Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988. 41 Þetta HITT! Felu- mynd Litaðu fletina sem hafa punkt. Þá kemur einhver mynd í ljós. Hvaða mynd er það? Beint í mark Það er alltaf gaman að keppa og nú skaltu búa til nokkrar skutlur fyrir þig og félaga þína og fara í keppnina Beint í mark. A teikningunni sérðu hvernig brj óta á pappírs- blað í skutlu. Best er að nota pappaspjald í skot- skífuna og skera út stóran hring í miðju. Festu skífuna síðan upp í trágrein úti í garði og keppnin getur hafist. Góða skemmtun. Kæra Barna-DV. Ég heiti Þórunn Jónína Hafþórsdóttiir og á heima að Brekkulæk 4. Mér þykir mjög gaman að lesa Barna-DV. í sumar var ég að selja DV við sundlaugina í Laugardal. Ég er 11 ára og er í hjólastól. Ég læt það ekkert hefta mig og leik mér við krakkana. Getið þið ekki haft eina litla barna-kross- gátu í Barna-DV. Kær kveðja. Þórunn Jónína. Kæra Þórunn. Bestu þakkir fyrir fallega bréfið þitt. Við munum reyna að hafa barnakrossgátur í blaðinu og við viljum gjarnan að lesendur reyni að búa þær til og sendi okkur. Þá munum við birta þær. Gætir þú búið til eina? Bestu kveðjur. M.Th. 6 villur Geturðu fundið 6 atriðisem ekki eru eins á báðum myndum? Sendið lausn til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Hvaða hundur nær í beinið? Er það hundur nr. 1-2-3 eða 4? Sendið svar til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. m-ö m v.k - i Gátur 1. Hvað sefur asninn lengi á næturnar? 2. Hvað er það sem er rautt með hvítum deplum? 3. Hvað er það sem er með svörtum dekkj um og með snjó? Jóhann H. Gunnarsson, 5 ára, Krummahólum 8, Reykjavík. (Svör aftast í blaðinu.) Ásta Ásgeirsdóttir, 6 ára, Neðstaleiti 8, 103 Reykjavík Svava Ólafsdóttir Miðleiti 6 Anna Dóra Ófeigsdóttir Logalandi 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.