Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1988, Blaðsíða 1
4. TBL. LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988.
Flugdiskurinn
Ása, Óli og Benedikt voru systkini. Þau
langaði að fara í einhvern leik. Þá sagði
Ása: „Förum í mömmó!“
„Nei, förum heldur í bíló!“ sagði Óli.
„Nei, það er svo smábarnalegt. Förum
heldur í flugdiskaleik,“ sagði Benedikt.
„Já,“ svöruðu hinir krakkarnir.
Svo léku þau sér með flugdiskinn lengi
dags.
Sigurvin Jónsson, 9 ára,
Fjólugötu 3, 101 Reykjavík
Svifdiskurinn
Einu sinni var strákur úti í garðinum
sínum að leika sér að nýja svifdiskinum sem
hann hafði fengið. Þessi strákur hét Ásgeir
Börkur og hann var 9 ára. Þegar hann var
búinn að leika sér 1 smátíma komu systk-
ini, strákur og stelpa, og spurðu hvort þau
gætu fengið að vera með.
Ásgeir sagði alveg strax já því að hann
var svo einmana. Þegar krakkarnir heyrðu
þetta hlupu þau að honum og rifu af honum
nýja diskinn hans. Systkinin byrjuðu strax
að kasta diskinum á milli sín. Ásgeir bað
þau um að láta sig hafa diskinn, en það var
eins og þau heyrðu ekki það sem hann
sagði. Allt í einu stökk Ásgeir á milli þeirra
og greip diskinn áður en stelpan gat gripið
hann.
Nú hjóp Ásgeir Börkur heim til sín, en
þar beið hans snúður og mjólk.
Helga Guðný Ásgeirsdóttir, 11 ára,
Bleikjukvísl 24, 110 Reykjavík.
Fljúgandi
furðuhlutur
Það var eitt sumar að þrír krakkar, Jón,
Óli og Stína, voru úti að leika sér. Allt í
einu sá Óli eitthvað koma fljúgandi utan
úr geimnum. Það var eins og diskur í lag-
inu. Óla fannst hluturinn koma alveg að
sér. Þá sáu krakkarnir að það var fljúgandi
diskur. Krakkarnir hlupu heim og sögðu
mömmu og pabba en enginn trúði þeim. Svo
þegar allir komu út var hluturinn horfinn.
Var þetta kannski bara draumur?
Anna Björg Þorgrímsdóttir, 9 ára,
Dalseli 16, 109 Reykjavík.
Flugdiskurinn
Jón, Lísa og Palli voru úti. Þau vissu
ekki hvað þau ættu að gera. Þá spurði Jón
hvort þau vildu koma inn til sín í bíló, en
Lísa og Palli vildu það ekki. Þá spurði Lísa
hvort þeir vildu koma í dúkkó, en það vildu
þeir alls ekki. Loksins spurði Palli hvort
þau vildu koma að leika með flugdisk og
það vildu þau. Krakkarnir léku sér með
flugdiskinn alveg langt fram á kvöld þang-
að til mamma og pabbi kölluðu á þau að
koma inn að borða.
Svanhvít Tryggvadóttir,
Teigaseli 7, 109 Reykjavík.
Skapvondi
nágranninn
Einu sinni voru þrír krakkar sem hétu
Siggi, Magga og Kalli. Siggi og Magga
voru systkini, en Kalli var vinur þeirra.
Kalli var einn heima og leiddist mikið.
Þá komu Siggi og Magga til hans og spurðu
hvort hann vildi koma út. Kalli vildi það.
Þau fóru að leika með flugdisk. Þegar þau
voru búin að leika nokkra stund sveif flug-
diskurinn inn í garð nágrannans. Nágrann-
inn var frekar skapvondur maður. Allt í
einu kom hann út á tröppurnar, alveg kol-
brjálaður. Krakkarnir hlupu í burtu ofsa-
lega hrædd. Eftir þetta þorðu þau aldrei að
leika sér hjá húsi nágrannans.
Sandra Halldórsdóttir, 11 ára,
Krummahólum 8, 111 Reykjavík.
Jói og vinir hans
Það var einu sinni strákur sem hét Jói.
Hann var alltaf hafður útundan í öllum
leikjum. Jói var nýbúinn að eiga afmæli
og hafði fengið þennan fína flugdisk í af-
mælisgjöf. Einn góðan veðurdag fór hann
út með flugdiskinn. Þá allt í einu koma tvö
systkini til Jóa og vildu leika við hann. Jói
varð glaður. Systkinin hétu Lára og Sigur-
þór. Síðan léku þau sér öll þrjú saman oft
og mörgum sinnum.
Gréta Björk Guðmundsdóttir,
Yrsufelli 9, 111 Reykjavík.
Steinþór, Sigga
og Oli
Snemma morguns vakti mamma Steinþór
og sagði að hann þyrfti að drífa sig því að
Sigga og Óli biðu eftir honum úti með flug-
disk. Steinþór hlakkaði svo til að fara í
leikinn af því að hann var vanur að vinna
Siggu og Óla. Steinþór hélt að það væri af
því að hann var 9 ára en Óli 7 ára og Sigga
bara 4 ára. Svo fór Steinþór út. Þegar þau
voru búin að vera lengi í leiknum þá vann
Óli. En þá sagði Steinþór að það væri ekki
rétt, hann hefði sjálfur unnið.
Silja Hrund Einarsdóttir, 7 ára,
x Sæbergi, 825 Stokkseyri.
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd
Sagan birtist síðan í 7. tbl.
og getur að sjálfsögðu
hreppt verðlaun.