Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 7 Fréttir Kringlan: íhuga harðari viðuriög - leggi fólk bílum sínum á akbrautina „Það má segja að umferðin hafi gengið þokkalega miðað við álagið," sagði Ríkharð Björgvinsson, varð- stjóri í umferðardeild lögreglunnar, þegar hann var spurður hvemig um- ferðin við Kringluna hefði gengið undanfarið. Sagði hann að reynst hefði nauðsyn- legt að hafa lögreglumann við Kringl- una alla daga til að stjóma þar umferðinni og gæta þess að fólk leggði ekki bílum sínum á akbrautina, en að því hafa verið nokkur brögð. Hafa slíkir bílar verið sektaðir og þeir fjar- lægðir og sagði Ríkharð að jafhvel þyrfti að íhuga hvort ekki væri hægt að beita menn enn harðari viðurlögum því af lagningu bílanna skapaðist hætta og miklar tafir. Ekki sagði Ríkharð að nein slys eða óhöpp hefðu átt sér stað viðKringluna þrátt fyrir mikinn umferðarþunga. -ój Fornaströnd á Seltjarnarnesi hlaut útnefninguna fegursta gata Seltjarnar- ness. Var hún vel að titlinum komin. Margir laxanna, sem skiptu um heimkynni og synda nú um í Norðlingafljóti, eru vel vænir enda er þyngd þeirra Norðlingafljót orðið laxveiðiá Löxunum ekið til veiðimannanna „Þetta er ægifagurt svæði en hing- að til hefur áin ekki boðið upp á annað en örfáa silunga. Með því að flytja fiskinn þangað erum við búnir aó fá stórskemmtilegt veiðisvæði með miklu af laxi,“ sagði Sveinn Jónsson sem ásamt bróður sínum, Þorgeiri, hefur sleppt fullvöxnum laxi á svæði sem þeir hafa á leigu í Norðlingafljóti í sumar. „Við gerum þetta í þrennum til- gangi. I fyrsta lagi erum við að athuga hvort í ánni séu skilvrði fyr- ir laxinn og reynslan hefur ótvrirætt sýnt að svo er. Í öðru lagi enun við að athuga hvort laxinn hrygnir í ánni í haust og vetur. í þriðja lagi er þetta viðskiptalegs eðlis. Við selj- um veiðileyfi á stórkostlegt veiði- svæði sem hingað til hefúr verið svo til fisklaust." Þeir bræður hafa keypt um tvö hundruð laxa frá Lárósi, 5-25 punda. og hafa flutt þá með fiskflutningabíl- um í fiögur þúsund litra ílátum um 160 kílómetra leið. Að sögn urðu engin affóll á laxinum í flutningun- um sem gengu að öllu leyti eins og í sögu. Norðlirigafljót fellur í Hvítá í Borgarfirði rétt f>TÍr ofan Bama- fossa. Lax gengur upp Hvítá en kemst ekki lengra en að Bamafoss- um og því er enginn lax i Norðlinga- fljóti sem er á frægu laxasvæði og rennur meðal annars samhliða Kjarrá. ..Við hlevptum löxunum í svæði sem er rétt fyrir ofan þar sem Norð- lingafljót fellur í Hvítá. Laxamir verða á sex kílómetra afgirtu svæði. kjarrivöxhu og fallegu vatnasvæði. Þeir sem hafa veitt i Norðlingafljóti em mjög ánægðir og hafa fengið þetta þrjá til fjóra væna laxa á stöng á dag." Það er enginn eldislax sem sleppt hefur verið í Norðlingafljót heldur venjulegur, fullvaxinn lax og hiygn- umar eru hrognafúllar. Ætlunin er að láta laxinn hrygna á svæðinu en seiðin geta síðan gengið niður Bamafossa og út í sjó. ..Ef seiðin finna aftur ána og skila sér upp að Bamafossum er ljóst að laxarækt í Norðlingafljóti er raun- hæf og þá höfúm við í hyggju að reisa laxastiga við Bamafossa." sagði Sveinn. Sveinn sagði að sala veiðile\fa í Norðlingafljóti gengi vel. Þeir seldu le\'fi f>TÍr tvær stangir á dag og kost- ar stöngin fimm þúsund krónur. í veiðileyfúnum er innifalin aðstaða í meiriháttar tjaldi. eins og Sveinn orðaði það. og eiu tvö herbergi í tjaldinu. Auk þess er útveguð gisting hjá ferðaþjónustu bænda ef menn óska þess frekar. ATA Seltjamarnes: Fomaströnd fegurst Bæjarstjóm Seltjamamess bauð nýlega til kaffidrykkju í Félagsheimil- inu en þá vom afhentar viðurkenning- ar til garðeigenda sem til þeirra höfðu unnið. Það var umhverfismálanefnd Sel- tjamamess í samvinnu við félagasam- tök sem valdi úr þá garða sem taldir vom bera af í ár. Þáð vom garðamir að Látraströnd 13 en eigendur em Þórður Gröndal og Ema Guðlaug Jónsdóttir, Selbraut 7, eigendur Guð- mundur Bjamason og Edda Ingólfs- dóttir, og Neströð 5, eigendur Einar Benediktsson og María Guðmunds- dóttir. Fegursta gata bæjarins var einnig valin og var það Fomaströnd sem hlaut viðurkenninguna. -JFJ Selbraut 7 hlaut einnig viðurkenningu en eigendur em Guðmundur Bjarnason og Edda Ingólfsdóttir. Takmarkað magn. Innkaupastjórar, hafið samband sem fyrst í síma 91-37710. Frábært verð. Tvíhjól með fótbremsum, handbremsum, standara og hjálparhjólum. Barnið getur haft fæturna á pedulunum meðan mamma eða pabbi ýta með stýris- stönginni - hjólið snýst en pedalarnir ekki. Auk þess er nú fínasta handbremsa. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI V/SOGAVEG, SÍMI 37710.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.