Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 1
33. TBL. LAUGARDAGUR 22. AGUST 1987.
Afmælisveislan
Loksins er kominn 4. ágúst. Dísa litla er orðin 7 ára. Hún er búin
að bíða lengi eftir þessum degi. Mamma hefur bakað köku handa
henni og systur hennar. Þær fara og fá sér að drekka og Dísa blæs á
7 kerti. Svo kom mamma og gaf Dísu dúkku í afmælisgjöf og þær
sungu „Hún á afmæli í dag!“
JÓHANNA HELGA MARTEINSDÓTTIR, 6 ára,
Reykási 25, 110 Reykjavík.
Óvænt afmælisgjöf
Dísa átti afmæli. Hún varð 7 ára. Margir krakkar komu í afmælið.
Meðal þeirra voru Anna, Ari, Lóa og Óli. Dísa fékk margt skemmtilegt
í afmælisgjöf, t.d. sippuband, bók, brúðu, bolta og margt fleira. En hún
hafði ekkert fengið enn frá mömmu sinni og pabba. Þess vegna hélt
Dísa að þau hefðu gleymt að kaupa afmælisgjöf handa henni. Dísa
reyndi að sætta sig við það með því að fara í alls konar leiki. En það
dugði ekki. Þegar krakkarnir voru að fara að drekka var Dísa komin
í hálfgerða fýlu. Þá kom mamma með ljómandi fallega brúðu og rétti
Dísu. Þá varð Dísa mjög glöð og lék sér með brúðuna allan daginn
þangað til hún sofnaði.
JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR, 10 ára,
Brekkubæ 38, 110 Reykjavík.
Sóley á afmæli
Það hafði verið mikið að gera hjá Sóleyju og mömmu hennar þennan
morgun því Sóley átti 6 ára afmæli þennan dag. Klukkan var að verða
hálfþrjú er Sóley fór að klæða sig í sparikjólinn og mamma batt nýju
hvítu slaufurnar í hárið á henni. Sóleyju fannst næstu 10 mínúturnar
sem heil eilífð. En þá komu fyrstu gestirnir, frænkur hennar Margrét
og Elísabet. Sóley var að taka upp pakkann er fleiri gestir komu og
hún fékk marga fallega pakka.
HILDUR EINARSKÓTTIR,
Efstasundi 91, 104 Reykjavík.
Afmælið hennar Dagnýjar
Hún Dagný tekur á móti gestunum þegar þeir koma í afmælið henn-
ar. Þa'u byrja á því að fara í leiki og fyrst er farið í „í GRÆNNI
LAUTU“ og síðar í marga fleiri leiki.
Síðan tekur hún upp gjafirnar. Frá Siggu fékk hún dúkku, frá Margr-
éti fékk hún Tony-hest, frá Hrafnhildi fékk hún bangsa, frá Ólöfu fékk
hún kodda og sæng og margar fleiri gjafir.
Eftir það fara þau að borða kremköku, en fyrst blæs Dagný á kert-
in. Þau eru sjö því hún er sjö ára. Síðan syngja þau afmælissönginn
og klappa fyrir Dagnýju. Hún hefur karamellusprengjur og allt mögu-
legt. Að lokum fara þau aftur í leiki.
ÓLÖF ÓLAFSDóTTIR, 7 ára,
Þinghólsbraut 22, 200 Kópavogi.
Afmælisveislan
Lóa átti afmæli í dag. Hún varð 7 ára í dag. Hún fékk dúkku frá
mömmu. Það var hellingur af kökum. Sigga frænka kom í heimsókn.
Lóu fannst rosa gaman. Hún fékk að skera fyrstu sneiðina. Lóu fannst
kökurnar mj ög góðar. Þegar þær voru búnar að borða fóru þær að leika.
BERGLJÓT STEINSDÓTTIR, 8 ára,
Kársnesbraut 66, 200 Kópavogi.
Afmælisdagurinn
Guðbjörg átti afmæli og varð 7 ára gömul. Afmælið byijaði klukkan
þrjú. Þegar hún vaknaði um morguninn fékk hún gjöf frá mömmu
sinni. í pakkanum var dúkka. Guðbjörg lék sér með hana alveg þang-
að til gestirnir komu. Þegar allir voru komnir var farið að drekka.
Guðbjörg fékk að skera sjálf sneið af kökunni. Þegar hún var búin
að blása á kertin sungu allir afmælissönginn.
RAKEL GUÐFINNSDóTTIR,
Seilugranda 8, 107 Reykjavík.
Gunna á afmæli
Þegar ég var 7 ára þá bauð ég bestu vinkonu minni í afmælið mitt.
Hún heitir Maja. Mamma kveikti á kertunum og síðan fórum við að
drekka. Mamma var búin að baka stóra súkkulaðitertu og annað gott
meðlæti og við drukkum heitt kókó með. Þegar við vorum búin að
drekka þá tók ég upp afmælispakkana mína. Mamma gaf mér fallega
dúkku en Maja gaf mér hljómplötu. Ég var ánægð með þessar gjafir.
Síðan fórum við út í leiki og við fórum líka í mömmó inni í herberg-
inu mínu. Ég var mamman en Maja var stóra systirin. Þegar kvölda
tók þá var ég orðin þreytt og ég kvaddi Maju vinkonu mína og svo
þakkaði ég mömmu fyrir daginn og fór að hátta með nýju dúkkuna
mína.
RAGNHILDUR RAGNARSDÓTTIR, 7 ára,
Ánalandi 8, 108 Reykjavík.
Umsjón: Margrét Thorlacius kennari
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan
í 37. tbl. og hlýtur ef til vill verðlaunin.