Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1987, Blaðsíða 6
52 LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987. Bflar i>v Nokkrar breytingar urðu á 3-linunni frá BMW frá og með 1988 árgerðinni. Nýir stuðarar úr plasti, svuntur að fram- an og aftan eru nýjar og nýja gerðin af framljósunum, sem kynnt var fyrst í nýju 7-línunni, er nú komin í þessa gerð. Á myndinni er BMW 325ÍX. Mikil uppsveifla hjá BMW Fjtsíu sex mánuði þessa árs hefur orðið mikil söluaukning í bOum frá BMW og bendir allt til þess að sú aukn- ing haldi áfram það sem eftir er ársins. Heildarvelta BMW íyrstu sex mán- uðina jókst um 17,2% og heildarfram- leiðsla bíla á tímabiiinu janúar til júlí 1987 varð 235.277 bílar á móti 232.200 btium á sama tíma í fyrra. Mótorhjól eru einnig stór hluti af framleiðslu BMW, en þar lækkaði tal- an á miUi ára og voru ffamleidd 15.380 hjól í ár á móti 18.476 í fyrra. Hetidarfjöldi starfsmanna BMW 30. júní síðastiiðinn var 52.641 á móti 48.071 í fyrra og er það aukning á mannafla um 9,5%. Bretland: Ford kaupir Aston Martin Lagonda Bresku btiasmiðjumar Aston Martin Lagonda eru nú komnar undir sama hatt og Ford. Ford hefur keypt fyrirtækið en Aston Martin mun áfram verða til sem sjálfstæður framleiðandi. Var þetta kynnt á btiasýningunni í Frankfurt á dögunum og sagði yfir- maður Ford i Evrópu, Kenneth Whipple, við það tækifæri að Aston Martin ætti sér sérstæða sögu sem byggðist á miktifenglegum bílum og ótal sigrum í mótorsporti. Hann sagði að fyrirtækið hefði yfir að ráða miktili þekkingu sem Ford hygðist hagnýta sér ásamt því að Aston Martin myndi jafnframt njóta góðs af því að fá stuðning frá Ford. Hjá Aston Martin vinna aðeins 400 starfsmenn sem handsmíða bíl- ana - aðeins einn á dag. Yfirtaka Ford á þessum breska sportbflaframleiðanda gerist nær um leið og General Motors kaupir upp annan breskan sportbílafram- leiðanda, Lotus. Bæði Ford og GM hafa leitað eftir þekkingu á sviði smíði sérstakra btia. Þessa þekkingu fá þessir risar í bílaiðnaðinum nú hvor um sig frá þessum bresku framleiðendum. BÍLAMARKAÐUR á fullri ferð HVAÐ ERU MARGIR N0TAÐIR BILAR AUGLYSTIR TIL S0LU I DV I DAG? Já, þeir eru fleiri en þig grunar. • í BLAÐAAUKA um BÍLA • í smáauglýsingum. (Bílar til sölu) • í myndasmáauglýsingum Ef þú ert með rétta tölu, getur þú orðið 10.000,- Eina sem þú þarft að gera er að senda inn meðfylgjandi úrklippu. Ef fleiri en einn eru með rétta tölu, verður dregið úr réttum lausnum. Skilafrestur er til fimmtudagsins 1. október. ríkari. SENDIST TIL DV - BÍLAR Þverholti 11 P.O. Box 5380 125 Reykjavík í DV laugardaginn 26. september voru auglýstirJbílar Na£n___________________....________________________________ Heimilisfang____________________________________________— Póstnúmer..........................._...................... Sími...........................;........................... Suður-Kórea: Verkföll valda samdrætti í bíla- smiðjunum Bílaiðnaðurinn í Suður-Kóreu, sem hefur vaxið mjög nú síðustu ár, hefur átt í miklum erflðleikum undanfarið vegna þrálátra verkfalla. Þrjár stærstu btiasmiðjurnar, Kia, Hy- undai og Daewoo, hafa orðið að draga mjög úr framleiðslu sinni undan- farna mánuði. Stærsta verksmiöjan, Hytmdai, framleiðir aðeins 1.600 bíla á dag í stað 2.500 áður. Upphaflega var ætlunin að auka bílaframleiðslu ársins 1987 upp í eina milljón fólksbíla, vörubíla og strætis- vagna á móti sex hundruð þúsund á síðasta ári. SPOILER SETT: BMW, 2 OG 4 DYRA VW GOLF, 2 OG 4 DYRA FORD ESCORT MERCEDES BENZ 190 MERCEDES BENZ 280 OPEL KADETT FRAM-SPOILERAR MEÐ OG AN LUKTA AFTURSPOILERAR GARDÍNUR Á AFTURGLUGGA GRILL MEÐ ÞOKULUKTUM GLITMERKI MILLI AFTURLUKTA LÍMRENDUR OG HLIÐARLISTAR SÆTAÁKLÆÐI, MOTTUR, HJÓLKOPPAR BORGARTÚNI 26 SÍMI 62 22 62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.