Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1987. Fréttir Tugmilljónatjón í bruna hjá Meitlinum í nótt Tugmilljónaljón varö í eldsvoða hjá Meitlinum í Þorlákshöfh í nótt þegar saltfiskverkunarhús brann til kaldra kola. í húsinu var salt- fiskur fyrir hátt á annan tug milljóna króna. Húsiö var á vinstri hönd þegar ekið er inn í Þorláks- hafnarbæ. Það var fjögurra bursta hús og setti mjög svip á bæinn. Það bókstaflega fuðraði upp í nótt. Vindur var mjög snarpur. „Það brann allt sem brunnið gat,“ sagði Benedikt Thorarensen hjá Meitlinum við DV í morgun. „Það var geysilega mikið eldhaf fyrsta hálftímann og varð ekkert við neitt ráðið. Þvi var lögð áhersla á að verja nærliggjandi hús og það tókst.“ Benedikt sagði að eldsupptök væru ókunn. „En manni dettur í hug bölvað rafmagnið." Eldsins varð vart upp úr klukkan hálfeitt Barist viö eldinn hjá Meitlinum í nótt. DV-mynd S í nótt „Þetta er tugmiHjóna tjón, í húsinu voru á milli 80 og 100 tonn af saltfiski auk 300 tonna af salti. Þá er sjálft húsið gjörsamlega ónýtt,“ sagði Benedikt. Saltfiskverkunarhúsið á sér merkilega sögu. Það var byggt 1 kringum 1950 og eitt fyrsta húsið sem Meitillinn byggði. Það var steinhús með fjórum burstum. „Það er mikill sjónarsviptir að þessu húsi, það setti mjög mikinn svip á bæinn,“ sagði Benedikt. „Við höfúm sloppiö blessunar- lega við eldsvoða í um 40 ára sögu Meitilsins. Fyrir um tíu árum brann hjá okkur rafinagnsverk- stæði en bruninn í nótt er fyrsta alvarlega tjónið í eldsvoða hjá okk- ur,“ sagði Benedikt Thorarensen hjá Meitlinum í morgun. -JGH Skartgriparániö: Þjófurinn ofundinn Enn hefúr ekki tekist að hafa hendur í hári mannsins sem talið er að hafi brotist inn í úra- og skart- gripaverslun Hermanns Jónssonar viö Veltusund aðfaranótt fóstudags. Rannsóknarlógreglan vinniir aö málinu en hefur enn ekki komist á slóö mannsins. Úr versluninni var stolið skart- gripum sem metnir eru á yfir 100 þúsund krónur. Til mannaferða sást við verslunina skömmu áður en brotist var inn. J5K Hvalveiðunum lauk um Hvalveiðum þessa árs er nú lokið og komu hvalveiðibátamir inn með síðustu sandreyðamr í gær, sam- kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf. Um helgina veiddust síðustu hval- helgina imir og komu bátamir inn með sex hváli í gær. „Þaö er verið að klára að skera þetta núna,“ sagöi Kristján lofts- son í morgun, „en hvalveiöamar era búnar í ár.“ -ój Noiræna auglýsingakvikmyndahátíðin: Eitt gull og tvö silfur til íslands Islendingar em ekki eftirbátar ann- arra Norðurlandaþjóða í gerð tónlist- armyndbanda. Þetta kom berlega í ljós á norrænu auglýsingakvikmyndahá- tíöinni sem nú er nýlokið í Stokk- hólmi. Þar vom veitt gull-, silfúr- og bronsverðlaun í þremur meginflokk- um kvikmynda: Auglýsingamyndum, sem svo aftur skiptust niður í ellefú flokka; kynningarmyndum, sem skipt- ust í fjóra flokka, og tónlistarmynd- böndum sem vom einn flokkur. íslendingar hrepptu silfurverðlaun í þjónustuauglýsingum fyrir auglýs- ingu frá Samvinnubankanum. Það var Hugmynd og kvikmyndafyrirtækið Sýn sem unnu myndina fyrir GBB auglýsingaþjónustuna. Jafhframt fékk íslensk mynd eina viðurkenningu fyr- ir auglýsingu um Galsa frá Mjólkurs- amsölunni. Þá auglýsingu geröi Frostfilm fyrir auglýsingastofuna AUKhf. íslendingar sendu enga kynningar- mynd á hátíðina en hins vegar má með sanni segja að þeir hafi slegið í gegn með tónlistarmyndböndum sín- um. Af níu myndböndum, sem út- nefnd vom til verðlauna, vom fimm íslensk. Myndband við lagið Tangó með hljómsveitinni Grafík vann gull- verðlaunin. Kvikmyndafyrirtækið Frostfilm gerði myndbandið. Mynd- band við lagið Moscov, Moscov, með hljómsveitinni Strax, hreppti svo silf- urverðlaunin en myndbandið var gert af Hinu íslenska kvikmyndafélagi og Sagafilm. Jafiiframt fengu svo þijú íslensk myndbönd viðurkenningu, tvö þeirra vom gerð af Hugmynd og eitt af Frostfilm. Þetta er í fyrsta sinn sem norræna auglýsingakvikmyndahátíðin er hald- in en ráðgert er að halda hana á ári hveiju. Verður hún næst haldin í Osló. KGK Síöustu hvalimir á þessu ári komu aö landi i hvalstöðinni um helgina.A mynd- inni má sjá fjóra þeirra, en hinir tveir voru komnir á „skuröarboröið." DV-mynd GVA Samið í húsgagnaiðnaðinum „Jú, við sömdum klukkan hálffimm á sunnudagsmorgun. Félag starfsfólks í húsgagnaiðnaði hélt félagsfúnd klukkan fimm í gærdag og samþykkti samninginn einróma. Við munum svo halda fund klukkan sex í dag, og ég er alveg klár á því aö við samþykkjum þetta,“ sagði Guðjón Pálsson, formað- ur Félags húsgagna- og innréttinga- framleiðenda en aðilar í húsgagnaiðn- aöinum hafa staðið í samningaþófi í hálfan mánuð. Guðjón taldi sína menn nokkuð á- Garðabær Kærði nauðgun Lögreglunni í Hafharfirði barst nauögunarkæra á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglan var kvödd að Malbikun- arstöðinni í Garðabæ vegna átaka milli karls og konu klukkan rúmlega átta í gærkvöldi. Þegar lögreglan kom á staöinn kærði konan manninn fyrir nauðgun. Báðir málsaðilar munu hafa veriö undir áhrifúm áfengis. Málið er 1 rannsókn. -ATA nægða með samkomulagið - „enda ekki á öðm stætt ef tekiö er mið af þeim upphafskröfúm sem þeir létu frá sér fara. Samkvæmt þeim var hæsta krafa um tímakaup 494,65 en samið var um 320 kr. sem hæsta tímakaup. Lágmarkstímakaup var 232,67 kr. en verður við samningana 254,15.“ Guðjón taldi að helsta kauphækkun samninganna fælist í breyttri eftir- vinnugreiðslu en samkvæmt samn- ingnum verður nú greitt eitt prósent af mánaðarlaunum fyrir eftirvinnu- tímann, í stað þess aö aðgreina eftir- vinnu og næturvinnu. Með þessum breytingum hækkar eftirvinna lág- markslauna úr 298,05 kr. á tímann í 440,51 kr. á tímann. Guðjón taldi erfitt að meta nákvæm- lega svona í fljótu bragði hver kaup- hækkunin væri en sagöist búast við að hún lægi á bilinu frá 5 -10 % þegar á heildina er litið. KGK Dauflegt uppboð Heldur var daufleg stemmningin á listmunauppboði Gallerís Borgar og Sigurðar Benediktssonar hf. í gær. Ekkert var boðið í tæpan þriðj- ung hinna 90 listmuna, þar á meðal málverk eftir Kjarval, Jón Stefáns- son og Gunnlaug Blöndal og 17 númer fóra á lágmarksverði. Sérstaklega vora menn tregir að bjóða í kort og gamlar íslandsmynd- ir, sem uppboðsaðilar höfðu fengið frá Þýskadandi. Þar vom mest greiddar 14.000 krónur fyrir tólf tré- skurðarmyndir frá 1840 og 1890. Hæsta verð á uppboðinu fékkst fyrir stórt textílverk eftir Barböm Amason, 140.000 krónur, og olíumál- verk eftir Baltasar frá 1970, 80.000 krónur. Bestu kaupin gerðu sennilega þeir sem keyptu gamla klippimynd eftir Rósku á 1500 krónur, málverk frá Stokkseyri eftir Veturliða Gunnars- son á 15.000 krónur, nýlegt málverk eftir Tryggva Ólafsson á 15.000 krón- ur og þrykk eftir Jón Engilberts á 12.000 krónur. Þetta var í fyrsta sinn sem boðið var upp eftir nýjum reglum. Sam- kvæmt þeim hefur söluskattur verið afnuminn af listmunum en 10 % höfúndarskattur kemur í staðinn. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.