Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1988, Qupperneq 4
26 MÁNUDAGUR £ MAÍ 1988. Iþróttir NBA-deildin Þrjú áfram um helgina Boston Celtics, Utah Jazz og Den- ver Nuggets tryggöu sér um helgina sæti í 2. umferð úrslitakeppninnar um bandaríska meistaratitilinn í körfuknattleik. Celtics sigraöi New York Knicks 102-94 og vann einvígið 3-1. Utah Jazz sigraði Portland Trail Blazers 111-96 og 3-1 samanlagt og Nuggets vann Seattle Supersonics 115-96, samanlagt 3-2. Milwaukee Bucks tryggði sér fimmta leikinn við Atalanta Hawks með sigri, 105-99, og staðan hjá þess- um tveimur liðum er 2-2. -VS Gotf Langervann Bernhard Langer frá Vestur- Þýskalandi vann Mark McNulty 4-3 í úrshtaleik Evrópukeppninnar í höggleik sem lauk í Wales í gær. Langer lék mjög vel og tryggði sér 50 þúsund punda sigurlaun, auk þess sem þetta var hans fyrsti mótssigur á keppnistímabilinu. • Ruud Gullit, hollenski snillingurinn, er að þvi kominn að færa AC Milano langþráðan meistaratitil. Símamynd Reuter ítalska knattspyman: AC Milano er stigi frá sigri - Maradona ekki með og Napoli tapaði AC Milano dugar jafntefli gegn Como á útivelli í lokaumferðinni um næstu helgi til að tryggja sér ítalska meistaratitilinn í fyrsta skipti í níu ár. Titilhnn hefði m.a.s. komist í höfn í gær ef Ruud Gullit og félagar hefðu náð að knýja fram sigur gegn Juvent- us á heimavelli, en liðin skildu jöfn, 0-0. Á meðan tapaði Napoli, 3-2, gegn Fiorentina og munurinn á liðunum fyrir síðustu umferðina er tvö stig en markatalan er áþekk. Diego Maradona gat ekki leikið með Napoli í, gær og munar um minna. Hann tognaði á læri í leikn- um við AC Milano um fyrri helgi. Landi hans, Ramon Diaz, fór á kost- um í hði Fiorentina og skoraöi tvö mörk en Alberto Di Chiara eitt. Fyr- ir Napoli skoruðu Ciro Ferrara og Alessandro Renica. Úrslit í ítölsku 1. deildinni í gær urðu þessi: Fiorentina - Napoli.........3-2 AC Milano - Juventus........0-0 Avellino-Empoh..............1-0 Cesena - Inter Milano.......2-2 Pescara-Ascoli..............0-0 Sampdoria - Pisa............0-0 Torino-Roma.................2-0 Verona-Como.................0-1 Staða efstu liða fyrir síðustu um- ferðina: AC Milano......29 17 10 2 42-13 44 Napoli.........29 18 6 5 54-25 42 Roma...........29 14 8 7 38-26 36 Sampdoria......29 12 11 6 39-29 35 InterMilano....29 11 9 9 41-34 31 Juventus.......29 11 9 9 34-28 31 Napoli á heimaleik gegn Samp- doria á sunnudaginn og getur með sigri varið meistaratitil sinn, ef AC Milano tapar í Como. -VS .... jrfr1"' bornm að gera iV;wV:‘í JÍ v. ■ .»•i r • :1 ■ ew» ‘v* 'I •1 * / eru bumr v Við erum að innrita 7-12 ára börn til viku og hálfs mánaðar dvalar hjá okkur í sumar. Reiðnámskeið, íþróttir, leikir, sveitastörf, siglingar, ferðalög, sund, kvöldvökur og fleira. Verð: Vikunámskeið kr. 9750.- Hálfsmánaðarnámskeið kr. 19500.- (systkinaafsláttur). Tímabil 23. maí - 28. maí. Vikunámskeið 29. maí - 3. júní 5. júní - 17. júní Hálfsmánaðarnámskeið 19. júní - l. júlí 3. júlí - 15. júlí — 17. júlí - 29. júlí 1. ágúst - 13. ágúst 14. ágúst - 26. ágúst Innritun fer fram á skrifstofu SH Verktaka Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. —AiMa Missið ekki af plássi í sumar! Spcumstíguett/m jr Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum, Skoska knattspyman: RnhpHk Icvit4* ffnuucna i\yi „Roberts kyrr, Roberts kyrr,“ sungu aðdáendur Rangers án afláts á meöan þeirra raenn gjörsigruðu Falkirk, 5-0, á útiveUi í lokaumferð skosku úrvalsdeildarinnar á laug- ardaginn. Graham Roberts, enski harðjaxhnn, var settur á sölulista fyrir skömmu eftir að hafa lent upp á kant við Graeme Souness fram- kvæmdastjóra. • Andy Goram, markvörður Hi- bernian, skoraði mark í 3-1 sigri á Morton. Eftir langt útspark skopp- aði knötturinn yfir Dave Wylie í marki Morton! • Celtic vann lokaleikinn gegn Dunfermline, 1-0, með marki frá Chris Morris og fékk þar með tiu stigum meira en Hearts sem varð númer tvö. Aberdeen og Mother- well gerðu markalaust jafntefli, og sömuleiðis Dundee United og He- arts. St. Mirren vann Dundee 1-0. Lokastaða efstu hða varð þessi: Celtic.......44 31 10 3 79-23 72 Hearts.......44 23 16 5 74-32 62 Rangers......44 26 8 10 85-34 60 Aberdeen.....44 21 17 6 56-25 59 Dunfermhne og Morton misstu sæti sin í úrvalsdeildinni. -VS Franska knattspyman: Monaco heldur öruggri forystu Monaco heldur fimm stiga forystu í frönsku 1. deildinni þrátt fyrir 1-1 jafntefli í Nantes á laugardag. Borde- aux gerði einnig jafntefli, 1-1, við St. Etienne á útivelli. Michel Der Zakarian kom Nantes yfir strax á 2. mínútu en Jean-Marc Ferratge jafnaði fyrir meistaraefnin þrettán mínútum síðar. Rene Girard jafnaði fyrir Bordeaux níu mínútum fyrir leikslok, eftir að Patrice Ferri hafði komið St. Etienne yfir rétt á undan. Jean-Pierre Papin skoraði sigur- mark Marseilles sem vann Niort, 1-0. Staða efstu liða: Monaco..............34 18 11 5 47-23 47 Bordeaux.......34 16 10 8 41-25 42 Marseille......34 17 5 12 46-36 39 MatraRacing....34 12 15 7 34-35 39 Montpehier......34 14 9 11 53-35 37 -VS Spænska knattspyman: Tap hjá Barcelona - nýliði skoraði tvisvar fyrir Real Madrid Barcelona tókst ekki að fylgja eftir hinum glæsilega sigri á Real Madrid um fyrri helgi og tapaði í gær fyrir Sporting Gijon, 1-0, í spænsku 1. deildinni. Andoni Zubizarreta mark- vörður hélt Barcelona á floti með glæsilegri markvörslu en hann réð ekki við skot frá gamla refnum Jo- aquin Alonso þremur mínútum fyrir leikslok. Ungur miðjumaður, Adolfo Ald- ana, skoraði tvö marka meistara Real Madrid sem unnu Real Murcia 3-1. Manuel Sanchis gerði þriðja markið. Atletico Madrid og Atletico Bilbao tryggðu sér sæti í UEFA- bikarnum, Atletico Madrid vann Valencia 4-3 en Bhbao gerði marka- laust jafntefh við Cadiz. Real Soci- edad vann Real Vahadolid 1-0 á úti- velli með marki frá Lauren Juarros. Staða efstu liða: Real Madrid....36 27 5 4 91-23 59 R. Sociedad....36 22 5 9 58-30 49 Atl. Madrid....36 18 9 9 56-35 45 Atl.BÍlbao.....36 16 12 8 48-42 44 -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.