Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 2
48
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987.
ÍLA
Bji
Qankinn
Hamarshöfða, sími
Nissan Bluebird 1986 1,6, 4 cyl., 5
gíra, 3ja dyra, ekinn 17 þús., koks-
grár. Verö 520.000.
Opel Kadett GSI árg. 1985, 4ra cyl.,
5 gíra, 2ja dyra, ekinn 26.000 km,
litur rauður. Verö 650.000.
Dodge RAM Se Royale 1983, 8 cyl.,
sjálfsk., 3ja dyra, ekinn 35 þús., grár.
Verð 910.000.
M. Benz 190 D árg. ’85, sjálfsk., 4
dyra, ekinn 157 þús., beige. Verö
880.000.
Porsche 924 turbo '81, 5 gira, 2
dyra, ekinn 106 þús., blásans. Verö
880.000.
VW Golf C árg. '85, 4 gira, 2 dyra,
ekinn 38 þús., blár. Verö 450.000.
Toyota Corolla árg. ’84, 5 gira, 5
dyra, ekinn 39 þús., gullsans. Verð
370.000.
Daihatsu Charade árg. '87, turbo, 5
gíra, 3 dyra, ekinn 13 þús., hvítur.
Verð 450.000.
Chevrolet Corvette offical pace car
1978, 8 cyl., sjálfsk., 2ja dyra, ekinn
55 þús. mílur, svartur/grár. Verð
1.000.000.
Opið mánudaga -fimmtudaga kl. 9-22, föstu-
daga - laugadaga ki. 9-19, sunnudaga kl.
13-18.
VW GL1987,4 cyl., beinsk., 3ja dyra,
ekinn 11 þús., hvítur. Verð 640.000.
Mazda 929 - 2000 HT. 1983. Sér-
stakur bíll, aðeins ekinn 29 þús. km,
sjálfskiptur, aflstýri, cruisecontrol,
digitalmælar og upplýsingaskjár,
sérfjaðrandi á öllum hjólum, raf-
magnsrúðuvindur, diskabremsur á
öllum hjólum o.fl. o.fl. Upplýsingar:
Bílabankinn, 673232.
Chevrolet Blazer - Silverrado - 6,9
dísilvél, 1982, með öllu: Sjálfskipt-
ur, cruisecontrol, aflstýri, veltistýri,
rafmagnsrúðuvindur og læsing,
dökkt gler, stórir hjóibarðar, tvö-
faldir demparar aö framan, mjög
gott útvarp/segulband og formagn-
ari, 4 stórir hátalarar, loftkæling.
Upplýsingar: Bílabankinn, 673232.
Bílar
Skoda Favorit - vel heppnuð nýsmíði frá Tékkóslóvakíu. Svipað yfirbragö og á Lada Samara en með svip frá Citroen.
Nýr Skoda
— nýtt útlit
og framhj óladrif
Nýi bíllinn frá Skoda, Favorit,
fimm dyra og framhjóladrifmn, er
nú kominn fram í dagsljósið. Þetta
er fyrsti nýi bíilinn sem kemur fram
í dagsljósið frá Tékkóslóvakíu í mörg
ár en bíllinn var sýndur í fyrsta sinn
í heimabæ Skodaverksmiðjanna,
Mloda Boleslava, fyrir nokkru. Ai-
mennt var búist við að bíllinn myndi
sjást á Alþjóðlegu bílasýningunni í
Frankfurt en Tékkar völdu að sýna
hann á heimavígstöðvum fyrst.
Ekki kemur þessi nýi bíll þó á al-
mennan markað alveg strax, fyrst
verður haldið áfram að sýna hann á
bílasýningum ásamt því að haldið
verður áfram að reyna hann enn
frekar áður en byrjað veröur að
fjöldaframleiða hann og þá fyrst fyr-
ir heimamarkað.
Reiknað er með að bíllinn verði til-
búinn til útflutnings um áramótin
1988/1989.
50 millj'arðar króna í þróun
Það er greinilegat að Skoda-verk-
smiðjumar hafa lagt mikiö undir til
að hönnun og smíði bílsins tækist
sem best. Alls hafa verksmiðjurnar
lagt sem svarar 50 milljörðum króna
til undirbúnings á smíði bOsins. Fjár-
magnið hefur farið til þess að byggja
nýjar verksmiðjudeildir, ný færi-
bönd og auka notkun vélmenna til
smíðinnar.
Miðað við fyrstu viðbrögð í erlend-
um bílablöðum hefur Skoda tekist
ætlunarverk sitt. Bíllinn er mikil
framfór frá eldri gerðunum eins og
130 GL. í útliti þykir hann jafnvel
betur heppnaður en harðasti keppi-
nauturinn, jafnt í austri sem og
vestri, Lada Samara.
Teiknaður af Bertone
Til að tryggja góða hönnun fóm
þeir hjá Skoda í smiöju til Bertone
hins ítalska. Útkoman varð rýmri
bíU en áður, mun hljóðlátari, búinn
betri þægindum og í heild nýr bíll.
Tæknilega séð hefur þessi bíll upp
á margt að bjóða umfram þá bíla sem
fram að þessu hafa komið frá Skoda.
Tékkar sjálfir vilja meina að bílhnn
eigi ekki að seljast í ódýrasta verð-
flokki eins og núverandi bílar
verksmiðjanna, heldur eigi gæði og
útbúnaður bílsins að tryggja söluna.
í raun er þessi nýi bíll einum flokki
ofar en eldri bOamir em í dag.
Undirvagn I samvinnu
við Porsche
Reiknað er með að þessi nýi Skódi
muni veröa á lægra verði en keppi-
nauturinn Lada Samara, enda stefnt
að því að aðalsmerki verksmiðjanna
verði áfram ódýrir bílar.
Þegar bíllinn var kynntur á dögun-
um gafst mönnum tækifæri til að
reynsluaka frumgerð bOsins. í heOd
er hann búinn betri aksturseiginleik-
um og er það ekki síst að þakka
nýjum undirvagni sem hannaður er
í samvinnu við Porsche. Framhjóla-
drifið gerir einnig sitt til að bæta
aksturseiginleikana. Að sögn þeirra
sem reynsluóku bOnum virkar hann
eilítið framþungur og vegna þess hve
langt er á mOh öxla hefur beygjurad-
íusinn aukist.
í upphafi verður bíUinn fáanlegur
með 1,3 lítra vél sem gefur 62 hest-
öfl, og í þremur gerðum, S eða
standard, L sem þýðir lúxus og SL
eða super-lúxus. Síðar kemur önnur
vél og þá einnig annað útUt, bæði
coupé og síðar stationgerð.
|iií==5iiiFnf-w» f.
Þennan Skoda gaf hins vegar að Ifta á bflasýningunni f Frankfurt á dögunum. Þessl sportútgáfa er komln nokkuð
langt frá þeim Skódum sem ekiö er um götur hérlendis.