Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. 2S /./CJ0^TO!O!aWCTCTro25^^ ^^^^^^ ¦ iiiíwii niirfi iiiiiIIMÍ Flestallir listamenn mála sjálfsmyndir einhverntimann á ævinni. Um helgina lýkur á Kjarvalsstöðum sýningunni „Sjálfsmyndir". Kjarva]sstaðir: Sjálfemyndir A sunnudagskvöld lýkur á Kjarvalsstöðum sýningunni „Sjálfsmyndir". Flestallir listamenn hafa ein- hverntímann litiö í spegil og fest eigin ásjónu á mynd. Margir hafa þó gert það sem æfingu eða með þeim ásetningi einum að ná and- litssvipnum. Aðrir, og þeir eru mun færri, hafa unnið markvisst óg gert sjálfsmyndir með reglulegu millibili, raunverulegar sjálfs- myndir sem eru hluti af sköpun og frumleika viðkomandi listamanna. Sýningunni á Kjarvalsstöðum er ékki ætlað að vera sógulegt yfirlit eða heildarúttekt á sjálfsmyndum íslenskra listamanna, heldur er hér stiklað í gegnum íslenska listasógu oe reynt eftir megni að velja marg- breytileg og góð verk listunnend- um til skemmtunar og yndisauka. Leikfélag Akureyrar: Piltur og stúlka - síðustu sýrtingar Á föstudag og laugardag klukkan 20.30 eru síðustu sýningar hjá Leik- félagi Akureyrar á Pilti og stúlku. Verkið er sýnt í leikgerð Emils Thoroddsen gerðri eftir skáldsögu Jóns Thoroddsen. Sagan sjálf er hugljúf ástarsaga sem birtir nú- tímamanninum makalausa þjóðlíf- slýsingu frá miðri öldinni sem leið. Það eru ekki síst hinar makalausu persónulýsingar sögunnar sem hafa hrifið fólk og flestir íslending- ar eiga sínar eigin ímyndir af Gróu á Leiti og Bárði á Burfelli. Bæði í leikgerðinni og í sögunni eru per- sónurnar ofurlítið ýktar en það er stílbragð höfundar til að gera þær skýrari. í leikritinu koma fram. allir þekktustu leikarar Leikfélags Ak- uréyrar, auk nokkurra annarra sem ekki hafa leikið með leikfélag- inu áður. Gróa á Leiti og Sigríður ræðast við en þær stöllur leika Þórey Aðal- steinsdóttur og Arnheiður Ingimundardóttir. Fríkirkjí Heimsþ fiðlusni]] í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Frí- kirkjunni í Reykjavík og hefjast þeir kl. 20.30. Júgóslavneski fiðlusnillingurinn, Miha Pogacnik, leikur einleiksverk fyrir fiðlu eftir Jöhann Sebastian Bach. Miha Pogacnik fæddist í Slóveníu árið 1949, nam fiðluleik hjá Igor Ozym, Max Rostahl, Henryk Sxeryng og Josem Gin- gold í Júgóslavíu og Vestur-Þýskalandi, auk þess sem hann hlaut Fulbright-styrk til náms í Bandaríkjunum þar sem hann er nú búsettur. Hann heldur meira en eitt hundrað konserta á ári, bæði sem einleikari og sem sólisti með hljómsveit- Gallerí Borg: Sýningu Hörpu að ljúka Þánn 16. febrúar lýkur í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, sýningu Hörpu Bjórnsdóttur. Á sýningunni eju einþrykk og önnur verk, unnin með blandaðri tækni á pappír. Sýn- ingin er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 en um helgar frá klukk- an 14.00-18.00. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi sunnudag 14. febrúar '88 Fræðslukvöld, sem haldið er á veg- um Reykjavíkurprófastsdæmis og öllum er opið, verður í Háteigskirkju nk. þriðjudag, 16. febrúar, og hefst kl. 20.30. Umræðuefni; Náðargjafa- vakningin kemur til íslands. „Hvað er Ungt fólk með hlutverk, Vegurinn, Krossinn?" Fyrirlesari séra Jónas Gíslason dósent. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegjs. Barnasamkoma í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala safn- aðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Munið kirkjubílinn. Miðvikudagur 17. febr.: Föstumessa kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Borgarspítalinn: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Sigfónnur Þorleifsson. Breiðholtsprestakall: Barnasam- koma kl. 11 í Breiðholtsskóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholts- skóla. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnastarf: Sameig- inleg barnr ~amkoma í Neskirkju kl. 11, Farið fra Bústaðakirkju kl. 10.45. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur séra Ölafur Jens Sigurðsson. Organisti Jónas Þórir. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldr- aðra miðvikudagssíðdegi. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Aðalfundur kirkjufé- lagsins fimmtudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimihnu. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudagur: Messa kl. 11. Altarisganga. Orgelleikur í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Messa kl. 14. Fermingar- börn flytja bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organ- leikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðm. Karl Ágústsson. Organisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Miðviku- dagur: Öskudagshátíð kl. 14.00 fyrir 6 ára og eldri. Messa kl. 20.00. Sókn- arprestar. Fríkirkjan í Reykjavík:. Föstudagur 12. febr. kl. 20.30. Júgóslavneski fið- lusnillingurinn Miha Pogacnik leikur verk eftir Bach. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðspjal- lið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Afmælisbörh boðin sérstaklega velkomin. Fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Messa með altarisgöngu kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Hallgrímskirkja: Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa heyrnarlausra kl. 14. Sr. Miy- ako Þórðarson. Kvöldmessa kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðju- dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjukum. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Hjallaprestakall i Kópavogi: Barna- samkoma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar í Digranesskóla. For- eldrar eru hvattir til að fylgja börnunum. Almenn guðsþjónusta kl. 14 í messuheimilinu. Hulda Guðrúh Geirsdóttir syngur stólvers. Kirkju- kór Hjallasóknar syngur. Organleik- ari og kórstjóri Friðrik V. Stefáns- son. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Opið hús í safhaðar- heimilinu Borgum miðvikudags- kvöld 17. febr. kl. 20.30. Gestur: Björn Tryggvason, fyrrv. form. Rauða Kross íslands, segjr frá starfi Rauða krossins í Vestmannaeyjagosinu 1973 og sýnir myndir. Sr. Arni Páls- son. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson guðfræðinemi sér um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Oddny Þorsteinsdóttir. Prest- ur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. Laugarnesprestakall: Laugardagur t 13. febr.: Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9 hæð kl. 11. Sunnudagúr: Guðs- þjónusta kl. 11. Barnastarf. Kafflsopi eftir guðsþjónustuna. Fermingar- börn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að koma. Mánudagur 15. febr.: Æskulýðsfundur kl. 18.00. Sóknarprestur. Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðs- fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam- verustund aldraðra kl. 15. Spilað verður bingó. Sunnudagur: Barna- samkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00 í umsjá sr. Ólafs Skúlasonar dómprófasts. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Fræðslufundur kl. 15.15. Guðrún Kristjánsdóttir lektor í hjúkrunar- fræðum fjallar um efnið „heilbrigði barna" Umræður að erindi loknu. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánu- dagur: Æskulýðsfélagsfundur kl. 19.30. Þriðjudagur og fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraðra kl. 13-17. Fimmtudagur: Föstuguðsþjónusta kl. 20.00. Guðm. Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. í anddyri kirkjunnar er sýning á Biblíum og Biblíubókum. Sóknarprestur. Seltjarnameskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Æskulýðsfélagsfundur mánu- dagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknar- prestur. Fríkirkjan í Hafharfirði: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Örn Falkner. Einar Eyj- ólfsson. Hafharfjarðarkirkja: Sunnudaga- skóU kl. 10.30. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Fermingar- börn aðstoða. Organisti Helgi Bragason. Séra Gunnþór Ingason. Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl. 11. Sóknarpresrur. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Þingvallakirkja: Guðsþjónusta verð- ur á sunnudag kl. 14. Organleikari Einar Sigurðsson. Sóknarprestur. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 14. febrúar: kl. 13 Skarðsmýrarfjall - Innstidalur. Ekið sem leið liggur að Kolviðarhóli og gengiö þaöan um Hellisskarð. Skiða- gönguferð fellur niður vegna snjóleysis. Verð kr. 600. Brottfór frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bfl. Vetrarferð á Þingvöll verður sunnudag- inn 21. febrúar og Guflfoss í klakabönd- um - dagsferö sunnudaginn 28. febrúar. Utivistarferðir Sunnudagur 14. febr. 1. kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum. Nú er fossinn í stórkostlegum klakaböndum eftir frostkafla undanfarna daga. Einnig fárið að Geysi, fossinum Faxa, Laugar- vatni o.fl. Verð 1.200 kr. 2. kl. 13 gönguferð með ölfusá í klaka- böndum. Ný ferð. Ekið að Kaldaðarnesi (minjar herflugvallar) og gengið til Sel- foss. Á Selfossi verður safhaskoðun undir leiðsögn Hildar Hákonardóttur. Dýra-, lista- og byggðasafh skoðað. Verð 800 kr. 3. kl. 13 skíðaganga á Hellisheiði. Gönguskíðaferð við allra hæfi. Verð 600 kr. Frítt í ferðirnar f. börn m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu. Tilvaldar fjölskylduferðir. Sjáumst. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, 13. febrúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Samvera, súrefni og hreyfing. Byrjið góða helgi í skemmtilegum félagsskap. Nýlagað molakaffl. Leikhús Litli sótarinn í söngför um Norðurland í kvöld mun um 30 manna hópur á vegum íslensku óperunnar leggja upp í söngför um Norðurland með barnaóperuna Litla sótarann eftir Benjamin Britten. Ætlunin er~að halda sýningu í Miðgaröi, Varma- hlíð, á sunnudag kl. 14. Litíi sótarinn verður aftur á fjölum íslensku óperunnar eftir frumsýmngu á Don Giovanni sem er 19. febrúar nk. og verða þá sýningar um helgar og í miðri viku. Miðasala er þegar hafin á þær sýningar. Miðasalan er opin alla daga kl. 15-19. Þjóðleikhúsið Vesalingarnir, sýningar fbstudags- og laugardagskvöld kl. 20. Bílaverkstæði Badda, sýning á laugar- dag kl. 16 og sunnudagskvöld kl. 20.30. Ég þekki þig - þú ekki mig. íslenski dansflokkurinn frumsýnir fjögur ballett- verk eftir Jphn Wisman og Henk Schut á sunnudagskvöld. Ás-leikhúsiö sýnir leikritið Farðu ekki... á sunnudag kl. 16. EggleÍkhÚSÍð sýnir Á sama staö á laugardag kl. 13 og sunnudag kl. 12. Sýn- ingar fara fram í veitingastaðnum Mandarínanum v/Tryggvagötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.