Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 1
9. TBL. LAUGARDAGUR 5. MARS 1988,
Magnús leyfði Palla að reyna sleðann. Svo
voru þeir alltaf að renna sér á sleðanum
hans Magnúsar.
Björk Sigursteinsdóttir,
Skjólbrekku, 311 Borgarnesi
Sleðaferðin
Gunnar spurði Sigga bróður sinn hvorf
hann vildi koma út á sleða. „Hvar?“ spurði
Siggi. „Á hólnum,“ svaraði Gunnar. „Já,
já,“ sagði Siggi. „Við skiptumst á að vera
með þinn sleða, Siggi,“ sagði Gunnar.
Svo fóru þeir út á sleða.
„Þetta er mjög gaman,“ sagði Siggi við
Gunnar. „Já, það er mjög gaman,“ sagði
Gunnar.
Helgi Þór Þorsteinsson, 6 ára,
Hvassaleiti 87, 103 Reykjavík
Snjórinn
Siggi leit út. Þá sá hann að það var kom-
inn mikill snjór. Siggi fór í stígvél, úlpu,
regnbuxur og húfu. Svo fór hann út. Þá kom
stelpa sem heitir Anna. Hún kom með snjó-
þotu. Anna var voða montin af því að hún
var nýbúin að fá snjóþotuna. Svo fór hún
að renna sér. Siggi var bara með poka. Þá
fékk Siggi að renna sér með Önnu. Svo
urðu Siggi og Anna bestu vinir.
Anna Vallý Baldurdóttir, 10 ára,
Grenigrund 38, 300 Akranesi
Davíð og Valdimar
Þegar Valdimar var búinn að borða fór
hann út með sleðann sinn. Hann renndi sér
í brekkunni fyrir ofan húsið. Hann renndi
sér á maganum óg bakinu og líka sitjandi.
Hann var að renna sér á maganum þegar
Davíð kom. Hann var með blöðru. Davíð
vinkaði til Valdimars en þá missti hann
blöðruna. Þá sagði Valdimar: „Eigum við
ekki að reyna að ná blöðrunni?“ „Nei, þetta
er allt í lagi,“ sagði Davíð. „Ég ætla að
hlaupa heim og ná í sleðann minn.“
Davíð náði í sleðann sinn og þeir renndu
sér margar ferðir niður brekkuna langt
fram á kvöld.
Aldís Hilmarsdóttir, 10 ára,
Vesturási 51, 110 Reykjavík
Jói og blaðran
Einn morguninn þegar Jói litli vaknaði
var farið að snjóa. Jói klæddi sig í flýti og
spurði mömmu sína hvort hann mætti fara
út með nýju blöðruna sína. Mamma hans
sagði: „Nei, hún getur bara týnst.“ En Jói
fór samt með blöðruna út. Þegar hann kom
út sá hann Bjarna vin sinn koma brunandi
niður brekkuna á sleðanum sínum. Og þá
var Jói að heilsa Bjarna þegar hann missti
nýju blöðruna sína. Hann fór að hágráta.
Jói hljóp grátandi heim og sagði mömmu
sinni alla söguna. En mamma gaf Jóa nýja
blöðru og sagði: „Þú mátt aldrei gera þetta
oftar.“
Jói litli fór nú aftur út en með enga blöðru.
Svo fór hann bara að renna sér með Bjarna
á sleðanum.
Ása Ingibergsdóttir, 10 ára,
Höfðavegi 45, 900 Vestmannaeyjum
Sleðinn
Einn vetrarmorgun, þegar Grímur vakn-
aði, var byrjað að snjóa. Hann langaði svo
mikið út en hann átti engan sleða. Þegar
Grímur kom niður var stór pakki. Á pakk-
anum stóð:
Til Gríms.
Frá mömmu og pabba.
Hvað haldið þið að hafi verið í pakkanum?
Jú, það var sleði, risastór sleði. Grímur
þakkaði fyrir sig og sagði mömmu að hann
ætlaði strax út að renna sér. Grímur fór í
stærstu brekkuna. Allt í einu kom Kalli,
besti vinur Gríms. Þeir fóru að renna sér á
sleðanum til skiptis.
Lára Marta F., 8 ára,
Breiðvangi 3, 200 Hafnarfirði
Dísa átti heima fyrir utan bæinn en Óli
átti heima í bænum. Óli var besti vinur
Dísu. Dísa átti fallegan sleða sem pabbi
hennar hafði smíðað. Það var vetur og Dísa
var á sleðanum sínum fyrir utan. Þá sá hún
Óla koma með blöðru. Hann veifaði til
hennar og Dísa kallaði í hann og bað hann
að vera með sér. Dísa sagði við Óla:
„Mamma er að baka kleinur og hita kakó.“
Þegar þau voru búin að leika sér til hálf-
fjögur kallaði mamma Dísu á þau að koma
inn að drekka.
Ólöf Ásta Benediktsdóttir, 8 ára,
Seljahlíð 13 E, 600 Akureyri
Palli og Magnús
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist
síðan í 12. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt
verðlaunin.
Óli og Dísa
Einu sinni þegar Palli kom til Magnúsar
þá var Magnús að renna sér á nýja sleðan-
um sínum í brekkunni við húsið sitt. Palli
spurði hvort hann mætti prófa sleðann og