Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987.
21
Rás 2 sunnudag kl. 15.00:
Söngleikir í New York
Stöð 2 laugd. kl. 21.55:
Reynsla
æskileg
Fyrri bíómynd Stöövar 2 á laug-
ardagskvöld gerist áriö 1962 og
segir þar frá ungri stúlku sem er
nýútskrifuð úr skóla á Norður-
Englandi. Hún er alls ekki verald-
arvön enda hefur hún fáu ööru
kynnst en skólagöngunni. En
straumhvörf verða í lífi hennar
þegar hún fer til starfa á htið og
afskekkt sveitahótel í Wales. Þar
kynnist hún hommanum Ivan,
einnig Hy wel og Paulu, sem krydda
ástarsamband sitt með sjálfspynt-
ingum, auk þess sem hún tekur
eftir furðulegu sambandi yfir-
mannsins, konu hans og hjákonu.
Aðalhlutverk leika Elizabeth Ed-
monds, Sue Wallace, Geraldine
Griffith og Karen Meagher. Leik-
stjóri er Peter Duffell.
Saklaus skólastúlkan kynnist
mörgu furðulegu á hótelinu í Wa-
les.
Úr myndinni Kvöld trúðanna eftir
Ingmar Bergman.
Stöð 2 laugd. kl. 14.35:
Kvöld
trúðaima
- eftir Ingmar Bergman
Kvikmyndaklúbbur Stöðvar 2
sýnir í dag myndina Kvöld trúö-
anna frá árinu 1953 eftir sænska
snillinginn Ingmar Bergman.
Sögusviðið er farandijölleikahús
þar sem hinn sígildi ástarþríhyrn-
ingur kemur mikið við sögu.
Bergman lýsir sambandi sem
myndast hefur milli þriggja per-
sóna en þær eru fjölleikahússtjór-
inn, konan sem hann elskar og
ástmaður hennar.
Sjónvarp sunnud. kl. 18.00:
Handa-
gangur í
öskjunni
- í Stundinni okkar
Stundin okkar verður á sínum
stað í sjónvarpinu á sunnudag. í
þessari stund rænir úlfurinn
brúðubílnum og slangan segir
krökkunum þjóðsögu um Gissur á
Lækjarbotnum. Dindill og Agnar-
ögn setja á svið leikþátt og Lúlli
kennir Lilla aö þekkja litina með
hjálp drekanna, vina þeirra. Einnig
verður farið í skoðunarferð til að
sjá hvernig ostur og ís eru búin til.
Rás 1 laugardag kl. 16.30:
Nýtt íslenskt leikrit
- iimlegg í kynferöisafbrotaumræöuna
A laugardag verður frumflutt
útvarpsleikritið Enginn skaði
skeður eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur í leikstjóm Þórhalls
Sigurðssonar.
Leikritið segir frá konu sem er á
leiö heim til sín úr vinkvennafagn-
aði síðla nætur. Hún verður vör
viö að henni er veitt eftirfór en
áður en hún kemst inn til sin verð-
ur hún fyrir ruddalegri likamsárás
og nauðgunartilraun. Henni tekst
að hrópa á hjálp og árásarmaður-
inn er handtekinn. Leikritið lýsir
áhrifum þessa atburðar á sálarlíf
konunnar og dregin er upp skýr
mynd af mbðferð réttvisinnar á
máhnu.
Leikendur eru Anna Kristin Arn-
grímsdóttir, Hákon Waage, Halldór
Björnsson, Helga Jónsdóttir, Jón
Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Ró-
bert Arnfinnsson og Gerður G.
Bjarklind. Tæknimenn voru Frið-
rik Stefánsson og Pálína Hauks-
dóttir.
Stöð 2 suimudag kl. 19.55:
Watson í hlutverki Holmes
Stjaxnan suimud. kl. 16.00:
Síðan
eru liðin
mörg ár
Öm Petersen við stjóm
Þátturinn Síðan era Uðin mörg
ár verður á dagskrá Stjömunnar á
hveijum sunnudegi í vetur frá kl.
16 til 19. Þar lítur Öra Petersen á
athyghsverðar fréttir og viöburði
fyrri ára. í þessum þætti flettir
hann í gegnum síðdegisblaöið Vísi
í nóvembermánuði árin 1968 og
1969. Hann skoðar athyglisverðar
fréttir sem gerðust á þessum tíma
og talar jafnvel við fólk sem tengist
þeim atburðum sem voru efst á
baugi þessi ár. Auk þess leikur Öm
í þætti sínum tónlist sem vinsæl
var á þessum árum.
Bandaríkjamanna og hefur m.a.
hlotið Tony-verðlaun fyrir söng-
leiki sína. í kynningu Áma er
brugðið á fóninn sýnishornum úr
verkum hans, Company og Sweeny
Todd, ásamt kynningu á söngleikn-
um Follies.
FolUes fjallar um tvenn miðaldra
hjón sem líta yfir farinn veg meö
spurninguna góðu í huga: „Höfum
við gengið til góðs/götuna fram eft-
ir veg?“ Niðurstaðan er í meginat-
riðum sú að hjónaböndin hafa ekki
veriö upp á það besta og kemur þar
ýmislegt til, s.s. persónuleikabrest-
ir, þráhyggja og skortur á lífsskiln-
ingi. Sondheim er einn skeleggasti
gagnrýnandi hins svokaUaða am-
eríska draums meðal söngleikja-
höfunda. Ekki eru allir ánægðir
með alvöruþunga hans, ekki síst
vegna þess að hann notar listform
sem hefur náð hvað mestum vin-
sældum með því að vera meinlaus
afþreying en ekki ádeila.
Þórhallur Sigurðsson leikstjóri ásamt nokkrum þeirra sem unnu aö leikritinu.
Þijú ár eru Uðin síðan Sherlock
Holmes hrapaði niður Reichen-
bach fossana og dr. Watson saknar
sárt hins látna félaga síns. Þegar
hann er beðinn að aðstoða lögregl-
una við rannsókn á morði ungs
manns sér hann strax að sérfræð-
ing þarf til að leysa gátuna. Watson
reynir að feta í fótspor vinar síns
með því að gera sér í hugarlund
hvernig hann hefði hegðað sér við
rannsókn málsins. Þetta reynist
hægara sagt en gert. En þegar mál-
ið er komið fyrir dómstóla og
vitnaleiðslur fara fram finnur Wat-
son að einhver er í dómsalnum.
Einhver sem fylgist gaumgæfilega
með gangi mála.
Þrjú ár eru liðin frá hvarfi Sherlocks Holmes.
Sjónvarp laugardag kl. 19.00:
Smellir
SmeUir eru á dagskrá sjónvarpsins á laugardagskvöld. í þættinum
kynna þeir SkúU Helgason og Snorri Már Skúlason nokkrar vandaðar
popp- og rokkhljómsveitir. Þ.á m. verða hljómsveitimar The Smiths, REM
og That Petrol Emotion.
í dag kynnir Ámi Blandon í þætti
sínum söngleikinn FolUes eftir
Stephan Sondheim. Sondheim er
virtasti söngleikjahöfundur
The Smiths verða meðal þeirra hljómsveita sem kynntar verða i Smell-
um á laugardagskvöld.