Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Síða 6
28 FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
Fyrsta frumsýnmg vetrarins á Litla sviðinu:
Bílaverkstæði Badda
- eftir Ólaf Hauk Símonarson
Fyrsta frumsýning vetrarins á
Litla sviði Þjóðleikhússins veröur
á sunnudaginn, 18. október. Þá
hefjast sýningar á nýju leikriti eftir
Ólaf Hauk Símonarson sem nefnist
Bílaverkstæði Badda.
Bílaverkstæði Badda er spennu-
verk sem gerist í afskekktri sveit.
Sögusviðið er lítið bílaverkstæði
þar sem bifvélavirkinn Baddi ræð-
ur rikjum. Verkstæðið var áður í
hringiðu lífsins en lenti utan þjóð-
brautar þegar nýr þjóðvegur var
lagður í gegnum sveitina. Verkefn-
um fækkaði hjá Badda og starfs-
mönnum hans samfara þessum
breytingum og þau orðin mjög
stopul þegar hér er komið sögu.
Lífið hefur breytt um svip og tilver-
an orðin fáfengileg enda er sveitin
nálægt því að leggjast í eyði. Ábú-
endum hefur fækkað svo mikið að
skólahald í héraðsskólanum er hér
um bil að leggjast niður.
Dag einn skýtur Pétur upp kollin-
um en hann er fyrrverandi nemi
Badda í bifvélavirkjun. Pétur hefur
lengi verið fjarverandi en þegar
hann birtist svo óvænt koma marg-
ar óþægilegar minningar fram í
dagsljósiö. Fortíðin holdi klædd er
komin inn á autt verkstæðisgólfið
og nú á að afhjúpa sannleikann.
En fortíðin er ekki gamall bíl-
skrjóður sem hægt er tjasla upp á
með því að skipta um pakkningu
eða endumýja demparana. Hafi
glæpur verið framinn verður að
horfast í augu við það. Hafi einhver
verið hafður fyrir rángri sök verð-
ur sá hinn sami að fá leiðréttingu
sinna mála.
Bílaverkstæði Badda er ellefta
leikrit Ólafs Hauks, en á síðustu
árum hefur hann snúið sér sífellt
meir að þeirri tegund ritstarfa. En
Ólafur Haukur Símonarson hefur
verið virkur og afkastamikill rit-
höfundur í hátt á annan áratug og
á þeim tíma sent frá sér ljóðabæk-
ur, skáldsögur og leikrit auk þess
að semja dægurlög og texta. Nýj-
asta bók Ólafs er spennusagan
Líkið í rauða bílnum. Meðal leik-
verka Ólafs Hauks em Blómarósir
(1979), Söngleikurinn Grettir (1980),
sem hann samdi ásamt Þórarni
Eldjám og Agli Ólafssyni, Milli
skinns og hömnds (1984), Ástin
sigrar (1985) og Kötturinn sem fer
sínar eigin leiðir (1985).
Leikstjóri Bílaverkstæðis Badda
er Þórhallur Sigurðsson, Grétar
Reynisson gerir leikmynd og bún-
inga og Bjöm Bergsteinn Guð-
mundsson annast lýsingu.
Leikendur em sex og leikur Bessi
Bjamason bifvélavirkjann Badda.
Aðrir leikendur eru Amar Jóns-
son, Sigurður Siguijónsson,
Jóhann Sigurðarson, Guðlaug
María Bjamadóttir og Ámi
Tryggvason.
Fyrrverandi nemi í bifvélavirkjun, Pétur (Arnar Jónsson), heldur utan
um Sissu (Guðlaug María Bjarnadóttir) sem er dóttir Badda bifvélavirkja.
Kvikmyndahús - Kvikmyndahús
Stjörnubíó
Hálfmánastræti (Half Moon
Street) fjallar um menntakonuna
dr. Laureen Slaugther sem er, auk
þess að vera betur að sér en flestir
aðrir, gullfalleg. Hún er samt lág-
launamanneskja að eigin mati og
drýgir tekjurnar með aukavinnu
og aukavinnan er vændi. í auka-
vinnustarfinu kynnist hún stjórn-
málamanni og áður en hún veit af
er hún flækt í samsæri gegn hon-
um. Hálfmánastræti þykir frekar
dauf kvikmyndagerð eftir skáld-
sögu Paul Theroux, þess sama og
skrifaði Moskitóströndina, og litlu
bjarga ágætir leikarar, Sigourney
Weaver og Michael Caine.
Háskólabíó
Þá er hin einstaka lögga, Axel
Foley, aftur komin á kreik í Lögg-
unni í Beverly Hills II. Eins og í
fyrri myndinni gerast atburðirnir
í hverfi ríkra í Los Angeles. Nú á
Axel Foley í höggi vlð aiþjóðlegan
glæpaflokk og þrátt fyrir tilburöi,
sem ekki em löggulegir, hefur hetj-
an okkar betur í viðureigninni.
Meðleikarar Murphys em þeir
sömu og í fyrri myndinni, að viö-
bættri þokkadísinni Brigitte Niel-
sen og sjálfur Eddie Murphy
svíkur engan sem á annað borö
hefur gaman af farsakenndum
gamanmyndum
Bíóhúsið
Bíóhúsiö sýnir þessa dagana
frönsku gamanmyndina Hjónagrín
(Et la tendresse bordel). Mynd þessi
var sýnd við metaðsókn í Frakk-
landi og þykir frumleg og skemmti-
leg. Aðalhlutverkin leika Jean-Luc
Bideau og Evelyne Dress. Þá sýnir
Bíóborgin einnig Hryllingsóperuna
(The Rocky Horror Picture Show)
sem margir hafa sjálfsagt gaman
af að sjá aftur.
Regnboginn
Að venju eru nokkrar myndir
sýndar í Regnboganum. í aðalsaln-
um er sýnd spennumyndin Stjúp-
faðirinn (The Stepfather), mynd
sem fær hárin til að rísa á höfði
áhorfenda. Omega-gengið (Omega
Syndrome) gerist í Los Angeles og
fjallar um baráttu gegn nýnasist-
um. Tvær ævintýramyndir má
nefna, Superman IV og Gullna
drenginn (The Golden Child), með
sjálfum Eddie Murphy í aðalhlut-
verki. Og fyrir unnendur listrænna
kvikmynda er óhætt að mæla með
Vild’ðú værir hér (Wish You Were
here) sem er bresk úrvalsmynd.
Bíóborgin
Nornirnar frá Eastwick
Nornirnar frá Eastwick (The
Witches of Eastwick) er gaman-
mynd sem byggð er á þekktri og
meinfyndinni skáldsögu eftir John
Updike. Nomimar era þrjá konur
sem búa í smábænum Eastwick.
Þær kunna ofurlítið fyrir sér í
kukli og það nýta þær sér þegar
þær fara að þjást af karlmanns-
leysi.
Sendingin, sem þær fá til bæjar-
ins í líki Jack Nicholson, er fljót
að forfæra þær allar en er samt
ekki það karlmenni sem þær von-
uðust eftir því aðkomumaðurinn
er illa innrættur og fá bæjarbúar
að kynnast fjölkynngi hans...
Jack Nicholson fer á kostum í
hlutverki sem er eins og sniðið fyr-
ir hann og eiga þeir sem hafa fylgst
meö honum auðvelt með að þekkja
í túlkun hans einstaka persónur
sem hann hefur áður túlkað meist-
aralega.
Nornimar leika þrjár þokkagyðj-
ur, Cher, Susan Sarandon og
Michelle Pfeiffer. Leikstjóri er
George Miller seni sjálfsagt er
þekktastur fyrir að hafa stjórnað
Mad Max-myndunum. Nornirnar
frá Eastwick er ágæt skemmtun en
skilur samt lítið eftir.
Kvikmyndahús
Bíóhöllin
Þá er vöðvafjallið Arnold
Schwarzenegger mættur í öllu sínu
veldi í nýjustu mynd sinni, Rándýr-
inu (Predator). Söguþráðurinn er
ósköp venjulegur: Víkingasveit er
fahð að bjarga nokkrum mönnum
sem eru í hættu í Suöur-Ameríku.
Mest er að sjálfsögðu lagt upp úr
átakaatriðum og unnendur shkra
mynda fá svo sannarlega nokkuð
fyrir pening sinn. Bitastæðari
myndir eru franska myndin Bláa
Betty sem fjallar um unga stúlku
sem smátt og smátt hverfur í eigin
heim, Blátt flauel, þar sem sadisma
eru gerð skil, og Angel Heart, dui-
arfull og mögnuð sakamálamynd.
Laugarásbíó
Einhver vinsælasti leikarinn
vestanhafs um þessar mundir er
Michael J. Fox. Hann er ekki hár
í lofti en hefur þann sérstaka hæfi
leika að geta skemmt fólki. Nýjasta
kvikmynd hans, Fjör á framabraut,
þykir hin besta skemmtun og fjah-
ar um ungan mann sem byrjar lágt
í fyrirtæki einu en er mjög fljótur
upp á við og endar í forstjórastóh.
-HK
Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn
Sýningar
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Kjartan Guðjónsson sýnir teikningar,
vatnslita- og olíumyndir. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 10-18 en um helgina kl.
14-18. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 27.
október.
Gallerí Grjót,
Skólavörðustig
Samsýning í tilefni 4 ára starfsafmælis
gallerísins stendur yfir. Á sýningunni eru
skúlptúrar, málverk og grafík. Þeir sem
að sýningunni standa eru Jónína Guðna-
dóttir, Magnús Tómasson, Ófeigur Bjöms-
son, Ragnheiður Jónsdóttir, Steinunn
Þórarinsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir
og Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin
virka daga frá kl. 12—18.
Gallerí Gangskör
Pétur Behrens sýnir þar verk sín.
Gallerí List,
Skipholti 50
Nýr sýningarsalur og listmunaverslun.
Sýning á handblásnu gleri frá Noregi,
Finnlandi og Bretlandi. Opið virka daga
kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-.12.
Gallerí íslensk list,
Vesturgötu 17
Hafsteinn Austmann sýnir vatnslitamynd-
ir. Sýningin stendur til 25. október.
Gallerí Langbrók,
Bókhlöðustíg 2.
Textílgallerí. Til sýnis vefnaður, tauþrykk,
myndverk, módelfatnaður og fleiri list-
munir. Opið þriðjudaga til föstudaga kl.
12-18 og laugardaga kl. 11-14.
Gallerí Svart á hvítu
v/Óðinstorg
Á laugardag verður opnuð sýning á verk-
um Georgs Guðna. Þetta er önnur einka-
sýning Georgs Guðna. Á sýningunni verða
verk unnin á sl. tveimur árur, olímálverk
og teikningar. Sýningin stendur til 1. nóv-
ember og er opin alla daga nema mánu-
daga kl. 14-18.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Þar standa yfír 3 sýningar. Kristján Stein-
grímur opnar á laugardag sýningu á
olúmálverkum og grafík í Vestursal. Sýn-
ing hans stendur til 2. nóvember. 36
gullsmiðir opna einnig sýningu á laugar-
dag. Þar eru þeir með ýmis verk sem
yfirleitt sjást ekki í gullsmíðaverslunum.
Um er að ræða skartgripi, korpus, skúlpt-
úra og lágmyndir. íþrótta- og tómstunda-
ráð opnar einnig sýningu sama dag. Á
henni eru tillögur úr hugmyndasamkeppni
sem ráðið hélt um minjagrip um leiðtoga-
fundinn í Reykjavík. Sýningarnar eru
opnar daglega kl. 14-22.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið alla laugardaga og sunnudaga kl.
13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 11-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn-
inu er ókeypis.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4
Opið á sunnudögum kl. 14-16.
Nýlistasafnið,
Vatnsstíg 3
Helgi Sigurðsson sýnir málverk og teikn-
ingar. Þetta er fyrsta einkasýning Helga.
Sýningin stendur til 18. októþer og er opin
virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20.
Norræna húsið
v/Hringbraut
Finnska grafíklistakonan Outi Heiskanen
sýnir. Hún var kosin listamaður ársins í
Helsinki 1986.
*
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Áma Magnússonar er í
Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 14 16
til ágústloka.
Þjóðminjasafnið
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
daga kl. 13.30 til 16.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Opnunartími í vetur er laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar
geta pantað tíma í síma 52502 alla daga
vikunnar.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.