Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. NEYTENDUR, ATH. Stjórnvöld hafa ákveðið aukna niðurgreiðslu á framhlutum dilka í gæðaflokknum Dl. Samkvæmt því lækkar verð þess um kr. 24 kg. Verðlækkunin gildir til ágústloka. Framleiðsluráð landbúnaðarins. FÓSTRUR - FÓSTRUR Á dagheimilið Dyngjuborg vantar okkur fóstrur eða annað uppeldismenntað fólk í tvær og hálfa stöðu frá 1. sept. nk. eða eftir samkomulagi. Um er að ræða dagheimili sem verið er að skipta í tvær einingar og skipuleggja upp á nýtt. Upplýsingar veita forstöðumenn í síma 31135 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður í þýsku og rafiðngreinum við Fjölbrautaskóla Suður- lands, Selfossi, er framlengdur til 27. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. MYNDL/STA- OG HA NDÍÐA SKÓLI ÍSLANDS FYRIRSÆTUR Karlar og konur óskast til starfa í vetur. Upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Afsöl og sölutilkynningar Ertu að kaupa eða selja bíl? Þá höfum við handa þér ókeypis afsöl og sölutilkynningar á smáauglýsingadeild Þverholti 11, sími 27022 Ferðamál • '-'iV'' *• V-S v ■ ÚM *il AÉ kgm . ' •i fsir h , •■v wmk Wmim '*$&<"*W 'jsm’ ‘ J ■'jA . V ■' f''' S« 0É Wdá •.‘"S . 3$ Ofi *l(Mj Wmjm u Spánn hefur lengi verið einn vinsæl- asti viðkomustaður ferðamanna. Nú í ár hefur enn orðið aukning á straumi ferðamanna þangað en ferðamenn sem þangað hafa farið í ár eru nú orðnir meira en 50 milljón- ir. Þetta gefur Spáni miklar gjaldeyr- istekjur og í ár hefur verið sett heimsmet, 14 milljarðar Bandaríkja- dala hafa komið í kassann. Spánverjar eru nú í auknum mæli famir að kynna aðra hluta en suður- strendur landsins ferðamönnum, ekki hvað síst Galicíu og Baskahér- uðin. Þessi héruð njóta nú sívaxandi Spilað á sekkjapipu i Gijón. vinsælda meðal ferðamanna og er ferðamannaþjónusta þar í mikilli uppbyggingu. Nafh Galicíu er frá Rómverjum komið en þegar þeir hemámu svæð- ið, um einni öld f. Kr., bjó þama þjóð sem þeir kölluðu Gallaeci. Hvaðan sem heitir Omjo og er göróttur með afbrigðum enda oft 70-80% að styrk- leika. Galicíumenn tala eigið tungumál en það er skyldara portúgölsku held- ur en spænsku enda var um sama mál að ræða allt fram á elleftu öld. Kantabríustrandlengjan Strandlengjan milli Vigo í Galicíu og Santander í Baskalandi er um 800 kílómetra löng og er talin einhver sú fallegasta leið sem hægt er að fara á Spáni. Þama er að vísu rigninga- samt en þó sést til sólar mest allt sumarið. Vegna þess hve loftslagið er frábmgðið Miðjarðarhafsloftslagi er og gróðurfar með öðrum hætti, þama er allt iðjagrænt og minnir helst á írland. Santiago de Compostela Þetta er fyrrum höfúðborg Galicíu og hér eiga að liggja bein heilags Jakobs og því er þetta heilagur stað- ur. Það er því mikið um göngur pílagríma þama en þeir fara leið sem heitir el camino de Santiago, ganga heilags Jakobs. Þessi leið var ein vinsælasta leið ferðamanna á mið- öldum og er hún fræg úr miðaldasög- um eins og Kantaraborgarsögum. Það skal því engan undra þó trúar- líf setji nokkuð svip sinn á borgina sem er alltaf hálffull af pílagrímum. Dómkirkjan var byggð á tveimur öld- um og stóð smíði hennar frá 10. öld til þeirrar tólftu. Þama er bæði há- sínar að rekja til Vigo. Eins og svo víða á Spáni beina sveitar- og bæjar- stjómir ómældu fé til listsköpunar ungs fólks en atvinnuleysi hefur gert það að verkum að eiturlyfjaneysla ungs fólks er með ólíkindum mikil og er þetta liður í baráttunni gegn þeim vágesti sem heróínið er. La Coruna hét á tímum Rómverja Coronium og var mikilvæg hafnar- borg. í dag em miklar siglingar þaðan til Suður og Mið-Ameríku, auk þess sem samgöngur em greiðar til norðurhluta Evrópu. Vegna þessara siglinga var borgin rík á síðustu öld en þegar Spánn missti nýlendur sínar á Kúbu og Puerto Rico missti borgin spón úr aski sínum Nálægt borginni er einkennilegur tum sem kallaður er Herkúlesartum og er sagt að Föníkar hafi byggt hann. Það munu þó vera Rómverjar sem byggðu hann og hefur hann trú- lega verið viti en hann er notaður sem slíkur nú. Nokkuð vestar er svo vesturendi Galicíu en hann var löng- um talinn vestasti hluti Evrópu og þar með endimörk heimsins, Finis- terre, eða Finis Terrae, eins og hann var kallaður áður. El Ferrol Þama var sá gamli fæddur, já Franco var Galicíumaður. Þetta er helsta flotahöfh Spánverja og þriðja stærsta höfn landsins frá náttúrunn- ar hendi. Rétt hjá er svo kafbátalægi. ■London París CORUNA Santiago de Compostela Finisterre- rj * /...VL höfði , ' ..••••' DV-kort: JRJ BISKAJAFLÓI Oviedo v ASTÚRÍAS GALICÍA Kantabriuhafið Græna ströndin _ , . Santander Altamírahellarnii Covadonga- • B þióðgarðurinn . ♦ ^ J*...••...••• KANTABRIA, Picos de Europa • Fuente Dé LEON PALENCÍA CD c m O o C/5 þessi þjóð er upprunnin er ekki vitað með vissu en talið er að hún hafi ekki verið fberar heldur telja margir að þar hafi Keltar farið. Og víst er það að galicískum landsháttum svip- ar mjög til þeirra svæða sem Keltar sóttu í. Þá spila Galicíumenn á sekkjapípur og hörpur og trúa á álfa og drauga, allt hlutir sem taldir hafa verið einkenni á Keltum Loks má geta þess að Galicíumenn hafa gam- an af því að drekka brenmvín og verða þá gjaman ofurölvi líkt og ís- lendingar. Þeir eiga sér þjóðardrykk skóli og erkibiskupsstóll en sá hefur löngum keppt við erkibiskupsstólinn í Toledo um embættisvald yfir Spáni. Háskólinn býður svo aftur upp á sumamámskeið í spænsku og galis- ísku fyrir erlenda námsmenn og hefur mikið verið sótt í þau. LaCoruna Þar eru hlutimir talsvert með öðr- um hætti. Þar blómstrar rokktónlist, teiknimyndasögur, tískuhönnun, myndlist og video enda er hér í gangi mikil „movida“ sem á raunar rætur Ribadeo Þama fyrst er landslagið farið að minna á frland, regn, grænar hlíðar, ávalir hólar, þama byrjar Asturias. Ribadeo er lítil höfh sem liggur við fjarðarmynni. Þama gerðu víkingar mönnum lífið leitt á sínum tíma. Þama tekur við græna ströndin, Costa Verde, en hún nær allt inn f Baskaland. Þar liggur Castropol en þar em einhverjar bestu laxveiðiár Spánar, Nara og Eo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.