Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 8
30
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
1 Það er mikill hástökkvari sem gríp-
ur efsta sætið nú þessa vikuna og
það í fyrstu atrennu. Hér er um að
ræða Peningalitinn með stjömum
tveggja tíma, þeim Paul Newman
og Tom Cruse. Þeir félagar láta sér
ekki allt fyrir brjósti brenna, en
Paul karlinn fékk loksins óskar, í
áttundu atrennu, að því er ég held.
Um aðrar breytingar er það helst
að segja að mynd Coppola um hana
Peggy Sue virðist líkleg til afreka
enda besta mynd hans síðan hann
gerði myndimar um guðfóðurinn.
Kínavandræðin hrökkva aftur inn
á listann en líklega verður það að
teljast dauðakippur.
10 (5)
Color of Money
Krókódíla-Dundee
Heartbreak Ridge
Top Gun
Peggy Sue Got
Married
Best Shot
The Golden Child
Over the Top
Big Trouble in Little
China
Running Scared
★★
@L
Glæstar
vestraheljur
THREE AMIGOS!
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: John Landis. Handrit: Steve
Martin, Lorne Michaels og Randy New-
man. Aðalhlutverk: Steve Martin, Chevy
Chase og Martin Short.
Bandarísk 1986. 99 min. Bönnuð yngri
en 12 ára.
Fólki gekk ekki alltaf sem best í
árdögum kvikmyndanna að átta sig
á því að það sem gerðist á hvíta
A/... Maqtin CHAsr Shodt
mmcixm.'MrMiiniJCKAHDUPro
mpwxsinsmnm, nmstms
BAKUrOSMDSUlCBS!
jilttrýifc;
53 '*u m m mn »*» i im»mm *> aa mm
IIMSirnS TtWfiill SWtlRW
s*i*w íWit ■!*s ass>: t**:.!** stK ww ÍSsiita!! m
w*mm■ mismu *uk»m,<»,!««rsit.b tnK.a<i.i
tjaldinu átti ekkert skylt við raun-
veruleikann. Hér segir frá þrem
hetjum í Hollywood sem fá kall frá
Mexíkó um að koma og bjarga fá-
tæku þorpi undan villtum bandítt-
um. Hetjurnar em nýorðnar
atvinnulausar og taka boðinu feg-
ins hendi enda telja þeir að í
Mexíkó eigi þeir að skemmta en
ekki skjóta.
Ádeila á hetju- og vestramyndir?
Nei, varla. Það verður að fara var-
lega í þannig fuUyrðingum þó
vissulega sé brugðið upp heldur
skoplegu ljósi á marga klisjuna í
afreksmannamyndum. Hér er það
þó farsinn sem ræður. Félagamir
þrír eru fullkomnlega á skjön við
umhverfi sitt þó að gott hjartalag
þeirra skili þeim og skjólstæðing-
um þeirra í heila höfn. Sumt er
fyndið en ekki allt í þessari alvöru-
lausu mynd. Félagamir þrír verða
að teljast fremur einhæfir gaman-
leikarar þótt þeir hafi vissulega átt
sína spretti. Sérstaklega er Martin
oft á tíðum unaðslegur en hann
sýndi það í Hryllingsbúðinni að
hann getur ýmislegt. Hér er það
skemmtunin sem gengur fyrir og
aldrei verður leiðinlegt að sitja yfir
myndinni.
-SMJ
Unglingsárin
upplifuð aftur
PEGGY SUE GOT MARRIED
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Francis Coppola.
Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Nichol-
as Cage og Barry Miller.
Bandarisk 1986. - Sýningartimi: 100
mín.
Francis Coppola er þekktur af
allt öðra en rómantískum gaman-
myndum og því kemur á óvart
hversu vel heppnuð Peggy Sue Got
Married er. Söguþráðurinn er
næsta farsakenndur.
Peggy Sue, er Kathleen Tumer
leikur snilldarlega, verður fyrir
höfuðhöggi á skemmtun þar sem
gamhr skólafélagar hittast. Það
næsta sem hún veit af sér er að hún
er táningur að aldri í heimahúsum,
komin sem sagt aftur í tímann en
sér meðvitandi um allt sem koma
skal í mannkynssögunni næstu tvo
áratugi.
Hún er ákveðin í að endurtaka
ekki sömu mistök í lífinu enda býr
hún yfir margfalt meiri reynslu en
í fyrra skiptið er hún var táningur.
Peggy Sue er því alveg á því að
að giftast ekki aftur sama eigin-
manninum. En það er erfiðara að
breyta forlögum sinum eins og
Peggy Sue á eftir að komast að raun
um.
Peggy Sue er virkilega skemmti-
leg kvikmynd og þrátt fyrir farsa-
kenndan söguþráð örlar á
manneskjulegum viðhorfum. Kat-
hleen Tumer vann stórsigur sem
leikkona í Peggy Sue Got Married
og verður nú að teljast með allra
bestu leikkonum vestan hafs og
Francis Coppola bætist hér skraut-
fiöður.
-HK
to mt nsíiís m mæt
k wu.r. a».mMTmsR)»cí
ittn8.ö;sri3i»s;
'ftMO'Hf Sííf tMífcHT
tm fórs^wíw
stsí&m i mrnn,x u ^ímm mm
‘Tjfiyrv i ör-tn.w- i s fáim.
Stórhuga drengur
LUCAS.
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: David Seltzer.
Aðalhlutverk: Corey Halm, Charlie She-
en og Kerri Green.
Bandarisk 1985. -Sýningartími 102 mfn.
Lucas er fiórtán ára drengur sem
hefur margt til síns ágætis. Hann
er fluggáfaður og langt á undan
jafnöldrum sínum í skólum. Hann
hefur vit á skordýram á við fræði-
mann og hann er einstaklega
hjálpsamur.
Lucas er lítill eftir aldri og vegna
gáfna sinna verður hann oft fyrir
athlægi annarra nemenda.
Líf hans breytist þegar hann
kynnist Maggie sem er eldri en
hann og mun þroskaðri líkamlega.
Hann verður yfir sig ástfanginn og
þegar Maggie lítur fyrirhða fót-
boltaliðs skólans hýra auga og það
augnatillit er endurgoldið verður
hann mjög afbrýðisamur og þá
duga ekki gáfumar til og hann ger-
ir hver mistökin á fætur öðrum og
kórónar vitleysuna með að reyna
að vinna aðdáun Maggie með því
að ganga í fótboltaliðið og nærri
drepa sig á því.
Lucas er mjög mannleg kvik-
mynd um dreng sem ekki aðlagast
öllum en er þijóskari en flestir þeg-
ar hann tekur eitthvað í sig. Er
ekki annað hægt en hrífast af per-
sónunni. Corey Haim túlkar Lucas
geysivel. Helsti galli myndarinnar
er melódramatískt handrit sem
verður stundum væmið. Aftur á
móti er Lucas kvikmynd sem
manni líður vel eftir að hadfa horft á.
-HK
Kemur á óvart
AVENGING FORCE.
Leikstjóri: Sam Firstenberg. Aöalhlut-
verk: Michael Dudikoff, Steve James og
James Booth.
Bandarfsk 1986-Sýnlngartími 103 min.
★★
Ekki fyrir hundavini
I ULFAKREPPU.
Útgefandi: Laugarásbíó.
Bandarísk 1978. Bönnuð yngri en 12
ára. 84 min.
Þessi mynd fellur líklega ekki
hundavinum í geð enda segir hún
frá heldur ömurlegri nótt hjá
manni sem lokast inni í verslun
fullri af varðhundum. Hér er í
sjálfu sér fátt sem kemur á óvart
en þó verður að segjast eins og er
að miðað við þessa „gerð“ mynda
era persónur myndarinnar óvenju
skýrt upp dregnar. Vandamál
mannsins er mjög raunverulegt því
hann verður ekki aöeins að betjast
við hundana heldur einnig eigin
hræðslu. Hann bregst mjög hvers-
dagslega við þessari ógn og er
jafnráðalaus og flestir yrðu í sömu
kringumstæðum.
Myndin skiptist í tvo þætti: Ann-
ars vegar segir frá manninum og
hins vegar frá fyrrverandi konu
hans sem gerir leit að honum um
leið og hún lendir í uppgjöri varð-
andi hjónaband sitt. Þetta klippir á
spennu myndarinnar en gefur per-
sónum hennar dýpri drætti.
Myndin kemst þó aldrei upp í nein-
ar hæðir en það verður þó að
segjast eins og er að hún kemur
nokkuð á óvart.
-SMJ
Það verður að viðurkennast að
fyrirfram hafði ég ekki búist við
miklu af Avenging Force enda hef-
ur myndin allt yfirbragð ódýrra
spennumynda sem sjaldan era
spennandi og svo mikið framboð
er af. En stundum koma ólíkleg-
ustu myndir manni á óvart.
Avenging Force er ein þeirra. Þrátt
fyrir nokkuð vafasaman söguþráð
er hún hin besta skemmtun og í
raun engin dauð atriöi í myndinni.
Michael Dudikoff leikur fyrrver-
andi CIA-mann, Matt Hunter, sem
tekur til vopnin aftur eftir að vinur
hans og frambjóðandi til ríkis-
stjóraembættis verður fyrir því að
sonur hans er myrtur. Hunter
kemst fljótt að því að hann á í höggi
við félagsskap sem stjómað er af
samviskulausum milljónamæring-
um sem vilja endurreisa Bandarík-
in í anda Hitlers sáluga. Til að taka
Hunter úr umferð rænir félags-
skapurinn systur hans og brennir
utan af honum heimili hans. Það
hefðu þeir að sjálfsögðu ekki átt að
gera...
Avenging Force er spennumynd
eins og best verður á kosið og ef
hægt er að líta fram hjá nokkram
augljósum en meinlausum göllum
má hafa gaman af.
-HK