Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1988, Síða 6
28 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988. Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús- Leikhús Vesalingamir Les Misérables Næstkomandi sunnudagskvöld veröur tíunda sýning Þjóðleik- hússins á söngleiknum Vesaling- unum sem þeir Alain Boublil og Claude-Michel Schönberg sömdu eftir samnefndri skáldsögu Viktors Hugo. Sagan hefst árið 1815 þegar Jean Valjean hefur veriö fangi í þræla- búðum í 19 ár fyrir smávægileg afbrot í æsku. Hann er leysfur úr haldi skilorðsbundið en verður samkvæmt lögum að bera á sér gult spjald. Hann kemst fljótlega að raun um að þetta gula spjald gerir hann að utangarðsmanni og hann er smánaður og lítilsvirtur af öllum. Sá eini sem reynist hon- um vel er biskupinn af Degne. Valjean launar honum góðsemina með því að stela frá honum, lög- reglan handsamar hann en biskup- inn kemur honum aftur til bjargar. En Valjean ákveður að brjóta skil- orðið og hefja nýtt líf. Sagan spinnst áfram og segir frá ævihlaupi Valjeans. Lögreglumað- urinn grimmi, Javert, er alla tíð á hælum hans og hyggst koma hon- um i þrælkunarbúðir á ný. Valjean þræðir hins vegar hinn krókótta veg dyggðarinnar og er stöðugt reiðubúinn að rétta þeim hjálpar- ’ hönd sem minna mega sín. Hann tekur að sér stúlkuna Cosette við lát móður hennar og elur hana upp sem sitt eigið barn. Árin líða og Cosette verður full- orðin, hún verður ástfangin af stúdentum Maríusi og þau giftast en óþarft er að rekja söguþráðin nánar. Sagan er skrifuð á miklum um- brotatímum í Frakklandi á nítj- ándu öld, reiðin yfir óréttlæti þjóðfélagsins er hinn rauði þráður Sigurður Sigurjonsson í hlutverki Thénardier i Vesalingunum. verksins. Stillt er upp andstæðum; þeim sem minna mega sín í þjóð- félaginu og þeim sem eru óheiðar- legir og reyna stöðugt að stela af lítilmagnanum. Inn í þetta fléttast svo hugleiðingar um glæp og refs- ingu. Það er hin eilífa togstreita milli góðs og ills sem er Hugo svo hugleikin. Samskipti einstaklinganna eru yfirfærð á stéttabaráttuna þar sem sömu átökin eiga sér stað á milli hinna verst settu í þjóðfélaginu og valdastéttanna sem beita þá kúgun og aröráni. Verkið er sýnt í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Leik- stjóri er Benedikt Árnason. Bíóborgin Á vaktinni (Stakeout) er gaman- mynd sem óhætt er að mæla með, hröö og skemmtileg og uppfull af nárfínum húmor sem góðir leikar- ar koma vel til skila. Enginn er samt betri en Richard Dreyfuss sem leikur lögregluþjón sem fær það verkefni að vakta unga stúlku er var í tygjum við glæpamann sem sloppið hefur út úr fangelsi. Hann verður óvart hrifinn af stúlkunni og leiðir það til atvika sem áhorf- andinn skemmtir sér vel yfir. Ekki er bragðminna samband lögreglu- þjónanna fjögurra er skipta með sér vöktum allan sólarhringinn. Háskólabíó Það er greinilegt að Kevin Costner verður næsta stórstirnið í kvik- myndum. Eftir stórsigur sinn í The Untouchebles kemur hann jafn- ferskur í rómantískum þriller, Öll sund lokuð (No Way Out), mynd sem alls staðar hefur fengið góðar viðtökur. Meðleikarar hans eru Sean Young, sem einnig er spáð miklum frama eftir frammistöðu sína hér, og gamla brýnið Gene Hackman sem bregst ekki frekar en fyrri daginn. Þetta er hörku- mynd sem enginn fer óánægður út af. Regnboginn Þá hefur hún loks litið dagsins ljós, nýjasta kvikmynd ítalska leik- stjórans Bernardo Bertolucci, Síðasti keisarinn (The Last Emper- or). Og þeir sem biðu verða sjálf- sagt ekki fyrir vonbrigðum því Bertolucci hefur skapað eftir- minnilegt verk um ævi síðasta keisarans í Kína. Er honum fylgt frá því hann var barn að aldri þar til hann endar langa ævi á heima- slóðum. Af öðrum myndum er helst að nefna Að tjaldabaki (Fourth Protocol), sakamálamynd gerða eftir skáldsögu Frederick Forsyth. Michael Caine leikur aðalhlutverk- ið. Ekki þykir hafa tekist nógu vel til og hefur ekki náðst að skapa þá spennu sem er í bókinni. Bíóhöllin Að venju eru margar myndir í Bíó- hölhnni og ber fyrsta að telja jólamyndina, Undraferðina (Inn- erspace), sem er nokkuð sérkenni- leg framtíðarmynd. Fjallar hún um hóp manna er getur sprautað í sig efni er virkar þannig að þeir minnka í örverur og þannig er þeim sprautað inn í mannshkam- ann í rannsóknarskyni. Ekki fer þó aUt samkvænit áætlun... Undraferðin hefur fengið góðar Stjörnubíó Roxanne Roxanne er nýjasta kvikmynd gamanleikarans Steve Martin sem verður betri og betri með hverri mynd. Roxanne er tvímælalaust besta kvikmynd hans hingað til og hefur honum verið mikið hrósað fyrir leik sinn. Roxanne er nútímaútgáfa af hinu þekkta leikriti Cyrano de Bergerac sem áður hefur verið kvikmyndað. Þá lék Jose Ferrer söguhetjuna með þeim árangri að hann fékk óskarsverðlaun fyrir. Nú hafa margir spáð því að Steve Martin eigi möguleika á óskarsverðlaun- um í vor. í Roxanne er leikurinn færður yfir í nútímann og leikur Steve Martin slökkviUðsstjórann C.D. Bales sem er greindur og gaman- samur náungi. Hann nýtur þó ekki hylli kvenna vegna afarstórs nefs sem hann verður að burðast með. Hann kynnist hinni glæsUegu Rox- anne og verður ástfanginn. Hún aftur á móti verður hrifin af sam- starfsmanni Bales sem er myndar- legur en stígur ekki í vitið. í gegnum samstarfsmann sinn getur Bales tjáð Roxanne ást sína án þess þó að geta gert sér von um að hún líti við honum, en margt fer nú öðruvisi en á horfist. Roxanne er kvikmynd er ætti að létta öUum skapið í skammdeginu. -HK Kvikmyndahús viðtökur erlendis og er ekki við ööru að búast en að eins verði hér. Þá má nefna Stórkarla, sem fjallar um tvo unga drengi er lenda í mikl- um ævintýrum, og hina mögnuðu kvikmynd Stanleys Kubricks, Skothylkið (FuUMetal Jacket), sem er áhrifamikU kvikmynd sem fæst- ir ættu að láta fram hjá sér fara. Laugarásbíó Steven Spielberg gerði Jaws og varð heimsfrægur. Það hefur verið reynt að feta í fótspor hans en ekki tekist. Laugarásbíó hefur nú tekið tU sýninga íjórðu kvikmyndina um hákarlinn, Hefndina (Jaws - The Revenge), og enn herjar hákarlinn á strendur New York fylkis. Eins og í fyrri myndum er reynt að gera sem mest úr áhrifamætti hins óg- urlega hákarls en sú stemning, er skapaðist í fyrstu myndinni, þar sem tónlist Johns WUUams spUaði stórt hlutverk, er ekki fyrir hendi hér svo úr verður aðeins miðlungs skemmtimynd fyrir þá sem hafa sterkar taugar. Meðal leikara er Michael Caine sem virðist hendast heimshorna á milU og tekur sér enga hvUd. Góður leikari og af- kastamikUl en ekki að sama skapi vandur að hlutverkum. -HK Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Gallerí Gangurinn Um þessar mundir sýnir finnski Usta- maðurinn Jussi Kivi verk sín í GaUerí Ganginum. Hann er einn af þekktustu ungum listamönnum Finnlands og hefur sýnt nokkuð viða fyrir hönd Finnlands. Verkin í Ganginum eru 16 ljósmyndir þar sem leikföng og tilbúin náttúra koma við sögu. Gallerí Islensk list Einar G. Baldvinsson sýnir 30 oUumál- verk í GaUerí List. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 og 14-18 um helgar. Þetta er sölusýning. Bókhlöðustígur 2, textílgaUerí Opið þriðjudaga tíl fóstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Þar stendur yfir jólaupphenging. Gallerí Nes Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, GaUerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar viö Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu v/Óðinstorg í kvöld kl. 20 verður opnuö í Gallerí Svart á hvitu sýning á vatnsUtamyndum Guð- mundar Thoroddsens. Guðmundur stundaði nám við MyndUstarskólann í Reykjavík 1974-76 og í París 1976-78. Frá 1981 tíl 1985 var hann við nám við Ríkis- listaakademíuna í Amsterdam. Guð- mundur er búsettur í París þar sem hann starfar sem myndUstarmaður. Á sýning- unni verða vatnsUtamyndir frá síðasta ári. Sýningunni lýkur simnudaginn 17. janúar. Kjarvalsstaðir við Miklatún . Baltasar opnar málverkasýningu í vest- ursal Kjarvalsstaða laugardaginn 9. janúar kl. 14. Þetta er 22. einkasýning Baltasars en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Á sýningunni eru 35 myndir, flestar málað- ar á sl. ári, allt oUumyndir með blandaðri tækni. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 og stendur hún tU sunnudagsins 24. jan- úar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið aUa laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru tíl sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðaUega eftir yngri Ustamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Mokka Skólavörðustíg Gunnar I. Guðjónsson sýnir vatnsUta- myndir, málaðar í Svíþjóð. Mokka er opið daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið v/Hringbraut í sýningarsölum Norræna hússins sýna þrjár danskar textUlistakonur, Annette Graae, Anette Qrom og Merete Zacho. Listakonurnar vinna með ýmis efni, hör, sísal, sUki, uU og bómuU og myndefnið er sótt tU náttúrunnar og í heim drauma og fantasíu. Þær hafa haldið margar sýn- ingar í Danmörku og víðar og verk þeirra. eru í eigu safna og opinberra stofnana. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 tU 25. janúar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Ama Magnússonar er í Amagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum oglaugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 aUa daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sýning í Náttúrufræðistofu Kópavogs Nú hefur enn einu sinni verið opnuð sýn- ing NFSK. í þetta skipti hefur hið fjöl- breytta lífríki Kársnesfjöm orðið fyrir valinu. Er reynt að gefa sem gleggsta mynd af einni gróskumestu fjöruá höfuð- borgarsvæðinu. Þá verða sýndar aUar tegundir andfugla sem fmnast hér á landi, auk þess eitt fullkomnasta lindýra- safn (skeldýr) á íslandi o.fl. Opnunartími kl; 13.30-16.30 á laugardögum, annar tími eftir samkomulagi ef um skóla eða aðra hópa er að ræða. Símar 40680 eða 40241.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.