Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Side 8
32
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
DV-LISTINN
Listinn tekur ekki miklum breyt-
ingum þessa vikuna - tvær nýjar
myndir koma þó viö sögu og önnur
þeirra, Burgler, stekkur hátt.
Mel Gibson heldur toppsætinu en
herdeildin er ekkert aö flýta sér út
af listanum. Athyglisverð er mynd-
in Guð gaf mér eyra meö William
Hurt og Marlin Matlin. Hún fer
hægt upp listann enda ekki dæmi-
gerð „sprettmynd" á listum. Hún á
þó örugglega eftir aö vinna á. Ma-
donna virðist hins vegar vera á
útleið enda mynd hennar varla
nema fyrir hennar dyggustu aödá-
endur.
1. (1) Lethal Weapon
2. (2) Platoon
3. (3) Police Academy 4
4. (-) Burglar
5. (6) Tin Men
6. (8) Project X
7. (-) Garbage Pailkids
8. (5) Angel Heart
9. (9) Children of a
Lesser Gofl
10. (4) Who’s That Girl
★★★
Apaspil
PROJECT X.
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Jonathan Kaplan.
Aðalleikarar: Matthew Broderick og
Helen Hunt.
Bandarisk, 1986. - Sýningartimi 103
min.
Þjálfaðir apar eru engin nýlunda
í kvikmyndum. Allt frá því að Tarz-
an sást fyrst á hvíta tjaldinu með
apann sinn hafa óteljandi kvik-
myndir verið gerðar þar sem vel
þjálfaðir apar eru í stórum hlut-
verkum. Project X er ein þeirra og
hefur sjaldan tekist jafnvel til við
að gera apana „mannlega".
Aðalpersóna myndarinnar er ap-
inn Virgil sem snemma er tekinn
frá móður sinni og fenginn Teri,
ungri stúdínu, til þjálfunar. Virgil
er gæddur. einstökum gáfum af apa
að vera og eftir tvö ár talar hann
fingramál og hagar sér nákvæm-
lega eins og spillt barn sem fær
öllu sínu framgengt.
Það er því mikið áfall fyrir Teri
þegar apinn er tekinn frá henni og
sagt að hér eftir eigi hann að vera
börnum til skemmtunar í dýra-
garði.
Raunin er samt önnur. Farið er
með hann í tilraunastöð hersins
þar sem hann fyllir flokk annarra
apa sem fyrst er kennt að stýra'
flugvél og síðan fórnað í tilraunum
með geislun frá kjarnorkusprengj-
um.
Þetta veit ekki nýráðinn þjálfari
Virgil, Jimmy, ungur flugmaður
sem hefur verið lækkaöur í tign
vegna vanrækslu. Jimmy er fljótur
að sjá að Virgil getur talað fingra-
MATTHEW BRODERICK
mál og virðist miklum gáfum
gæddur.
Þegar hann loks kemst að hinu
sanna í máhnu hringir hann í Teri
og saman ákveða þau að frelsa
Virgil. Atburðarásin tekur samt
óvænta stefnu sem ekki er vert að
fara nánar út í hér.
Það er með ólíkindum hvað hefur
tekist að kenna og þjálfa Virgil og
raunar alla apana. Þeir minna
mann á böm og stórt herbergi, sem
þeir dvelja í, minnir frekar á leik-
skóla en fangelsi sem það í raun er.
Þegar svo á að fórna Virgil á alt-
ari vísindanna er ábyggilegt að alhr
áhorfendur eru á bandi apans og
vísindamennirnir eru vondu
mennirnir. Project X er hin besta
skemmtun og verst er að engin
apaverðlaun eru veitt í kvikmýnd-
um því Virgil á skilið öll verðlaun
sem keppt er um. HK
Af franskri þrá
BETTY BLUE
Útgefandi: Steinar
Leikstjóri og handritshöfundur: Jean-
Jacques Beinefx. Aðalhlutverk: Jean-
Huges Anglade og Béatrice Dalle.
Frönsk 1987. 117 mín. Bönnuð yngri en
16 ára.
Betty Blue -er af öðrum uppruna
en flestar þeirra mynda sem prýða
hillur myndbandaleiga. Hún hefur
reyndar reynst mun meiri mark-
aðsvara en aðrar franskar myndir
því ekki er langt síðan hún var
sýnd í kvikmyndahúsi. Góður ár-
angur af sýningu þessarar myndar
ætti að ýta við mönnum og benda
á að fleira kemur til greina en eng-
il-saxneskar myndir. Væri til
dæmis fróðlegt að sjá fyrri mynd
Beineix, Diva, gefna út hér.
Betty Blue er ástarsaga sem lýsir
á dramatískan hátt ást og þrá sem
leiðir að lokum til geðveiki. í upp-
hafl er Betty ung og lífsþyrst stúlka
sem kemur inn í hf Zorgs sem virð-
ist ekki of öruggur um framtíð sína.
Hún kemst í dagbækur Zorgs og
verður sannfærð um að hann sé
efni í stórkostlegan rithöfund.
Betty þykir hann'fuhhægfara og
ákveður að brenna ofan af þeim
húsnæðið til að koma honum af
stað á vit frægðarinnar sem hún
er sannfærð um að bíði á næsta
leiti. Þau fara til næstu borgar
(Parísar) en þrá Betty eftir frægð
fyrir hönd Zorgs reynist henni um
megn. Hún sýnir stöðugt meiri
merki geðveiki og að lokum hefur
samband þeirra snúist - hann er
sá sterki en hún er glötuð.
Ástarsaga þeirra Betty og Zorgs
er í senn fógur og áhrifamikil og
hin kynþokkamikla Béatrice Dahe
vinnur ótvíðræðan leiksigur.
Vissulega er nokkuð erfitt að átta
sig fyllilega á geðveiki Betty en th-
vísun í óslökkvandi þrá hennar
eftir frægð Zorg th handa verður
að duga.
-SMJ
«□
Afdrifaríkt stefnumót
BLIND DATE
Útgefandi: Skifan
Leikstjóri: Blake Edwards. Aðalhlut-
verk: Bruce Willis og Kim Basinger.
Bandarísk, 1987.
Whhs hefur náð fádæma vin-
sældum sem sjónvarpsstjarna og
þvi er auðvitað sjálfsagt að láta
kappann reyna fyrir sér í bíó. Ekki
er tekin mikh áhætta í hlutverkav-
ah heldur treyst á Moonlightning-
formúluna.
Whlis leikur hér óöruggan ná-
unga sem hugsar aðeins um starflö.
Hann þarf á fylgd konu að halda
th að fara í viðskiptaboð og að ráði
bróður síns tekur hann Basinger
með sér. Hann verður hriflnn og
brýtur þá einu reglu sem honum
var sett - að gefa fylgdarkonu sinni
ekki vín. Áður en við er litið er hún
búin að gera allt vitlaust og glæstur
starfsferhl horfinn. En einhvers
staðar hefur ástin náð að sá fræjum
sínum...
Þetta er nökkuð hefbundin Blake
Edwards mynd, flökt á mhh kröft-
ugra uppákoma en fínlegri húmor
á erfiðara uppdráttar. Því er ekki
að neita að skondin atvik koma upp
en dálítið saknar maður heildstæð-
ari mynduppbyggingar með í]öl-
skrúðugri persónum. Alhr verða
að vera „týpur“ til að slá í gegn í
gamanmynd en auðvitað er það
„venjulega" fólkið sem er fyndnast
í raunveruleikanum.
-SMJ
jEUKEtamfiui
KlMBASiNGER
BRUCE WILLIS
A date with her is evcty inans dream come true.
Aikí with dreams likeher — vsíio nceds niííitmares?
Hi-n
srmo
fpctfe
★★
Lækning gegn hrædslu
HAUNTED HONEYMOON.
Útgefandi: Skífan.
Leikstjóri: Gene Wilder.
Aðalleikarar: Gene Wilder, Gilda Radn-
er og Dom DeLuise.
Bandarisk, 1986. -Sýningartimi 90 min.
Gene Whder hóf glæsilegan ferh
í kvikmyndum hjá Mel Brooks og
lék aðalhlutverk í nokkrum bestu
mynda hans hingað th, svo sem
í giftingarhugleiðmgiun
THE LAST FLING
Útgefandi: Arnar-Videó
Leikstjóri: Corey Allen. Aðalhlutverk:
John Ritter og Connie Selleca.
Bandarisk. Öllum leyfð.
Sjónvarpsglápurum ætti að vera
John Ritter vel kunnugur. Hann
hefur birst hér í m.a. i hki Hooper-
manns lögregluþjóns og ætti því
dauðyflisleg frammistaða hans
ekki að koma neinum á óvart.
Hann er eigi að síður aðalstjarna
þessarar bandarísku sjónvarps-
myndar. Ekki slær hann í gegn
• enda líklega ekki ætlunin með
þessari mynd. Hún segir frá ungum
lögfræðingi (það eru einu ungu
mennirnir sem fá athygli í USA)
sem hefur hug á því að festa ráö
sitt en skortir þá réttu th að fuh-
komna verknaðinn. Hann hittir
hana þó en að því er virðist of seint
því hún er að fara að gifta sig. -
Og nú ríður á að flýta sér.
„Formúlumynd" er víst óhætt að
segja um þessa framleiðslu. Hún
býr ekki yfir neinum frumleik en
er ekki vandræðalega gerð, sem
sagt mynd sem fer inn um annað
og út um hitt.
-SMJ
The Producers, Blazing Saddles og
Young Frankenstein.
Hann hefur á seinni árum tekið
th við að leikstýra sjálfum sér með
misjöfnum árangri. Sjálfsagt tókst
honum best upp með Woman in
Red þar sem hann aldrei þessu
vant hélt sér á mottunni varðandi
ofleik.
Því er því miður ekki fyrir að
fara í nýjustu kvikmynd hans,
Haunted Honeymoon, sem er farsi
í anda Mel Brooks og hefur Gene
Whder greinilega tekið hann sér til
fyrirmyndar.
Whder leikur útvarpsleikarann
Larry Abbot sem er stjarnan í vin-
sælu framhaldsleikriti. Hann ætlar
að fara að giftast meðleikkonu
sinni, Vicky Pearle (Gilda Radner).
Aðeins eitt kemur í veg fyrir það.
Abbot fær áköf hræðsluköst. Sál-
fræðingar segja að aðeins ofsa-
hræðsla geti komið endanlega í veg
fyrir þennan leiða ávana.
í samráði við tilvonandi eigin-
konu er skipulögð brúðkaupsferð í
gamalt hús þar sem frænka Abbots
ræður ríkjum.
Það sem skötuhjúin vita ekki er
að frænkan er búin að gera aum-
ingja Abbot að einkaerfingja sínum
og flykkjast ættingjarnir nú að ætt-
arsetrinu. Verður nú einn alls-
herjar bardagi upp á líf og dauða
hjá Abbot sem vhl aö sjálfsögðu
endilega halda lífi...
Eins og Gene Whder er von og
vísa eru mörg atriðin stórskemmti-
leg og tilþrifamikil en sé htið á
heildina er þunnur þrettándinn og
ofleikur allra aðaheikaranna leið-
inlegur th lengdar.
HK