Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Side 1
I
2. TBL. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988.
Desembermorgunn
Einn desembermorgun þegar Gabríel vaknaði leit hann út um gluggann
og sá að allt var yfirfullt af snjó. Hann dreif sig niður og hámaði í
sig morgunmatinn og flýtti sér út í snjóinn.
Gabríel bjó til snjókarl og fékk hatt og trefil á snjókarlinn sinn og
að lokum gulrót sem hann hafði fyrir nef á karlinn og þá var snjókarl-
inn tilbúinn.
Daði Agnarsson,
Hraunbrún 1, 220 Hafnarfirði.
Snjókarlinn
Það var snemma morguns. Atli litli vaknaði og leit strax út um
gluggann. Þá sá hann snjó. Þá öskraði hann: „Snjórinn er kominn.
Eg ætla strax út og búa til snjókarl. En fyrst verð ég að klæða mig
og borða morgunmat og svo fer ég út.“
Drífa Steindórsdóttir, 10 ára,
Vanabyggð 19, 600 Akureyri.
Vinkonurnar
Einu sinni voru Sigga og Alda að leika sér saman um vetur. Það var
mikill snjór og vindur. Þær höfðu ekkert að gera. Þá sagði Alda:
„Eigum við ekki að fara út og búa til snjókarl?“ Sigga vildi það
strax. Þegar þær voru búnar að gera snjókarlinn fengu þær hatt, tref-
il og kúst hjá ömmu Öldu. Þá var snjókarlinn orðinn fínn.
Guðný Ólafsdóttir, 10 ára,
Tjarnarbraut 5, 465 Bíldudal.
Snjókarl með hatt
Einu sinni var snjór. Sigga fór út í snjóinn. Úr snjónum bjó Sigga til
snjókarl og setti á hann trefil og hatt. Snjókarlinn var flottur, það
sagði pabbi. En allt í einu bráðnaði karlinn og varð að vatni. Þá leid-
dist Siggu mikið.
Elín Hanna Elíasdóttir,
Fífubarði 3, 735 Eskifirði.
Kalli og snjókarlinn
Það var einn morgun um vetur að Kalli leit út um gluggann og sá
snjó úti. Hann varð mjög glaður og hljóp niður í eldhús til mömmu
sinnar og sagði:
„Mamma, viltu klæða mig núna strax, því það er kominn snjór?“
Mamma fór upp og náði í föt handa Kalla því að ekki gat hann farið
út á náttfötunum. Hún klæddi hann í sokkabuxur, húfu, vettlinga,
úlpu og stígvél og þá gat Kalli farið út í garð að leika sér. Hann ætl-
aði að búa til snjóhús en gat það ekki. Þá bjó hann bara til snjókarl.
Þegar Kalli var búinn að því setti hann augu úr steinum í karlinn.
Svo fór hann inn og bað mömmu um hatt, nef og trefil. Mamma hans
gerði það. Hún lét Kalla fá gulrót sem nef. Þá fór hann út og lét á
hann nef, trefil og hatt.
Harpa Birgisdóttir, 11 ára,
Bjarmalandi, 755 Stöðvarfirði.
Snjókarlinn
Einu sinni voru Ása og Óli úti. Þau gerðu snjókarl. Hann var svo
stór. Þau fóru að rífast og það endaði með því að Óli sparkaði í
snjókarlinn og hann hrundi og þá fóru Ása og Óli að gráta. Svo fóru
þau inn að drekka og síðan fóru þau að sofa.
Ása Laufey Sæmundsdóttir, 8 ára,
Nesvegi 80, 107 Reykjavík.
Pétur og snjókarlinn
Einu sinni var lítill strákur sem hét Pétur. Honum leiddist mjög mik-
ið að vera inni svo hann dreif sig í snjógallann sinn og fór út. Pétur
ætlaði að búa til snjókarl. Þegar hann var búinn að hnoða snjókarl
fann hann litla steina til að hafa fyrir augu og fór inn og sótti hatt til
að setja á höfuðið á karlinum. Hann náði líka í trefil til þess að
snjókarlinum yrði ekki kalt, svo fékk hann gulrót hjá mömmu sinni
til að hafa fyrir nef. Þegar Pétur var loksins búinn með snjókarlinn
var byrjað að skyggja svolítið og Pétri var orðið kalt svo hann fór inn
og fék sér heitt kakó og brauð.
Alfa Freysdóttir, 5 ára,
Hvoli, 765 Djúpavogi.
Tómas litli
Einu sinni var strákur sem hét Tómas. Þegar hann vaknaði einn
morguninn og leit út um gluggann þá sá hann að það var kominn
snjór. Þá flýtti hann sér á fætur og gleymdi að fá sér að borða og
taka inn lýsi. Hann klæddi sig vel og flýtti sér út til þess að búa til
snjókarl. Svo fór Tómas inn að ná í hatt, trefil og gulrót og þá var
snjókarlinn tilbúinn.
Gyða Minný Sigfúsdóttir, 8 ára,
Hraunholti 2, 250 Garði.
Umsjón: Margrét Thorlacius kennari.
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 4. tbl.
og getúr að sjálfsögðu hreppt
verðlaunin.
✓
✓
✓
/
*
y ■ : -V:
✓ .