Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1988, Síða 3
LAUGARDAGUR 26. MARS 1988. 35 Bflar Nissan Pathfinder SE 3000: Lengd: 4.365 mm Breidd: 1.690 mm Hæð: 1.690 mm Bil á milli öxla: 2.650 mm Hæð undir lægsta punkt: 220 mm Þyngd: 1.746 kg Vél: V-6,2960 rúmsentímetr- ar, 145 hestöfl Fjöðrun: Sjálfstæð að framan, heill öxull með gormum að aftan. Stillanlegir loftdempar- ar. Jafnvægisstengur bæði að framan og aftan. Hemlar: Diskahemlar að framan, skálar að aftan, hjálp- arafl. Hjól: 31x10,5R15 Að aftan gefur varahjólið, sem er á sveiflugrind, bilnum sérstæðan svip. Þessi staðsetning varahjólsins, i stað þess að hafa það undir bilnum að aftan, gerir hann hæfari i ófæruakstur. Honda Legend kominn til landsins Um síðustu helgi var kynntur í fyrsta sinn hér á landi toppbíllinn frá Honda í Japan, Honda Legend. Þessi bíll er árangur samstarfs Honda og Rover í Englandi. Unnið var sameiginlega að hönnun þess- ara bíla og eru þeir í tæknilegu tilliti nánast eins, en útlitið er dálít- ið frábrugðið. Frá Rover heitir hann Rover 800 Sterling. Honda Legend er í efri milli- stærðarflokki og er ætlað að keppa við bíla eins og 5-línuna frá BMW, Benz 240/300 og Volvo 760. Hann er hlaðinn allri nýjustu tækni, búinn rafstýringu á sætum. hraðastilli, aflstýri sem breytir átaki miðað við hraða, tölvustýrðri beinni innspýt- ingu og sjálfvirku loftræstikerfi. Legend er framhjóladrifmn og búinn V-6 vél, 173 hestafla. Verðið á Legend er 1.995 þúsund krónur. Fyrir þá sem vilja kynna sér grip- inn nánar þá er hann til sýnis í dag.laugardag, frá kl. 13 til 17. Mælaborð og stjórntæki eru eins og best verður á kosið. Bíllinn er hlaðinn alls kyns aukabúnaði, tvivirkri sjálf- skiptingu, hraðastilli og ýmsu öðru góðgæti. Góður vinnustaður ökumanns Aðstaða ökumanns er eins og best verður á kosið. Mælaborð er vel hannað, allir mælar liggja vel við og rofar eru aðgengilegir. Hér er snún- ingshraðamælir, olíuþrýstimælir og í hraðamæli eru þrír vegmælar. Við- vörunarljós eru mörg og gefa góða yfirsýn um það sem er að gerast og jafnframt tengingu aukabúnaðarins. Veltistýri er til staðar sem gerir það að verkum að allir ættu að geta fund- iö sér stillingu við hæfi. Skiptistöngin fyrir sjálfskipting- una er há og gefur þar með góða tilfmningu fyrir því í hvaða skiptistig verið er að setja hverju sinni. Skemmtilegur I akstri Það er gaman að aka Pathfinder, allavega þessari gerð. Kraftmikil V-6 vélin, 145 hestöfl, gefur bílnum gott og sportlegt viðbragð. Sjálfskiptingin vinnur vel með vélinni og skapar góða fólksbílstilfmningu, sérstaklega í innanbæjarakstri. hægt að hækka hann upp líkt og bíla með heilli hásingu bæði að framan og aftan. Á þessum stóru dekkjum, sem hann er með sem staðalbúnað er vart þörf á upphækkun fyrir venjulega jeppanotkun. Vegna þess að bíllinn er byggður á heila grind, og hana sterklega, þá er hann stinnur í akstri og veitir það traustleikatilfinningu þótt ekið sé um grófar slóðir. Rúmgóður Innanrými í Pathfmder er ágætt. Sætin eru með þeim betri í bílum í þessum flokki og veita góðan stuðn- ing, einkum framsætin. Fótarými er gott, bæði fyrir fram- og aftursætis- farþega. Höfuðrýmið er nóg fyrir fullorðna, ágætt í framsætum en rétt sleppur í aftursæti. Klæðningar eru í öllu innanrýminu, þykkar og með góöum frágangi. Vegna þess að hliðardyr eru aðeins tvær er inn- og útstig fyrir aftursæt- isfarþega frekar þröngt. Raunar er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar í aftursæti noti dymar hægra megin því þegar sætisbakið þeim megin er lagt fram rennur stóllinn fram um leið og þar með myndast sæmilegt pláss fyrir þá sem vilja inn eða út. Bak bílstjórasætisins er hægt að leggja fram en þar sem stóllinn situr kyrr er varla um að ræða að nota þá hlið til þess að komast í aftursæt- ið. Vegna sérstæðs byggingarlags bílsins er ekki um það að ræða að bæta við hurðum fyrir aftursætisfar- þegana. Farangursrými í Pathfmder er mjög gott. Stór afturhlerinn opnast vel upp þannig aö aögangur að því er góður. Afturhlerinn er einnig bú- inn þeim valkosti að hægt er að opna afturgluggann einan sér ef stinga þarf inn hlutum þá leiðina. Líkt og á gamla Bronkó er varahjólið á grind aftan á bílnum og er sveiflað til hlið- ar þegar opna þarf afturhlerann en ef opna á aðeins gluggann má vara- hjólið vera kyrrt á sínum stað. Hljóðeinangrun í bílnum er sérlega góö, nær ekkert veghljóð heyrist inn, jafnvel þótt ekið sé á grófum vegi. Hemlarnir á bílnum eru til fyrir- myndar. Þeir eru með hjálparafli óg svara mjög vel, hvort sem stigið er létt eöa fast á fótstigið. Aksturseiginleikar eru allgóðir. Bíllinn á það til að undirstýra aöeins í beygjum, það er að leita inn úr beygju ef ekið er á vegi með grófu undirlagi. Þetta er trúlega einnig því að kenna að afturendinn vill aöeins skríða út við slíkar aðstæður. Ef ekið er í framdrifi á grófum vegi situr bíllinn hins vegar mun betur. Kostur er að hægt er aö skipta í og úr fram- drifl á ferð. Framdrifslokur eru á bílnum en þær eru sjálfvirkar svo ekki þarf að fara út og setja þær á ef búið er að festa bílinn í snjóskafli. Eins og fyrr sagði er bíllinn hlaðinn ýmsum aukabúnaði sem gerir hann skemmtilegan í akstri, svo sem hraöastilli eða „cruise-control“, sem stillt er með litlum hnappi á stefnu- ljósastönginni. Þá er hann með lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, sóllúgu og ýmsu öðru sem undirstrikar sportleg einkenni bflsins. Niðurstaða: Sportbíll fjallamannsins Nissan Pathfmder sameinar vel kosti jeppans og fólksbílsins og hefur jafnframt alla kosti litlu pallbOanna. Hann er sportlegur í akstri, nægilegt vélaraflið og tvöfaldir notkunar- möguleikar sjálfskiptingarinnar falla þaö vel að bílnum að það er hreinlega gaman að aka honum, jafnt um breiöstræti og grófa slóða. Stillanleg fjöðrunin er svo punktur- inn yfir þessu öUu saman. Því má með sanni segja að þetta sé sportbíll fjallamannsins. Þetta voru kostimir en helstu gall- arnir em hve lítið bíUinn leggur á í beygju, hann skrikar til að aftan á holóttum malarvegum og þríhyrndu Afturhlerinn er tvískiptur og gefur ágætan aðgang að stóru farangursrýminu. Hægt er að opna afturgluggann sér sem er þægilegt ef stinga þarf smáhlut- um inn aö aftan án þess að taka varahjólið frá. gluggarnir á hliðunum takmarka útsýni tU hliðanna. Hér hefur verið fjallað um Path- finder SE 3000 en til er ódýrari útgáfa, 2400, sem er með fjögurra strokka 101 hestafls vél og í þessari gerö er bíllinn með minni dekk og mun fátæklegar búinn. Verðmunur er líka töluverður á milli gerða því SE 3000 bOlinn kostar í toppútfærslu 1.498 þúsund en 2400 með staðalbún- aði mun minna eða 1.088 þúsund krónur. Jóhannes Reykdal Aðgangur að aftursæti er nánast aðeins þægilegur frá farþegasæti að fram- an því það rennur fram um leið og bakið er lagt fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.