Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Síða 6
30 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Bíóhöllin Þmmugnýr í gær tók Bíóhöllin til sýningar nýjustu kvikmynd vöðvatröllsins Arnolds Schwarzenegger, Þrumgný (The Running Man). Hún er gerð eftir skáldsögu Stephens King og lofar það að minnsta kosti eftirtektarveröum söguþræði. Mynd þessi er alveg glæný og hefur erlendis fengið ágætar viðtökur. Eins og endranær sýnir Bíóhöllin margar fleiri myndir og er helst að telja gamanmyndina Spaceballs sem Mel Brooks leikstýrði. Þar ger- -ir hann látlaust grin að geimmynd- unum svokölluðu og þeir sem hafa fylgst með Mel Brooks og séð myndir hans vita að enginn getur •verið naprari í háðinu. Laugarásbíó Hrollur 2 Fyrir um það bil tveimur árum leit dagsins ljós Creepshow, nokk- uð góð hryllingsmynd sem gerð var eftir smásögum Stephens King. Þessi konungur hrylhngssagnanna lék meira að segja eitt aðalhlut- verkið. Leikurinn hefur verið endurtekinn. Hrollur 2 byggist enn á smásögum Kings eða hugmynd- um þótt ekki sé hann nálægur í þetta skiptið. Þeir fjölmörgu unn- endur ritverka Kings vita vafalaust hverju búast má við. Hugmynda- leysið hefur aldrei hrjáð þann mann. Þá má geta þess að hin frá- bæra sakamálamynd, Öll sund lokuð (No Way out), býður upp á allt það sem góð sakamálamynd á að hafa; spennu, rómantík og óvæntan endi. Wall Street Stjömubíó Hættuleg Kevin Bacon, er hlaut heimsfrægð í Footloose, hefur átt fremur erfitt uppdráttar síðan myndir, sem hann hefur leikið í, hafa lítið gengið. Stjörnubíó hefur nú hafíð sýningar á nýjustu kvikmynd hans, Hættulegri óbyggðaferð (White Water Summer), sem fjallar um ungmenni sem fara í fjallgöngu og fá svo sannarlega að kynnast hættum fjallanna. Þá má benda á hina frábæru gamanmynd, Roxanne, þar sem Steve Martin fer á kostum, gamanmynd í hæsta gæðaflokki. Háskólabíó Hættuleg kyiuii Ein af þeim myndum, sem hafa verið tilnefndar til óskarsverð- launa þetta árið, er Hættuleg kynni (Fatal Atraction), mögnuð spennu- mynd undir stjórn Adrians Lynne. Michael Douglas leikur Don Gal- lagher sem er hamingjusamlega giftur en fellur fyrir ungri og glæsi- legri konu, Alex Forrest. Eftir næturkynni vill hann ekki meira með hana hafa og heldur að þetta stundargaman tilheyri fortíðinni, en svo er nú aldeilis ekki. Hættuleg kynni er svo sannar- lega kvikmynd sem fær áhorfendur til að halda niðri í sér andanum af spennu og þeirri spennu hnnir ekki fyrr en myndin hefur runnið sitt skeið. Michael Douglas og Glenn Close sýna stjömuieik í erfiðum hlut- verkum sem krefjast mikils af þeim. Hættuleg kynni er mynd sem unnendur spennumynda ættu ekki að láta fram hjá sér fara. -HK Aðalhlutverkin í Wall Street leika Michael Douglas og Charlie Sheen. Bíóborgin Regnbogiim Örlagadans Hver man ekki eftir túlkun Toms Hulce á Mozart í Amadeusi. Hann er nú mættur í slaginn á ný í ágætri sakamálamynd, Örlagadans (Slam Dance). Hann leikur teikn- ara sem fær óvænt pakka frá fyrrverandi ástkonu sem á að hafa verið myrt. Fljótlega er hann grun- aður um morðið og verður því að fmna morðingjann til að sanna sak- leysi sitt. Örlagadans er mynd sem vakti þónokkra athygli og góða aðsókn á haustmánuðum vestan- hafs. Það efast enginn um að leikstjóri ársins 1986 var Oliver Stone. Hann sendi það ár frá sér tvær úrvals- myndir, Salvador og verðlauna- kvikmyndina Platoon sem flestir ættu nú að vera farnir að kannast við. Varla hefur nokkur kvikmynd fengið jafnmikið umtal. Það þarf víst engan að undra að beðið hafi verið með nokkurri eftirvæntingu eftir næstu kvikmynd Stones, Wall Street. Bíóborgin hefur nú hafið sýning- ar á Wall Street sem fjallar um líf viðskiptajöfra í þessari frægustu götu heims. Michael Douglas leikur viðskiptarisann Gordon Gekko, margmilljónara sem hrærist í hin- um miskunnarlausa heimi fjár- málamannanna. Hann tekur upp á arma sína ungan mann, Bud Fox, sem á í fyrstu erfitt með að aðlag- ast hlutunum eins og þeir gerast en verður áður en myndin er úti fremri lærifoðurnum. Það eru Michael Douglas og Charlie Sheen sem leika aðalhlut- verkin og þykir Douglas ekki hafa sýnt betri leik. Samvinna Stones og Charlie Sheen heldur hér áfram en hann lék einnig aðalhlutverkið í Platoon. Sheen er sonur hins þekkta leikara Martin Sheen og leikur hann einnig stórt hlutverk í Wall Street. Þó ekki hafi Wall Street fengið jafngóðar viðtökur og Platoon er hér um að ræða eftirtektarverða mynd, ekki síst í ljósi þeirra at- burða er áttu sér stað á götu þessari á síðasta ári þegar lá viö að efna- hagskerfi heimsins hryndi. Oliver Stone við tökur á Wall Street. Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn •«Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes, Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17 í kvöld kl. 20 verður opnuð í nýjum sal í Gallerí Svart á hvítu sýning á verkum Ólafs Lárussonar. Á sýningunni verða teikningar og grafíkverk unnin sl. tvö ár. Sýningin stendur til sunnudagsins 6. mars og er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á morgun verða opnaðar tvær sýningar Jl Kjarvalsstöðum. Sæmundur Valdi- marsson opnar sýningu á verkum sínum sem eru myndir settar saman úr steinum og rekaviði. Sýningin stendur til 6. mars. í vestursal Kjarvalsstaða opnar Sigurður Þórir Sigurðsson sýningu sem hann hann nefnir Ur hugarheimi. Myndirnar eru flestar unnar á sl. ári. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 6. mars. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Þar stendur yfir sýningin Vinna og* mannlif. Á sýningunni eru listaverk frá ýmsum tímum sem öll eiga það sameigin- legt að fjalla um mannlegar athafnir, leik og störf. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-20. Aðgangur er ókeypis. Sýningunni lýkur 20. febrúar. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið alla daga kl. 11.30-16.30, nema laugardaga og sunnudaga er opið til kl. 19. Þar er nú uppi sýningin Aldar- spegill, íslensk myndlist 1900-1987. Leiðsögn fer fram í fylgd sérfræðings alla íostudaga kl. 13.30-13.45. Kafiistofa húss- ins er opin á sama tima og safnið. Mokka, Skólavörðustíg Þessa dagana sýnir Ameríkumaðurinn James Francis Kwiecinski verk sín á Mokkakafii. Sýningin stendur í þtjár vik- ur. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið í anddyri hússins stendur yfir sýning á grafikverkum eftir sænska listamanninn Lennart Iverus. Á sýningunni eru teikn- ingar og grafik, mestmegnis koparstung- ur. Sýningin verður opin daglega fram til 28. febrúar. Á morgun kl. 16 verður opnuð í sýningar- sölum hússins sýning undir nafninu Hið græna gull Norðurianda. Þetta er farand- sýning sem skógminjasöfnin á Norður- löndum standa að en Skógrækt ríkisins, Skógræktarfélag íslands og Þjóðminja- safnið hafa veg og vanda að Islands háliú, á'samt Norræna húsinu. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 til 13. mars. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Laugardaginn 20. febrúar kl. 16 opnar Finnbogi Pétursson sýningu í Nýlista- safninu. Á sýningunni eru hljóðverk (audio-installation) í tniðsal og neðri sal safnsins. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Henni lýkur sunnudaginn 6. mars. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriöjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóöminjasafn íslands Nýlega var opnuð sýning í forsal Þjóð- minjasafns íslands á ýmsum munum sem fundust við fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerárgötu 34, Akureyri Bjöm Bimir sýnir málverk í Glugganum. Bjöm hefúr haldið sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 21. febrúar og er opin daglega kl. 14-18 en lokuö á mánúdögum. ÍSAFJÖRÐUR Slunkaríki, Ísafirði Birgir Andrésson sýnir myndverk sín í Slunkaríki. Sýningin er opin á auglýstum opnunartíma sýningarsalarins. Birgir hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og eriendis. Einnig hefur hann tekiö þátt í samsýningum. •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.