Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988.
21
Rás 1 sunnudag kl. 21.30:
Kósakkamir
Á sunnudagskvöld hefst á rás 1
lestur nýrrar útvarpssögu. Sagan
er Kósakkamir eftir Leo Tolstoi.
Jón Helgason þýddi. Emil Gunnar
Guðmundsson les. Á undan fyrsta
lestri flytur Ámi Bergmann for-
mála um höfundinn og söguna.
Leo Tolstoi er eitt höfuðskáld
Rússa, kunnastur af hinum stóm
verkum sínum, Stríð og friður og
Anna Karenina. Hann var af aðals-
ættum og liföi umskiptasömu lifi,
en varð snemma gripinn miklum
hug til að viúna að þjóðfélagslegum
umbótum og var svo alla tíð. Árið
1851 gerðist hann hermaður í Keis-
arahernum í Kákasus. Þar skrifaði
hann fyrstu sögu sína. Nokkrum
árum seinna samdi hann Kósakk-
ana sem birtist fyrst 1861. í sögunni
byggir hann á nýrri reynslu þótt
ekki beri að líta á hana sem neins
konar sjálfsævisögu. Tolstoi varð
fyrstur rússneskra rithöfunda til
að lýsa ófriöi á raunsæjan hátt án
alls ævintýraljóma og hetjudýrk-
unar.
Kósakkarnir verða lesnir á
sunnudags-, mánudags- og þriðju-
dagskvöldum.
Leo Tolstoi.
Stöð 2 laugardag kl. 23.35:
Rio Lobe
Hertogipn sjálfur fer með aðal-
hlutverkið í þessum vestra. John
Wayne og félagar með ljósa hatta
og tilheyrandi berjast gegn spill-
ingu og valdafíkn stjórnmála-
manna og gósseiganda sem eflaust
ganga í dökkum fótum. Það leikur
enginn vafi á því hvernig fer að
lokum.
Rio Lobe er mynd fyrir þá sem
unna gömlu góðu vestrunum.
Stöð 2 suimudag kl. 14.10:
Hnotubrj ótur inn
Ballett í tveimur þáttum fluttur
af Konunglega breska ballettinum.
Tónhstin er eftir Pyotr Ilyich
Tchaikovsky. Þessi uppfærsla er
að hluta til byggð á uppfærslu höf-
undanna og fór mikil vinna í
gagnasöfnun. Nútímatækni er beitt
til að ná fram hinum sérstæðu
göldrum og kitla ímyndunaraflið
rækilega enda fékk hún góða dóma
og viðtökur gagnrýnenda.
Atriði úr Hnotubrjótnum.
Rás 2 sunnudag kl. 12.45:
Spilakassirm
Spilakassinn er léttur leikur fyr-
ir fólk á öllum aldri. Hlustendur
hringja í spilakassann og reyna að
finna lag í spilakassanum sem er
einhvers staðar á bilinu frá 1-75.
Hver hlustandi fær yfirleitt að
reyna einu sinni og geti hann upp
á réttu númeri fær hann „pottinn"
sem nú er 25.100 krónur. En hitti
hann hins vegar á rangt númer
hækkar potturinn allt frá 100-1000
kr. eftir því hvaða tölu hlustandi
velur. Einnig getur potturinn
lækkað séu menn óheppnir. Um-
sjónarmaður er Ólafur Þórðarson.
Nú eru rúmar 25 þúsund krónur i spilakassanum.
Helga Björnsson.
Stöð 2 suimudag kl. 20.20:
Nær-
myndir
Helga Bjömsson fata- og bún-
ingahönnuður er í nærmynd í
kvöld. Hún hefur starfað við góð-
an orðstír hjá tískuhönnuðinum
Louis Ferrault í París. Er
skemmst að minnast þess að
Helga hannaði leikbúninga við
leikritið Aurasáhna sem Þjóð-
leikhúsið sýndi síðastliðinn
vetur. Jón Óttar Ragnarsson
heimsótti Helgu í París og fór síð-
an í fylgd hennar á tiskusýningu
í tískuhús Louis Ferrault.
Rás 2 sunnudag kl. 15.00:
Tónlistarkross-
gáta nr. 96
Lausnir sendist til:
■ Ríkisútvarpið Rás 2
Efstaleiti 1
108 Reykjavík
merkt Tónlistarkrossgátan
Paradis skotið á trest, nýr framhaldsmyndaflokkur i sjónvarpi.
Sjónvarp sunnudag kl. 22.15:
Nýr framhalds-
myndaflokkur -
Paradís skotid á frest
Paradís skotið á frest fjallar um Aðalhlutverk eru í höndum
líf breskrar íjölskyldu í fjóra árutgi þeirra Sir Michael Horden, Annette
í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga Crosbie, Richard Vernon, Jill
sem átt hafa sér stað allt frá lokum Bennett og Cohn Blakely. Leik-
síðari heimsstyrjaldar. stjóri er Alvin Rakoff.
Það á ýmislegt eftir að koma á daginn þegar Perry Mason tekur að sér að verja leikarann sem milljónir
manna eru vissar um að sé morðingi.
Sjónvarp laugardag kl. 23.10:
Perry Mason og sj ónvarpsstj aman
MiHjónir sjónvarpsáhorfenda kunningsskap sinn við ekkju fóm- Aðalhlutverk leika Raymond
verða vitni aö því er vinsæll sjón- arlambsins tekur Perry Mason aö Burr, Barbara Hale og William
varpsmaður er skotinn til bana í sér að veija leikara sem virðist Katt. Leikstjóri er Ron Satlof.
beinni útsendingu. Þrátt fyrir hafa framið glæpinn.