Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 19
Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl.
ABRACADABRA,
Laugavegi 116
Diskótek fóstudags- og laugardagkvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, sími 685090
Gömlu dansarnir á fóstudagskvöld. Opið
kl. 21-03. Nýju og gömlu dansarnir laug-
ardagskvöld, opið kl. 22-03. Hljómsveitin
Danssporið ásamt söngkonunni Krist-
björgu Löve bæði kvöldin.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Stórsýningin „Allt vitlaust" á fóstudags-
og laugardagskvöld. Söngvarinn og
píanóleikarinn Manu De Carvalho, sem
heiliað hefur íslendinga er sóttu Torre-
molinos í sumar, skemmtir einnig bæöi
kvöldin.
CASABLANCA,
Skúlagötu 30
Diskótek á fóstudags- og laugardags-
kvöldum frá kl. 22-03.
DUUS-HÚS,
Fischersundi, sími 14446
Diskótek fostudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Opið frá 22 til 03. A
sunnudagskvöld verða jasstónleikar í
Heita pottinum.
EVRÓPA
v/Borgartún
Hljómsveit hússins, Saga Class, leikur
fyrir dansi fóstudags- og laugardags-
kvöld.
Húsið er opið frá kl. 22-03.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi
fóstudags- og laugardagskvöld. Tónlistin
frá 6. og 7. áratugnum er í hávegum höfð.
Opið kl. 22-03.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík
„Leitin að týndu kynslóðinni" fóstudags-
og laugardagskvöld. Húsið opið 22-03.
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440
Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld.
Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld.
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími
82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Hijómsveitin Kaskó leikur. Tísku-
sýning öll funmtudagskvöld.
HÓTEL SAGA, SÚLNASALUR
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Lokað vegna einkasamkvæmis fóstu-
dagskvöld. Hringekjan á laugardags-
kvöld. íslenski jassballettflokkurinn með
fr,'~ ær dansatriði, Jóhanna Linnet syng-
ur lög úr frægum söngleikjum. Bjarni
Arason kemur fram með söngdagskrá í
minningu Elvis Presley og Örn Árnason
hringekjustjóri með söng og grín. Hljóm-
sveit Grétars Örvarssonar leikur fyrir
dansi. Á Mímisbar leikur Tríó Árna
Scheving.
LEIKHÚSKJALLARINN,
Hverfisgötu
Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, simi 11630
Diskótek föstudags- og laugardagskvöld.
MIAMI,
Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240
Diskótek fóstudaga og laugardaga. Ald-
urstakmark 16 ár.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandsbraut 26
Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld.
ÞÓRSKAFFI,
Brautarholti, s. 23333
Iiljómsveitin Pelican og hljómsveit Stef-
áns P. og Þorleifur Gísla leika fyrir dansi
um helgina. Ómar Ragnarsson skemmtir
matargestum ásamt Hauki Heiðari und-
irleikara. Heiðursgestur helgarinnar
verður Ómar Valdimarsson.
Sjallinn,
Akureyri
„Stjömur Ingimars Eydal í 25 ár“ um
helgina.
Hljómsveitina Pelican skipa (talið frá vinstri) Ómar Óskarsson, Jón Ólafsson, Ásgeir Óskarsson, Pétur Krist-
jánsson og Björgvin Gíslason.
Þórscafé:
Pelican afhir saman
- eftir 12 ára hlé
Ný skemmtidagskrá byrjar í
Þósrscafé í kvöld. Þaö eru Ómar
Ragnarsson og hljómsveitin Pelic-
an sem skemmta.
Óþarft er að kynna Ómar nánar
en hann hefur tekið að sér að
skemmta matargestum. Síðar um
kvöldið skemmtir Pelican svo gest-
um og gangandi. Hljómsveitin
starfaði á árunum 1973-75 og
skaust beint á toppinn þannig að
fljótlega varð hún ein vinsælasta
hljómsveit landsins. Pelican kemur
nú í fyrsta sinn opinberlega fram
eftir 12 ára hlé. Hljómsveitin gaf
út tvær hljómplötur og seldist sú
síðari, Uppteknir, í 11000 eintökum.
Meðal vinsælustu laganpa á plöt-
unni voru Jenny darling og Á
Sprengisandi. Markmiðið með end-
urkomu Pelican er að rifja upp þá
stemningu sem ríkti á þeim árum
sem hljómsveitin var á toppnum.
Strákarnir spila þess vegna ein-
göngu gömlu góðu lögin sín.
Skemmtunin verður í kvöld og á
laugardagskvöld, auk þess sem
sama dagskrá er fyrirhuguð næstu
helgi.
Omar Ragnarsson leikur á als oddi i Þórscafé um helgina.
Ungmennafélag íslands 80 ára
- ráðstefna í Norræna húsinu
í tilefni 80 ára afmælis Ung-
mennafélags íslands hefur verið
ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu
sem ber yfirskriftina Ræktun lands
og lýðs. Ráðstefnan verður haldin
í Norræna húsinu á laugardag kl.
9-17.
Efni ráöstefnunnar er hlutverk
ungmennafélaganna í nútíð og
framtíð. Flutt verða 8 framsöguer-
indi um þau íjölþættu verkefni sem
ungmennafélög vinna að á sviði
íþrótta, menningar- og félagsmála.
Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða:
Þórólfur Þórlindsson prófessor,
Árni Johnsen varaþingmaður,
Hjörleifur Guttormsson alþingis-
maður, Óli Þ. Guðbjartsson al-
þingismaður, Pálmi Frímannsson
læknir, Arnór Benónýsson leikari,
Helgi Gunnarsson hagfræöingur
og Þráinn Hafsteinsson íþrótta-
kennari.
Það er von UMFÍ að þeir sem láta
sig einhverju varða æskulýðs- og
íþróttamál sjái ástæðu til að sækja
ráðstefnuna. Innritun ráðstefnu-
gesta fer fram á skrifstofu UMFÍ,
Óldugötu 14 í Reykjavík. Síminn
er 91-12546.
Al-Anon á ís-
landi 15 ára
Liðin eru 15 ár síðan Al-Anon,
félagskapur ættingja og vina alkó-
hólista, var stofnaöur á íslandi. Af
því tilefni verður afmælisfundur
haldinn í Langholtskirkju á laugar-
dag kl. 13 og eru allir velkomnir.
Al-Anon samtökin eru opin
hverjum sem telur að líf sitt hafi
orðið fyrir áhrifum af drykkju ein-
hvers annars og reyna meðlimirnir
í sameiningu að sigrast á þeim
vandamálum sem þeir eiga við að
etja vegna þessa.
Nánari upplýsingar má fá á skrif-
stofii samtakanna að Traðarkots-
sundi 6 milli kl. 10 og 12 á
laugardögum.
Skiptimarkadur
fyrir safnara
Safnarar halda sameiginlegan
skiptimarkað á sunnudag kl. 13-17
í húsnæði Landssambands ís-
lenskra frímerkjasafnara að
Síðumúla 17. Markaðurinn er op-
inn öllum söfnurum með hvers
kyns söfnunarhluti. Leigð verða
borð á kr. 250 fyrir þá sem vilja
kaupa, selja eða skipta en þess utan
getur hver sem er komið á markað-
inn og gert viðskipti. Á staðnum
verða forráðamenn söfnunarfélaga
tO aö gefa upplýsingar um söfnun
o.fl. Veitingar verða til sölu á
staðnum.
Maraþoríbridge
á Laugarvatni
Fjórði bekkur Menntaskólans á
Laugarvatni stendur fyrir mara-
þonbridge um helgina til að safna
áheitum fyrir útskriftarferð nem-
enda. Fjórir nemendur ætla aö
spila og stefna þeir að því að sitja
við spilaborðið í a.m.k. tvo sólar-
hringa. Maraþonið hefst í skólan-
um á fóstudag kl. 13. Öllum er
velkomið að fylgjast með en
spilað verður i setustofu á vistinni
Kös. Einnig geta þeir sem vilja
fylgjast með gangi mála og e.t.v.
heita á krakkana hringt í skólann
í síma 99-6142.
Nýjasta tækrti í
lestrartækjum
fyrir sjónskerta
Sýning á lestrartækjum fyrir
sjónskerta veröur haldin dagana
22.-24. nóvember í húsakynnum
Sjónstöðvar íslands að Hamrahlíð
17 og verður hún opin alla dagana
kl. 14-18.
Sjónstöðin tók til starfa á þessu
ári og er nú orðin helsti ráðgefandi
aðilinn í þessum málum hér á
landi. Sýningin er haldin til að sýna
þann undraverða árangur sem
náðst hefur á undanfórnum árum
í þróun lestrartækja fyrir sjón-
skerta og jafnvel blinda sem nú
geta notað tölvutæknina við lestur
blindraleturs. Á sýningunni verða
sýnd tæki frá bandarríska fyrir-
tækinu VTEK sem er stærsti
framleiðandi heims á þessu sviði
en fyrirtækið hefur 15 ára starf að
baki. VTEK Europe, dótturfyrir-
tæki VTEK, sér um afgreiðslu
tækjanna á Evrópumarkað og
verður fulltrúi þess á sýninguni til
leiðbeininga.