Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Qupperneq 1
17
Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl.
íslenski dansflokkurinn:
Ég þekki þig -
þú ekki mig
íslenski dansflokkurinn frumsýnir
fjögur ballettverk undir samheitinu
„Ég þekki þig - þú ekki mig“ á
sunnudagskvöldið.
DV-mynd Brynjar Gauti
Á sunnudagskvöldið frumsýnir
íslenski dansflokkurinn fjögur bal-
lettverk undir samheitinu „Ég
þekki þig - þú ekki mig“. Þetta er
stærsta verkefni íslenska dans-
flokksins þetta leikár og ein af
áskriftarsýningum leikhúsgesta.
Höfundur og stjórnandi dansanna,
er Holiendingurinn John Wismán
í náinni samvinnu við hönnuð sýn-
ingarinnar, Henk Schut.
John Wisman starfar sem dans-
ari og danshöfundur við Þjóðarbal-
lettinn í Hollandi.
Fyrsta verk þessarar sýningar,
Ég er að bíða eftir þér, samdi Wis-
man að beiðni hollenska ríkissjón-
varpsins fyrir keppni ungra
evrópskra dansara sem fór fram á
Ítalíu í Reggio Emilia sumarið 1985.
En frá þeirri keppni var bein sjón-
varpsútsending til margra landa.
Tónhstin er eftir Louis Andriessen.
Annað verkið, Númer 48, var
samið fyrir dansflokk Krisztina de
Chatel. Upphaflega var Númer 48
heilskvöldssýning en nú verður
aðeins sýnt brot af henni.
Þriðja verkið, Segðu þetta aftur,
hærra, var samið fyrir hollenska
þjóðarballettinn árið 1984 fyrir
fjóra kvendansara og fjóra karl-
Atriði úr sýningu íslenska dansflokksins á verkinu „Segðu þetta aftur, hærra'
DV-mynd Brynjar Gauti
dansara við 4. kafla sinfóníu eftir
Luciano Berio. Eins og kunnugt er
samdi Berio sinfóníu fyrir
„Swingle Singers" á grundvelli
ýmissa þekktra tónlistarverka.
Lokaverk sýningarinnar heitir
Lokaskilaboð og er það sérstaklega
samið fyrir tíu kvendansara
flokksins og karldansarana fjóra
sem koma til hðs við stúlkumar á
þessari sýningu. Tónhstin er úr
þremur verkum eftir Laurie And-
erson.
Henk Schut er hönnuður lýsing-
ar, búninga og sviðsmyndar.
Gestadansarar sýningarinnar eru
íslendingurinn Jóhannes Pálsson,
sem starfað hefur með The Penn-
sylvania Ballet Company undan-
farin ár, Hollendingurinn Corné du
Croq, Austurríkismaðurinn Hany
Hadaya og Bandaríkjamaðurinn
Paul Eastabrook.
Dansarar íslenska dansflokksins
að þessu sinni eru: Ásta Henriks-
dóttir, Birgitte Heide, Guðmunda
Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir,
Helena Jóhannsdóttir, Helga Bem-
hard, Katrín Hall, Lára Stefáns-
dóttir, Ólafía Bjamleifsdóttir og
Sigrún Guðmundsdóttir.
íþróttir
helgarinnar
- sjá bls. 31
Myndbönd
- sjá bls. 32
Veitingahús
vikunnar
- sjá bls. 18
Danski
rithöfandur-
inn Dan
Turéll
í viðtali
- sjá bls. 19
Djassað í Tunglinu
Á sunnudagskvöldið verða djass-
tónleikar í Lækjartungli, Lækjar-
götu 2. Þar kemur fram djasskvart-
ettinn Fars á sínum fyrstu
tónleikum en í honum eru tónhst-
armennimir Stéingrímur Guð-
mundsson, Andrea Gylfadóttir,
Richard Com og Friðrik Karlsson,
allt þekktir tónhstarmenn sem
hafa komið víða við á ferlinum.
Meðal efnis á tónleikunum eru
ýmis djasslög sem sjaldan eru flutt
með söng ásamt fmmsamdri
„instrumentaT tónlist auk ýmissa
laga eftir aðra.
Djasskvartettinn Fars.
DV-mynd Ragnar Sigurjónsson
Sovéska kvikmyndin, Móðir María, verður
sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag,
14. febrúar, kl. 16.00. Mynd þessi er 4ra ára göm-
ul og þar segir frá rússneskri konu sem Öy6t
skömmu eftir byltingu til Frakklands, gengur í
þjónustu kirkjimnar og vinnur sem nunna að
liknarmálum. Á hemámsámm Þjóðverja í síðari
heimsstyrjöldinni veitir hún mönnum úr and-
spyrnuhreyíingunni aðstoð síná en er handtekin
af nasistum og tekin af lífi i gasklefunum í Ra-
vensbrúk, 31. mars 1945. Ljúdmíla Kasatkina
leikur móður Maríu en leikstjóri er Sergei Ko-
losov. Skýringartextar em á ensku.
Fyrirlestur
um heimspeki
-------------------------------
Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Dr. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við
Háskóla íslands, flytur fyrirlestur í húsi Verk-
menntaskólans á Akureyri nk. laugardag kl. 14.
Fyrirlesturinn nefnist „Hver er tiigangur lifs-
ins“ og mun Páll fjalla um fjögur ólík viðhorf til
spumingarinnar um tilgang lífsins og hvernig
henni megi svara. Fyrirlestur þessi er sá fyrsti
afþremur í fyrirlestraröð um „Siðtérði og tilgang
hfsins".
Fyrirlestramir eru öllum opnir.
Heims- og |
Evrópu- |
meistarar á
bridgehátíð
- sjá bls. 19
\
Ás-leikhúsið
- sjá bls. 30
Heims-
þekktur
fiðlu-
snillingur
spilar í
Fríkirkjunni
- sjá bls. 20