðir hún við
Bríeti Héðinsdóttur um leikhús.
óperur og fleira. En síðast setti hún
upp óperuna Aidu á meistaralegan
hátt. Og eins og aðrir gestir Eddu
í þessum þáttum velur Bríet sjálf
tónlistina sem flutt verður í þættin-
Jón með þægilega og
óþægilega tónlist