Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Qupperneq 1
E^HMHHHMHHHHMHHMHHHi^MHHHM®EHHMH®HHHMHHMHHHIMHHHHHHHMHHHHraHHHHHIÍi!^^^^HHHMHHI
Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl.
ABRACADABRA,
Laugavegi 116
Diskótek fostudags- og laugardagkvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, sími 685090
Gömlu dansarnir á föstudagskvöld. Opið
kl. 21-3. Nýju og gömlu dansarnir laugar-
dagskvöld, opið kl. 22-3. Hljómsveitin
Danssporið ásamt söngkonunni Krist-'
björgu Löve bæði kvöldin.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Sveitin milli sanda leikur fyrir dansi föstu-
dags- og laugardagskvöld. Stórsýningin
„Allt vitlaust" á laugardagskvöld.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld
frá kl. 22-03.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek á föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöldum, opið frá 22 til 3. A
sunnudagskvöld verða jasstónleikar í
Heita pottinum.
EVRÓPA
v/Borgartún
Hljómsveit hússins, Saga Class, leikurfyr-
ir dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Bandaríska söngkonan Evelyn
„Champagne" King skemmtir. Húsið er
opið frá kl. 22-3.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi
föstudags- og laugardagskvöld frá 22-3.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík
Tónlist 7. áratugarins verður á föstudags-
og laugardagskvöld með „Leitinni að
týndu kynslóðinni". Húsið opið 22-3.
Hljómsveitin Tívolí leikur. Led Zeppelin
dagskrá.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Hljómsveitin Borgarstjórarnir leikur ljúfa
tónlist yfir kvöldverði. Diskótek föstu-
dags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarn-
ir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns
Sigurðssonar leikur.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir föstudags- og laugardagskvöld.
Hljómsveitin Kaskó leikur. Tískusýning
öll fimmtudagskvöld.
HÓTELSAGA
v/Hagatorg, Reykjavík, simi 20221
Hljómsveit Grétars Örvarssonar leikur
fyrir dansi í Súlnasal Hótel Sögu.
Skemmtidagskráin Hringekjan sýnd Iaug-
ardagskvöld. Á Mímisbar leika Ámi
Scheving og félagar.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld
MIAMI,
Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240
Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald-
urstakmark 16 ár.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandsbraut 26
Disjcótek föstudags- og laugardagskvöld.
ÞÓRSKAFFI,
Brautarholti 2, Reykjavík, sími 23333
Skoski söngvarinn Christian skemmtir í
seinasta sinn um helgina. Hljómsveit Stef-
áns P. leikur á efri hæð hússins föstudags-
og laugardagskvöld. Lúdósextett og Stef-
án skemmta gestum bæði kvöldin.
Sjallinn,
Akureyri
„Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár“ um helg-
ina.
Amnesty
vika 1987
- hefst á sunnudag
Hin alþjóðlega Amnesty Intern-
ational vika mun standa yfir
dagana 17. til 23. október en verður
formlega sett á sunnudag í Nor-
ræna húsinu. Yfirskrift Amnesty
vikunnar 1987 er „Langvarandi
fangavist". Samtökin munu beina
athygli heimsins að föngum sem
dvelja árum saman innilokaðir,
fongum sem haldið er ótímabundið
án dóms og laga og án þess að þeir
hafi hugmynd um hvort þeir muni
nokkurn tíma öðlast frelsi á ný.
Amnesty International var stofnað
1961 til að hjálpa slíkum fóngum
en rúmum 20 árum síðar er vand-
inn enn til staðar.
Amnesty vikan verður formlega
opnuð með dagskrá í Norræna hús-
inu sunnudaginn 18. október og
hefst hún kl. 16.00. Formaður sam-
takanna, Ævar Kjartansson, mun
setja dagskrána með ávarpi. Síðan
verða tónleikar og upplestur. Þar
ber hæst að Anna Guðný Guð-
mundsdóttir og Sigurður I. Snorra-
son munu leika Novellette fyrir
klarinett og píanó eftir Atla Heimi
Sveinsson. Þetta er frumflutningur
verksins á íslandi. Einnig mun
Þorsteinn Gauti Sigurðsson leika
Etýður eftir Skrjabin og Prelúdíur
eftir Rachmaninov. Arnar Jónsson
mun lesa valið efni í þýðingu Sig-
urðar A. Magnússonar.
Sérstakur gestur samkomunnar
er fyrrverandi samviskufangi,
Rússinn Boris Weil.
Rúnir og seiður
- hjá Þrídrangi
Um helgina verður Þrídrangur
með námskeiö í hinum fornu rún-
um og norrænum seið. Leiðbein-
andi c” Tryggvi Gunnar Hansen en
hann aefur unnið að endurvakn-
ingu á íslenskri arfleifð á ýmsum
sviðum, s.s. húsbyggingum með
torf- og grjóthleðslum og kveðskap-
arlist ásamt því sem hann hefur
kynnt sér rúnir og seið. Á nám-
skeiðinu fjallar Tryggvi um um
hugmyndaheim fornmanna, tengsl
þeirra viö náttúru, anda og goð. í
fréttatilkynningu frá Þrídrangi
segir að námskeiðið sé kynning á
tækni sem auðveldar mönnum að
komast í samband við frumkrafta
líkama síns, tilfinninga og huga.
Námskeiðin fara fram bæði laug-
ardag og sunnudag frá kl. 10.00 til
18.00. Nánari upplýsingar fást hjá
Þrídrangi.
Eitt torfærutröllanna.
Torfærutröll
- í Reiðhöllinni, Víðidal
Ferðaklúbburinn 4X4 halda
jeppasýningu í Reiðhöllinni í Víðid-
al. Um 50 torfærutröll verða á
sýningunni auk nýrra jeppa. Laus-
lega áætlað verður jafngildi 10.000
hrossa samankomin í vélarhúsum
torfærutröllanna. Að auki verður
sýndur ýmis búnaður tii vetrar-
ferða, s.s. fatnaður, kort og leið-
sögutæki, eins og Loran-C.
Reynt verður að hafa eitthvað við
allra hæfi á sýningunni, hvort sem
menn leita að nýjum jeppa, huga
að breytingum á fjölskyldubílnum
eða vilja bara sjá hvernig sumir
hafa gefið hugmyndafluginu
lausan tauminn við breytingar á
bílum sínum.
Sýnd verða myndbönd frá tor-
færuferðum félagsmanna og þar
geta menn séð með eigin augum
hversu langt er hægt að komast á
stórum og breiðum dekkjum. Einn-
ig verða á staðnum fjarstýrðir
rafmagnsjeppar á torfærubrautum
sem áhorfendur geta spreytt sig á.
Tvisvar á dag munu svo íslands-
meistar sýna hæfni sína á raf-
magnsjeppunum.
Sýningin verður opnuð kl. 16.00
á fóstudag og verður opin alla helg-
ina. Veitingar verða á staðnum.
Aðgangseyrir er kr. 300 en frítt fyr-
ir börn undir 12 ára í fylgd með
fullorðnum.
Einstaklingur
og samfélag
- ráðstefna í Odda
Ráðstefna með yfirskriftina „Einstaklingur og samfélag" fer fram í Odda
á laugardag.
Bandalag háskólamanna efnir
til ráðstefnu á laugardag kl. 10.00
i Odda, húsi félagsvísindadeildar
Háskóla íslands, og mun hún
standa til kl. 17.00.
Yfirskrift ráðstefnunnar er
„Einstakhngur og samfélag“.
Framsögumenn eru 5 talsins og
munu þeir ræða efnið frá ýmsum
hliðum.
Að loknum framsöguerindun-
um vérða pallborðsumræöur
með þátttöku framsögumanna.
Ráðstefnugestum gefst kostur á
fyrirspurnum til þeirra á milli
erinda og í pallborðsumræðun-
um.
Ráðstefnan er öllum opin.
Fundarstjóri verður Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir.