Alþýðublaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1921, Blaðsíða 4
Á L DUBLAÐIÖ '4 Herpinót, 30 faðma, í góðu standi, er til sölu fyrir mjög lágt verð. Semja ber við Bmánuel J. Bjarnaa. Bergststr. 33 B. Askorun. Samkvæmt samþykt síðasta fulltrúaráðsfundar, er skorað á félaga verklýðsfélaganna, sem er bannlögunum fylgjandi, að taka þátt í skrúðgöngu bannmanna á sunnudaginn. FramkYæmdastjórn fulltrúaráðsins. Komlð og kynnið ykkur hin hagfeldu viðskifti í Matvöru- verzl. „Voa". Nýkomið hangikjöt, ekta saltkjöt, snojör, reyktur rauð- magi, kæfa, egg og miklar birgð ir af kornvörum, kaffi, sykri, ex porti, kartöflum og margt fleira. Virðingarfylst Gunnar S. Sigurðsson. Mysuostur í heildsölu og smásölu Kaupfélagið í Gamla bankanum. Sími 10 2 6. K aupid A lþýðublaðið! Mjólkurostar og sæt mjólk nýkomið í Kaupfélagið í Gamia bankanum. - Sim! 10 26. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: óiafur Friðrikssoa. Frentimiðjan Gutenberg. y*ck LondoH'. Æflntýrl. kemst að pví að við erum eigendur Martkdr sagði hún hlæjandi. „Hugsaðu pér — ef hann finnur ekkert af þeirri leirtegund, sem borgar sig, þá verður hann að kaupa sér farmiða til þess að komast burtu frá Salo- monseyjunum aftur." Hún hélt áfram að hlæja meðan þau fóru út um hlið- ið. En alt í einu þagnaði hún og stöðvaði hestinn. Sheldon leit framan í hana og sá að andtitið var eins og blettótt, brá fyrir á því ýmist gulum eða grænum lit meðan hann var að virða hana fyrir sér. „Það er köldusóttin" sagði hún „Eg verð víst að snúa við aftur.“ Þegar þau voru komin til baka skalf hún svo mikið, að hann varð að hjálpa henni af baki. „Þetta er einkennilegt, eða finst þér það ekki?" sagði hún og það glamraði 1 tönnunum um leið. „Það kemur alveg eins og sjósótt — það er ekkert hættulegt, en manni líður afskaplega illa á meðan það stendur yfir. Eg verð að fara í rúmið. Sendu Noa Noah og Viaburi inn til mín. Segðu Ornfiri að útvega heitt vatn. Eftir fimm mínútur verð eg ekki með fullu ráði. En mér verður farið að batna 1 kvöld. Köldusóttin tekur mig æfinlega geyst en er fljótt liðin frá aftur. Það er leiðinlegt að við skyldum verða að hætta við veiðiförina Þakka þér nú fyrir — þetta er ágættt." — Sheldon hlýddi skipunum hennar, sendi inn til hennar tvær flöskur af heitu vatni, svo settist hann á vegg- svölunum og reyndi að lesa í tveggja mánaða gömlum Sidneyblöðum en hann gat það ekki. Hann gat ekki haft augun af strákofanum beint á móti. ©g hann styrktist í þeirri skoðun, sem allir hvítir menn á þessum slóðum hafa, að Salomonseyjarnar séu ekki staður fyrir kvenmenn. Hann klappaði saman höndunum og Lalaperu kom stökkvandi. „Heyrðu” sagði hann í skipunarróm. «i'arðu f alla hermannakofana og láttu svertingjastúlkurnar koma hingað, allar samanl" Nokkrum mínútum seinna stóðu þessar tíu svertingja- stúlkur á Beranda frammi fyrir honum, Hann virti þær vel fyrir sér og valdi svo seinast eina, sem var ung og svo lipurleg, sem slíkar manneskjur geta frekast verið, og sem var gjörsamlega laus við alla hörundsveiki. „Hvað heitir þú?“ spurði hann. „Er það Sangui?" "Mahua," var svarið. „Gott. Heyrðu þá, Mahua. Hættu að matreiða fyrir verkamennina og vertu hjá hvltu stúlkunni altaf. Skil- urðu það?“ „Eg skil,“ tautaði hún og hlýddi strax merki hans um það, að hún ætti að fara yfir til strákofans. „Hvað segir þú?“ spnrði hann Viaburi, sem í sama bili var að koma að handan. „Þetta er vont kast" svaraði hann. „Hvíta stúlkan er altaf að tala, og ekki um nokkuð annað en stóru skonnortuna." Sheldon kinkaði kolli. Hann skildi þetta vel. Hún hafði fengið þetta kast af því að hún misti Martha, Hann vissi það að vísu að það hefði komið hvort sem var; en þessi vonbrigði höfðu flýtt fyrir þvf. Hann kveikti 1 vindlingi og í reykjarskýjunum frá honum sá hann myndina af sinni ensku móður og spurði sjálfan sig, hvort hún myndi skilja það, að sonur hennar gæti elskað konu, sem gréti út af þvf, að hún mætti ekki vera skipstjóri á skonnortu við Mannætu- eyjarnar. XX. KAFLI. jaínvel þolinmóðasti maður í heiminum er óþolín* móður, þegar um ást er að ræða — og Sheldon var ástfanginn. Hann þuldi skammirnar yfir sjálfum sér hvað eftir annað þennan dag og reyndi að halda valdinu yfir sjálfum sér með þvl að hugsa um eitthvað aunað,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.