Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1988. 41 ÞETTA HITT! Skemmtilegt teningaspil (1) Teiknaðu 6 ferninga efst á blað eins og sýnt er á teikningunni. Teiknaðu 1-2 -3-4-5 og 6 punkta í hvern ferning svo þeir líkist flötum á teningi. Þetta er stigakortið. Búðu til nokkur. (2) Þú þarft nefnilega að hafa eitt kort fyr- ir hvern keppanda. Settu tening í dós og gagnsætt plast festirðu yfir. Nú getur , leikurinn hafist. Hver keppandi hristir dósina og sér hvaða tala kemur upp á teningnum. (3) Þegar séð er hvaða tala kom upp á ten- ingnum merkir viðkomandi X fyrir neðan samsvarandi reit á stigakortinu sínu. Sá sem fær fyrstur 4 X í röð lóð- rétt vinnur leikinn. Þið getið leikið ykkur að því að geta upp á hvaða tala muni koma upp á teningnum áður en það er vitað! Góða skemmtun 'T\' % * 1 {2 3 Tengdu tölurnar frá 1 til 2, 2 til 3, 3 til 4 o.s.frv. Þá sérðu hvað kemur upp úr hattinum hans Tóta töframanns! Litaðu myndina síðan vel! Hvað siglingaleið á Siggi sjómaður að velja til að komast heim í kofann sinn? Er það leið nr. 1-2 eða 3? Sendið svar til: Bama-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Krakkakynning Nafn: Olga Antonsdóttir. Heimili: Aðalbraut 45, 675 Raufarhöfn Fædd: 7. maí 1976. Bestu vinir: Angela, Sandra, Guðný og Rakel. Draumaprins: Ljóshærður, sætur og er alltaf að slást. Áhugamál: Sund, íþróttir, dýr, tónlist og dans. Söngvari: Madonna. Systkini: Harpa og Sirrý. Besti drykkur: Pepsí, appelsín, kók og greip. Skóli: Grunnskóli Raufarhafnar. Besti brandari: - Palli var einn í heimin- um. Þá var bankað á dyrnar! / Nafn: Fjóla María Ágústsdóttir. Heimili: Skútuhraun 16, Reykjahlíð. Fædd: 9. júní 1975. Skóli: Skútustaðaskóli. Áhugamál: Að æfa sund, skólinn, ferðalög og margt fleira. Besti matur og drykkur: Hamborgari, svínakjöt, Mix, malt og ískalt vatn. Systkini: Hilmar, 15 ára: Besti brandari: - Hafnfirðingur var að senda vini sínum bréf. I því stóð: - Ég sétl- aði að senda þér þúsundkallinn, sem ég skulda þér, en áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búinn að loka umslaginu. Nafn: Sigríður Alda Ómarsdóttir. Heimili: Suðurgata 45. Fædd: 28. apríl 1976. Bestu vinkonur: Katla, Rósa og Kristín. Áhugamál: Pennavinir, brennó, passa börn, Greifarnir, Europe og Madonna. Uppáhaldsmatur og drykkur: Lamba- hamborgarhryggur, pitsa, pylsur, Mix, 7up, kók og mjólk. Systkini: Freyja, Gúsi, Olga, Kristín og Siggi. Besta hljómsveit: Europe og Greifarnir. Skóli: Myllubakkaskóli. Besti brandari: - Það voru einu sinni ís- lendingur, Kínverji, Rússi og Frakki. íslendingurinn sprengdi kínverjann, klæddi sig í frakkann og keyrði burt á Rússanum! BISW&ttlMtMSMIHMinMMMNM*'"'' Smásaga Póstkassinn Póstkassinn beið og beið og beið eftir bréf- um, en aldrei komu bréf. Allir voru hættir að skrifa til ömmu. Hér áður fyrr var póstkassinn alltaf fullur af bréfum. Amma og Katrín vorkenndu póstkassan- um og fylltu hann af bréfum svo að honum leiddist ekki. Sólveig María Svavarsdóttir, 4 ára. Þessa mynd teiknaði Bergþóra Guðna- dóttir, 9 ára. Ólafía D. Ásgeirsdóttir, Hólagötu 13, Sandgerði, teiknaði þessa vetrarmynd. Ólafía er 9 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.